Enn vitlausu megin

og bara heilmikið pirruð. Mér tekst ekki alveg að henda reiður á þessu en samt.....ég er að syrgja glötuð tækifæri. Glataðar stundir og glataða framtíð hans Hilmars. Þessi góði strákur (nú fussar einhver yfir glæponinum) átti margt eftir að gera í lífinu sínu. Hans var framtíðin og allir möguleikarnir, ég er mamman...ég er búin með það helsta sem ég átti að gera. Þegar ég sé fyrir mér bjarta brosið, álappalega göngulagið (einstakur flækjufótur og sætastur) þá fýkur í mig. Afhverju mátti ég ekki hafa hann lengur ? Það eru svo margar spurningar en engin svör....sumt veit ég. Annað truflar mig.

Heima beið bréf frá kirkjugörðunum, samúðarkveðja og ráðleggingar með umhirðu leiðisins einnig ábending um vefsíðuna www.gardur.is . Þar er hægt að láta birta upplýsingar og mynd af hinum látna. Það gerði ég þegar mamma lést og líka núna með Hilmar. Það eru samt sorglega fáir sem nota þennan möguleika. Á þessum vef er haldið utan um legstaðaskrár og maður getur fundið sitt fólk ef maður hefur týnt leiðinni. Endilega látið setja inn upplýsingar um fólkið ykkar, þetta mun standa þarna um ókomna tíð.

Nú ætla ég að reyna að leggja mig, það tekur yfirleitt 1-2 tíma að sofna þannig að oftast skríð ég framúr jafnnær.

URG....

Þeir sem hafa tök á að létta móðurinni sem er í næstu færslu lífið geta gert það. Ég þekki hana ekki neitt en vildi koma þessu á framfæri. Síðan mín er að komast í 500.000 heimsóknir og það er ágætt að reyna að nýta eitthvað af þessu til góðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín það fussar engin yfir glæpon býddu, hvaða glæpon? Við sem erum í þínum bloggheimi erum ekki að hugsa svona og alls ekki um hann Hilmar þinn.

Fyrirgefðu snúlla, en ég fæ myndina af honum Hilmari þínum til mín á hverjum degi, hann er bara flottur þar sem hann á heima núna.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.11.2007 kl. 17:04

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mikið ertu góð Ragnheiður..  ... ég ætla að bregðast við og leggja eitthvað inn á Vigdísi. 

Reyndu að henda pirringnum í klósettið ljúfan mín.... og sturtaðu svo niður.  Nú ætla ég að leggja mig með þér. 

Anna Einarsdóttir, 7.11.2007 kl. 17:21

3 Smámynd: Ragnheiður

Milla mín, af öllum þessum fjölda sem leggur leið sína á síðuna mína daglega eru örugglega einhverjir sem fussa og sveia yfir því að ég kalla hann góðan strák.

Fólk er bara svoleiðis, því miður.

Það eru ekkert allir lesendur að lesa með göfugum tilgangi, sumir finna "blóðlyktina" og koma þess vegna.

Hinir sem eru hér með hlýtt hjarta eru velkomnir sem oftast, hina umber ég vegna þess að þeir vita ekki betur.

Ragnheiður , 7.11.2007 kl. 18:15

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þúsund knús og klem elsku Ragga og ég vildi að ég hefði einhver ráð

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2007 kl. 19:48

5 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Katrín Ósk Adamsdóttir, 7.11.2007 kl. 19:54

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Ragga, frá mér streymir ekkert nema kærleikur til þín og hans Hilmars þíns.  Burt séð frá því sem á daga hans dreif þá er hann yndislegi drengurinn þinn. Þannig er það. Margir fussa kannski en þeir eru þá bara litlar persónur, sem þurfa að fela eigin galla með því að hneykslast á öðrum.  

 Heart Beat 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 22:35

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 7.11.2007 kl. 22:50

8 Smámynd: kidda

Sko, hann Himmi var ekki glæpon frekar en ég og fleiri. Hver hefur ekki svikið undan skatti,  hver hefur ekki brotið hin og þessi lög.  Í mínum huga  var Himmi ekkert verri en ég td. Hann var yndislegur strákur og það er nóg fyrir alla vega mig.

Fór inn á þessa síðu hjá kirkjugörðunum og fletti nokkrum upp og ætla mér að minna þá sem eru nánari en ég að bæta við upplýsingum.  

Annars ert þú einstök, alltaf að minna okkur hin á þá sem eiga erfitt. Hefur þér verið sagt áður hve yndisleg og góð manneskja þú ert ég geri það hér með: Ragga þú ert ein albesta manneskja sem ég þekki

Knús og klús

kidda, 7.11.2007 kl. 22:51

9 Smámynd: Ragnheiður

Takk mér finnst ég bara að verða að nota alla þessa lesendur til góðs. Þá svíður ekki eins sárt Himmaleysið.

Ragnheiður , 7.11.2007 kl. 23:04

10 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þú ert svo góð og allaf að hugsa um aðra.

Það er gott að þú skrifar um sorg þína. Það hjálpar þér líka. Það má segja að bloggin okkar séu sálgæslan okkar. Gangi þér vel vina mín.  

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.11.2007 kl. 23:19

11 Smámynd: Ragnheiður

Takk Jórunn mín

Ragnheiður , 7.11.2007 kl. 23:29

12 identicon

Þú ert hetja !

Hamingja er flöktandi eins og kertaljós, ef það logaði stöðugt kynnum við ekki að meta það.

Með réttu hugarfari getur þú breytt neikvæðri streitu í jákvæða.

:) (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 23:46

13 identicon

Ég þekki þetta svo mikið vel.Þegar félagar Hauks og jafnaldrar urðu 25 ára samgladdist ég þeim og grét af sorg líka.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband