Hrmpf

Hvað á maður eiginlega að gera ef maður sefur ekki ? Þetta er nú að verða ljóti vítahringurinn á þessu heimili ! Mér þykir verra ef það á að verða nauðsyn að kallinn handroti mig á kvöldin svo ég sé til friðs !! Ég fengi hann nú örugglega seint til þess blessaðan en hvað á að gera ? Öll gömul húsráð gagnslaus og bara tóm leiðindi í boðinu !

HRMPF..........

Þessi færsla er í boði Actavis sem selur svefnpillur !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er vakandi með áhyggjur af mömmu minni sem liggur með lungnabólgu inni á spítala.  Hmprmf... er ekki kominn tími á að versla við Aktavis?

Góða nótt sem fyrst án rots.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 02:31

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er líka mamma (6 barna), amma (4 barna), kona, systir, frænka, dóttir og svo er ég líka með einn hund og fjóra ketti.  Ég hef frekar lítinn tíma til að sofa, venjulega fer ég að sofa kl 3 og fer á fætur kl. 7:30. Þetta er náttúrulega bilun

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.11.2007 kl. 02:49

3 Smámynd: Ragnheiður

Ja nú gerðust undur og stórmerki, kall kom vappandi fram að gá að kellingu sem lögst var í strok...farin að prufa að rota mig. Ég vissi að ég hefði átt að kaupa harðan höfðagafl !

Vonandi batnar mömmu þinni Jenný mín

Jóna Kolbrún takk fyrir sameiginlegt næturbrölt

Ragnheiður , 19.11.2007 kl. 02:59

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Ég hef aldrei prófað Actavis til að sofna. Hef ekki mikla trú á þeirri lausn til lengri tíma litið. Eitt ráð tel ég óbrigðult; að kveikja á sjónvarpinu, stilla á Omega eða Tilboðsmarkaðinn og leggjast í sófann. Fyrr en varir er maður sofnaður vært.

Brjánn Guðjónsson, 19.11.2007 kl. 03:14

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Vonandi náðir þú að sofna eitthvað í nótt. Ég svaf ofurvært fyrir framan sjónvarpið í Lazyboy. (Get ekki legið útaf) Ég mæli samt ekki með því að fólk venji sig á það að sofa með sjónvarpið í gangi. Þetta er ávanabindandi og í mínu tilfelli get ég orðið ekki sofið án þess.

Vonandi verður dagurinn miklu betri og yndislegur hjá þér Ragga mín. Knús frá mér

Bjarndís Helena Mitchell, 19.11.2007 kl. 08:23

6 Smámynd: Ragnheiður

Já mér tókst að sofa í klukkutíma eða svo...næstum búin að gefast upp við að mæta í vinnuna en ætla að reyna að þrauka

Ragnheiður , 19.11.2007 kl. 08:31

7 Smámynd: kidda

Þetta gengur ekki svona til lengdar hjá þér Ragga mín.

Hefurðu prófað að athuga hvort Kolla í Jurtaapótekinu eigi ekki eitthvað handa þér. Þú verður að geta náð að sofa í nokkra klukkutíma á hverri nóttu.

Sé Steinar ekki fyrir mér að rota kellu í svefn á kvöldin með kylfu.

Knús og klús

kidda, 19.11.2007 kl. 08:42

8 Smámynd: Ragnheiður

Nei þetta virkar ekki mikið lengur, það er ljóst.

Ragnheiður , 19.11.2007 kl. 08:48

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er sem ég hefi svo margoft sagt, það vantar on-off takkann á okkur mannfólkið! !

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2007 kl. 11:38

10 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

"klús" á þig stelpa

Guðrún Jóhannesdóttir, 19.11.2007 kl. 12:13

11 Smámynd: Marta smarta

Þetta er vítahringur sem maður lendir í.Ég vaki allar nætur til 4 - 5 stundum alla nóttina og er að hugsa í hringi um allt sem hefur gerst, veit þó fullvel að það þýðir ekkert. Tek svefntöflur og róandi og reyni allt mögulegt, það er bara greinilega ekki svarið, er ráðalaus eins og þú Ragnheiður mín.Spurning hvort einhverjir hafa "patent"lausnir fyrir okkur vansvefta konur.Vinsamlega komið með hugmyndir, mér er hálfilla við "kylfuna", en ef ekkert annað dugar, þá það.

Marta smarta, 19.11.2007 kl. 17:31

12 Smámynd: Ragnheiður

Já Marta, þetta er vítahringur. Ég ætla samt að prufa að heimsækja lækni og sjá hvort það gerir eitthvað gagn.

Ragnheiður , 19.11.2007 kl. 18:45

13 identicon

Nú já fröken....

Það er þá eitthvað til í þessari frétt um ungmennin ef eldri íbúinn á að fara að handrota kellu

http://visir.is/article/20071119/FRETTIR01/71119074

Annars þyrftu þeir sennilega samt ekki nema að líta í sekúndu á Björninn til að breyta þessari vegna bófa skeggsins og rándýrra hluta í kytrunni hans

Annars mætum við bara þarna eitthvert kveldið ég og dóttir þín og léttum þessu fargi af honum og eyðum út sönnunargögnunum

Kv. frá innri nj...

Tengdi Andskotinn (Jón Berg öllu heldur) (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 19:01

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fyrir 15 árum þegar ég hafði ekki "sofið" neitt að gagni í 10 ár þá fór ég á Reykjalund og fékk lyf sem heitir amilin, það gerir það að verkum að ég næ alltaf djúpa svefninum, þ.e.a.s. svo fremi sem ég sleppi ekki lyfinu lengi. Svefn er ekki lengur mitt vandamál, nema í algjörum undantekningartilfellum. Vona að finnist lausn fyrir þig og aðra sem hafa tjáð sig hér, svefnleysi er bara hræðilegt og maður verður næstum geðveikur þegar þetta ástand varir ár eftir ár.  Hvað er annarst að frétta af Sollunni þinni??

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 19:41

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég keypti mér slökunardiska með fallegri tónlist og mjúkri rödd. Mér finnst það voða gott. Ég hef nú sjálf verið að pæla í að búa til svona diska því ég hef prófað að tala fólk í svefn og er það næstum óbrigðult ráð hehe.. Nei, svona í alvöru talað þá lærði ég ákveðna tegund íhugunar í tvo vetur og það var mjög gott. Hef notað það á sjálfa mig, börn og fullorðna.

Sumir hafa fordóma gagnvart höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun en sumir hafa verið mjög ánægðir með þá hjálp sem hægt er að fá þar. Þar er þó alveg örugglega misjafnlega hæft fólk en ég hef reynslu af mjög góðri konu. Hjálpaði mér við marga ,,hnúta" í mínu lífi. Ef þú hefur áhuga hafðu endilega samband í netpósti jm@hradbraut.is    Vona að þú náir að hvíla þig  og auðvitað er gott að leita læknis!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.11.2007 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband