Hluti þess sem datt út

Fólk talar um að Hilmar sé í kringum mig, ég hef ekki orðið vör við hann þó ég sé þekkt fyrir að hafa stundum aukaskilningarvit. Ég er heldur ekkert viss um að ég vildi að hann væri að væflast sjáanlega í kringum mig og ég geti ekki knúsað hann. Yrði ég ekki bara meira sár ef ég fyndi hann hérna og gæti ekki átt samskipti við hann ?

Þegar mamma dó, það verða 5 ár núna 30 nóvember, þá varð ég vör við hana næstu nótt á eftir. Síðan ekki söguna meir.

Við erum ansi mörg sem erum brotin eftir að missa Himma, bendi á síðuna hennar Heiðar. Hún ól hann upp til jafns við mig og á einnig mjög erfitt. Ég hef stundum öfundað hana svolítið af því að hafa litlu krakkana, "litli krakkinn" minn er stærðar kall með skegg og stundum táfýlu...en ég elska hann samt. Ég er líka nokkuð viss um að stundum er ekki langt í tárin hjá pabba strákanna þegar hann situr einn í vörubílnum sínum og hefur frið til að hugsa og sakna Hilmars.

Hjá mér potast lífið í gamlar skorður en undanfarnir dagar hafa verið skelfilegir, ég held að það hafi verið vegna afmælisdags Hilmars. Ég meina við vorum oft ekki sátt við þær leiðir sem hann fór en ekkert okkar, ekkert okkar, var til í að missa hann. Þennan fallega og góða strák....meinleysisljósið og gæðablóðið hann Himma.

Í kvöld ætla ég að hugleiða málin í góðum félagsskap. Ég er að reyna að pína Björn með mér en ef það gengur ekki þá kemur amk Steinar með mér.

Minni á kertasíðuna hans Himma, þar má senda okkur hlýjar kveðjur og hugsanir...ekki veitir okkur af..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.11.2007 kl. 17:11

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

 knús og kossar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 18:26

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Rosalega falleg fæsla hjá þér Ragga...ég hef heldur ekki fundið fyrir honum Himma en ég veit að Gísli fann fyrir honum með sér í vörubílnum fyrst eftir að hann fór að vinna aftur...við vorum engin sátt við leiðina sem Himmi valdi en að missa hann er sárara en nokkuð annað það nístir inn að beini hann var og er bestur.

Ég veit hvert þú ert að fara en við sáum okkur ekki fært að koma það hefði verið nauðsynlegt.

Kveðja Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 20.11.2007 kl. 19:50

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 20.11.2007 kl. 20:26

5 identicon

Sendi þér STÓRT knús ... nú fer prófatíðin að byrja og þá verða ljósin kveikt á hverju kvöldi

 Kv. úr Firðinum C",) 

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 20:45

6 Smámynd: kidda

Vona að kvöldið verði notalegt og gott.

Knús og klús

kidda, 20.11.2007 kl. 20:46

7 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Elsku Ragga mín. Þetta er erfiðir dagar, samt tekst þér svo vel að koma líðan þinni í orð. Það skiptir miklu máli. Það er gott að fá útrás fyrir sorgina. Því betur gengur að vinna með hana. Það er eitt líka sem gerir manni gott og sérstaklega þeim sem er farinn, það er að biðja. Biðja fyrir þeim sem farinn er og biðja blessunar og friða fyrir hann. Senda styrk og hlýjar hugsanir. Það má heldur ekki gleyma að biðja fyrir sjálfum sér. Biðja Guð um styrk og vernd sér til handa. Það hefur mjög góð áhrif og hjálpar mikið. Gangi þér vel elsku Ragga mín og Guð veri með þér allar stundir og styrki þig.

Sigurlaug B. Gröndal, 20.11.2007 kl. 23:23

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ástarkveðjur Ragga mín og knús til þín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.11.2007 kl. 23:25

9 Smámynd: kidda

Vona að þú sofir eitthvað í nótt

Knús og klús

kidda, 21.11.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband