Æ..

Í dag eru 2 mánuðir síðan hann var jarðaður.

Ég var að hugsa áðan, ég er léleg í að eiga bágt. Ég hef alltaf þurft að vera jaxl (presturinn kallaði mig töffara ? ) Ég kann ekki að setja mig á undan og leyfa mér að eiga bágt. Mér tekst að breiða yfir mína líðan þegar aðrir eru í kringum mig en svo á ég bágt þegar ég er ein, sérstaklega ein í bílnum. Mér er alltaf minnisstætt þegar Solla mín átti að teikna dýr sem táknuðu fjölskylduna hennar. Hún teiknaði mig sem ljón. Hún hefur verið c.a. 9 ára þá.

Ég hef verið að hugsa með afmælið hans, nú kaupi ég ekki afmælisgjöf fyrir hann en ég var að spá í hvort maður gæti ekki í staðinn látið smávegis til líknarsamtaka ? Er ekki hægt að nota minningargjafasjóði í svona líka ? Hugmyndir óskast í athugasemdum.

Krossinn hans Himma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Candle Sæl elsku Ragga. Já, tíminn silast og allt er talið í dögum, vikum, mánuðum, afmælið hans, jólin, eitt ár.... osfrv. ekkert auðvelt við þetta ferli.  Ég held þú getir gefið í hvaða líknarsjóð sem er í minningu Hilmars þíns, eru ekki líka til eitthvað sem heitir fangahjálp.? Ég hugsa hlýlega til ykkar og kveiki á kertum.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 16:29

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sendi þér hlýjar samúðarkveðjur, elsku Ragga

Það er fullt af allskyns sjóðum sem hægt er að setja í peninga sem renna til góðra málefna.  Ég er samt alveg blönk með uppástungu.

Smjúts á þig

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2007 kl. 16:38

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ja, ég sting upp á Krýsuvíkursamtökunum. Fjársvelt samtök sem hafa náð gífurlega miklum árangri. Ég á dásamlega frænku sem náði bata þar eftir að hafa reynt allt annað sem ekki virkaði.

Knús til þín, elsku Ragga mín.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.11.2007 kl. 17:18

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Svo er líka í lagi að kaupa fallegan ramma til að ramma inn mynd af honum....... eða disk með áprentaðri bæn..... eða eitthvað sem þig langar í,  til að hafa til minningar um hann.    Eða ljósakross til að setja á leiðið um hátíðarnar.   

Anna Einarsdóttir, 4.11.2007 kl. 17:24

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já sorgmætt fólk grætur oft eitt í bílnum. Auðvitað er sorgin enn við völd en öðruvísi. Já eitthvað til hjálpar vímuefnasjúklingum er gott. Eða föngum. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.11.2007 kl. 17:49

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

hugsa til þín kæra Ragga, kveiki á kerti fyrir drenginn þinn vinan og þig

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.11.2007 kl. 18:27

7 Smámynd: kidda

Enn ein varðan fellur í dag

Held að það séu fullt af góðum sjóðum og samtökum sem hægt er að gefa minningargjafir í. Þú finnur örugglega einhvern góðann sjóð sem hentar.

Knús og klús

kidda, 4.11.2007 kl. 18:44

8 identicon

Hugsa til þín í dag elsku Ragga mín sem og aðra daga.  Hvernig væri nú bara að láta peninginn renna i fjölskylduna ?? Gera eitthvað saman og skapa minningar.  Annars er ég ren með uppástungur. 

Knús á þig elskan.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 19:57

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það getur þú gert Ragga mín,
Og ég veit að þið gerið eitthvað gott saman fjölskyldan.
Sendi ljós og orkukveðjur til þín og þinna.
           Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2007 kl. 20:17

10 identicon

Kærleikshúsið Ármúla 23 er miðstöð fólks ( á öllum aldri)sem hafa verið í myrkri en eru á góðum batavegi í dag. Sumir voru eins og strákarnir okkar en náðu að komast í ljósið og eru að gera frábæra hluti. Strákarnir þarna eru duglegir að fara í fangelsin með 12 spora prógrammið og það er byrjuð vakning á meðal ungs fólks. Ungt fólk sem vill betra líf. Ég gef stundum smotterí til þeirra. Þeir eiga þá í það minnsta fyrir bensíni austur. En það eru margir góðir staðir til. Ég er aftur farin að gráta Haukinn minn fyrir framan aðra og er að slaka á í hetjutöktunum. Það er gott. Knús til þín

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 23:32

11 identicon

Knús á þig ...

Kveðja Inda

Inda (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 23:33

12 identicon

knús til þín

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 10:14

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Sendi þér hlýja strauma

Hrönn Sigurðardóttir, 5.11.2007 kl. 10:35

14 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú getur prófað að raða fjölskyldunni í sæti við einhverjar aðstæður og þá sért þú í sætinu sem allt snýst um. Þú getur notað hvaða byrtingarmynd sem er og þegar þú ert búin að finna birtingarmynd sem hentar þér, þá skoðar þú hana í huganum eins oft og mögulegt er. Þannig segir þú undirmeðvitundunni fyrir verkum og hún hlustar og tekur mark á þér mjög fljótlega. Þetta er eins og að læra að hjóla, bara að vera dugleg að æfa sig. Varðandi afmælisgjöfina til Hilmars þá dettur mér í hug að þú finnir þér sjóð sem styrkir til menntunar. Menntun er undirstaða velsældar allstaðar í heiminum og það er til dæmis besta hjálpin til barna í fátækum löndum að hjálpa þeim að komast í skóla. Leyfði sorginni að koma út og láttu þig hafa það að gera það ein til að byrja með og það er gott að keyra á einhvern fallegan stað og opna svo. Guð blessi þig og varðveitiFríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.11.2007 kl. 11:19

15 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Knús til þín

Bergdís Rósantsdóttir, 5.11.2007 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband