Kvöldið fór í

að sitja og hugsa í kirkju, það var ágæt tilbreyting en Keli móðgaðist nokkuð við mig. Hann er óvanur því að mammanhans sé að stinga af á kvöldin. Hundar eru vanafastir. Hló annars mikið að tíkinni hans Sigga Atla í dag,sat í bílnum hans meðan Steinar skokkaði inn í tryggingarnar til að ganga frá dagpeningunum á Bonzó. Hann sagði að hún væri alltaf að væla í bílnum og ef snúningurinn á vélinni færi yfir 3000 þá gelti hún. Hann sannaði þetta með að gefa bílnum dálítið rösklega inn á planinu, það passaði alveg. Tíkin gelti alveg fokvond þegar snúningshraðamælirinn var kominn í þolmörk hennar.

Tengdasonurinn náði sér í mörg prik í dag. Málið var að við fengum boð frá sr.Bjarna um að koma í kirkjuna á fræðslufund um sorg. Mér leist nú ekki rétt vel á að fara ein og hafði líka einhvern grun um að fólki gæti fundist þetta hjálplegt í erfiðum aðstæðum. Mál þróuðust því miður þannig að fólk forfallaðist af ýmsum ástæðum. Það endaði með að þetta vorum bara við gamli, en þá birtust bestu krakkarnir úr Njarðvíkinni og meira að segja tengdasonurinn sem er með krónískt kirkjuofnæmi. Svona eiga menn að vera...setti bara gömlu sína fyrst og lét sig hafa það. Það var mikil spenna í kirkjunni, við Solla vorum að velta fyrir okkur inn á milli hvort presturinn væri klár ljósmóðir. Krílið lét illa og það voru komnir samdráttir og bakverkir í viðbót. Þannig að þegar samveran í kirkjunni var búin þá hentust þau upp í bíl og hurfu í reykmekki suður með sjó aftur. Hún ætlar að eiga í Keflavík og ekki orð um það meir. Þar má nebblega sulla í baði meðan maður er að fæða barn.

Nú krossleggjum við, kæru bloggvinir, allt sem krossleggja má og vonum að barn komi í nótt.

Svona í leiðinni vona ég að skjálftarnir á Selfossi fari að hjaðna...ómögulegt að hristast fram úr í nóttinni.

PS

smá bræðra brandari síðan fyrir nokkrum árum.

Himmi stökk inn til að vekja Bjössa.

Himmi: Daddara !

Bjössi: (á kafi undir sæng) Dagskrá vikunnar !

Sumt lærðu þessir gormar örugglega og nokkuð fljótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Allt krossað í bak og fyrir hér fyrir Sollu og barnið. Sendi fæðingarstrauma héðan og á heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Klús í nóttina

Bjarndís Helena Mitchell, 21.11.2007 kl. 00:28

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Á morgun (21. nóv) eru 14 ár frá því að við Bretinn drógum okkur saman. Ég hef trú á þessum degi. Góður dagur fyrir kiðlinginn að líta dagsins ljós í fyrsta skipti. Good luck.

knús til ykkar

Jóna Á. Gísladóttir, 21.11.2007 kl. 00:34

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vonandi kemur barn í nótt.  Flottur dagur.  Sjáðu Jónu og Bretann, enn samanhangandi.  Hm....

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 00:52

4 Smámynd: Ragnheiður

samhangandi dagur ? Barnunginn, á hann þá að hanga við móður til eilífðarnóns ?

Já fínn dagur til að eignast barn...snilldardagur til að verða amma !!

Ragnheiður , 21.11.2007 kl. 00:57

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vonast til þess að Sollan fari að létta á sér, held að hún væri búin að fæða ef hún byggi á Selfossi, barnið væri skolfið úr henni. Ég er alveg við það að fæða af stressi, en er samt ekki ólett.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.11.2007 kl. 01:41

6 identicon

Spennan er að fara með mig, ég er búin að senda henni svo mikið af straumum að ég er að verða batteríslaus..

Vona að krílið láti sjá sig í nótt. Fallegur dagur hérna suður með sjó.

Knús á þig  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 01:43

7 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

ÚFF ég er svo forvitin að vita hvort eitthvað hefur gerst hjá Sollu í nótt en þangað til ég veit eitthvað meira þá sendi ég allt sem ég á til sollu...vill til að það er ekki langt að senda frá mér og inn í Keflavík...

Kveðja heiðurfrænkan í Grindavík. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 21.11.2007 kl. 08:28

8 Smámynd: kidda

Tengdasonurinn virist vera ágætisgæji, miðað við skrifin hans og jú hann á skilið þó nokkur prik fyrir gærkvöldið

Vonandi er bumbubúinn fæddur eða um það bil að fæðast Núna er maður spenntur eins og ég væri sjálf að eignast ömmubar.

Knús og klús

kidda, 21.11.2007 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband