Gæti ekki sagt það betur sjálf

Ég taldi að dauði þinn


væri eyðing og eyðilegging,


sársaukafull sorg sem ég fékk vart afborið.


Smátt og smátt lærist mér


að líf þitt var gjöf og vöxtur


og kærleikur sem lifir með mér.


Örvænting dauðans


réðist að kærleikanum.


En þótt dauðinn sé staðreynd


fær hann ekki eytt því sem þegar hefur verið gefið.


Með tímanum læri ég að líta aftur til lífs þíns


í stað dauða þíns og brottfarar.

Höfundur er Marjorie Pizer


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kidda

Þetta er frábærlega orðað svo satt.

Knús og klús

kidda, 3.12.2007 kl. 17:29

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er satt og sorglegt elsku Ragnheiður mín knús á  þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.12.2007 kl. 17:38

3 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Fallega orðað  Hafðu það sem best Ragga mín og hann er ekkert smá fallegur hann litli Hilmar ömmustrákurinn þinn

Katrín Ósk Adamsdóttir, 3.12.2007 kl. 17:49

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

og takk fyrir ábendinguna um ljósið fyrir fjölskyldu litla drengsins og hann sjálfan, fór beint í að tendra ljós fyrir hann þegar ég las færsluna hér á undan.

Fallegt ljoðið sem þú setur hér inn 

Guðrún Jóhannesdóttir, 3.12.2007 kl. 19:07

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Yndislega fallegt ljóð. Það eru margir sem geta fundið sig í þessum orðum.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.12.2007 kl. 19:27

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín þetta er svo satt, þó það sé sárt.

Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.12.2007 kl. 19:30

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þurfti á þessu að halda núna.  Takk fyrir elsku Ragga, yndislegt ljóð

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2007 kl. 00:47

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er virkilega fallegt og gefandi ljóð.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2007 kl. 10:01

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Dásamlegt að lesa þetta ljóð og það segir líka svo margt um þína sorgarvinnu sem ég skynja sem frábæra. Kærar þakkir fyrir að byrta ljóðið. Guð blessi þig Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.12.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband