Mánudagur, 17. desember 2007
innkeyrslan -viðbót-
Hún heyrir bíl koma í innkeyrsluna, hjartað tekur viðbragð. Hann er kominn ! hugsar hún og drífur sig til dyranna. Um leið og hún opnar þá man hún það. Vitneskjunni lýstur eins og eldingu í þreyttan huga hennar. Hann kemur aldrei meira. Hún brosir við gestinum en brosið nær ekki til augnanna. Hún vonar að gesturinn sjái ekki vonbrigðin. Oft hefur hún beðið eftir syninum þegar hann var lokaður inn, fangi. Tilhlökkunin svo mikil að hitta vininn sinn góða og taka upp þráðinn aftur eftir aðskilnaðinn vonda.
Nú tjóir ekki að bíða, mamma hefur fengið lífstíðardóm. Ekkert verður nokkru sinni eins. Í fjölskyldunni fæðast börn, þau þekkja ekki soninn ljúfa. Þau eru börn eins og hann var barn í hjarta sínu. Elskulegur mömmustrákur.
Hann gengur nú í ljósinu, í sumarlandinu góða og nú er það hans að bíða, nú bíður hann eftir mömmu sinni.
-----------------------------------------------------------------------------------------------
Ég vil benda ykkur á að beina fyrirbænum ykkar að fólki sem stendur í erfiðum sporum. Þetta eru 6 aðilar sem hugur minn leitar til á þessum yndislega árstíma ástar og friðar í hjörtum. Hilmar minn er hólpinn, það hlýtur að vera þannig. Guð þekkir hjarta hans.
Ég raða þessu upp í einhverja röð, ekki endilega eftir hversu hlýtt mér er til þeirra...frekar svona handahófskennt.
Samkvæmt ósk á heimasíðu Þórdísar Tinnu erum við beðin að kveikja á kerti fyrir þær mæðgur í kvöld
Þórdísi Tinnu þekkjum við öll, hún þarf að komast heim fyrir jólin til elskunnar sinnar litlu.
Kári ofurstrákur fékk vondar fréttir núna nýlega. Hann biður okkur um fyrirbænir til sín,fólksins síns og baráttukveðjur. Hann er 18 ára.
Vala litla hefur ekki komið fram hérna fyrr en ég hef fylgst með henni. Hún er pínuponsulítil stelpurófa .
Páll er svo einn ungur maður sem kominn er í þessa baráttu. Mér er afskaplega hlýtt til móður hans. Nú er komið að mér að styðja. Hún studdi mig í sumar þegar Himmi dó.
Þuríði Örnu þekkjum við öll líka, hún er bara lítil telpa eins og Vala
Kristín Snorradóttir háir öðruvísi baráttu en það er líka upp á líf og dauða.
Munum eftir þeim öllum nú þegar nálgast jólin, þeirra spor eru öll skelfilega erfið.
Athugasemdir
Elsku Ragga mín, hvað ég skil þig. Hugsa mikið til þín þessa daga. ÉG mun bæta öllu þessu fólki í bænir mínar, mín æðsta ósk þessa dagana er að reyna að gleðja aðra og hjálpa eins og ég get. Faðmlag til þin.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 18:46
Huld S. Ringsted, 17.12.2007 kl. 18:54
Kæra Ragga, bestu kveðjur skil þig mjög vel.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.12.2007 kl. 19:13
Þú hefur sko stórt hjarta úr gulli kona. ég er með þig líka í bænum mínum og ég veit að hann vinur okkar uppi er glaður að þú ert kominn aftur til hans og hætt að vera reið út í hann.
Kærleikskveðja
Kristín Snorradóttir, 17.12.2007 kl. 19:44
Það sem þú skrifar alltaf fallega Ragnheiður.
Mikið vildi ég oft geta hjálpað fólki sem glímir við mikla erfiðleika en maður er svo vanmáttugur eitthvað. Það er þó eitt sem ég get og geri.... sendi hlýjar hugsanir og óskir um að fólki batni og að sorgir sefist.
Anna Einarsdóttir, 17.12.2007 kl. 19:51
Sendi þessu fólki hlýjar kveðjur Ragnheiður mín. Öllum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2007 kl. 20:31
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.12.2007 kl. 20:46
Knús á þig elsku Ragga, þú hefur svo fallegt hjartalag
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.12.2007 kl. 21:12
Ragga, ég segi að þú sért,
jörðin, blómin, tré td stórt gullregn í blóma það tré gefur okkur fegurð, og gula litinn sem er svo hlýr og svo ert þú sólin sem hlýjar öllum þeim sem
þú hugsar um.
Takk fyrir mig Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.12.2007 kl. 21:20
Þitt hjarta og þín hjartgæska er einstök mín kæra
Mun hugsa til þeirra allra
Knús og klús mín kæra
kidda, 17.12.2007 kl. 21:49
Þú ert alltaf svo frábær Ragga mín Alveg einstaklega velviljuð og hjartahlý kona Ég var að pæla í hvort að einhver hafi frétt eitthvað af henni Þórdísi Tinnu ? Ég veit að hún er á spítalanum en var að pæla í hvort að henni hafi versnað ?
Katrín Ósk Adamsdóttir, 17.12.2007 kl. 22:53
Það komu upplýsingar í kommentakerfið hennar
Ragnheiður , 17.12.2007 kl. 22:57
Knús dúllan mín, hugur minn er hjá þér og öllum þeim sem þú ert svo dugleg að benda manni á ....þú ert með hjarta úr gulli svo mikið er víst:)
Benna, 17.12.2007 kl. 23:01
Hjartagæsku hefur þú á við heila herdeild Ragnheiður. Takk fyrir að benda á þessa einstaklinga.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 23:05
Takk Ragga mín ! Ég er búin að kíkja á þetta
Katrín Ósk Adamsdóttir, 17.12.2007 kl. 23:11
Ragga mín, ég mun sannarlega senda þessu fólki ljós og kærleiksorku. Takk fyrir að minna á :)
Þú ert gull af manni/konu ;)
Guðrún Jóhannesdóttir, 18.12.2007 kl. 01:07
Þú ert afar góð kona Ragga. Það sést svo vel í því hversu mikið þér er annt um annað fólk.
Þú ert ein af því fólki sem maður verður ríkari af að þekkja.
Fjóla Æ., 18.12.2007 kl. 14:51
Þau og þeirra aðstandendur verða í mínum bænum.
Blómið, 18.12.2007 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.