Kannast lesendur við

þá meina ég þeir sem hafa misst ástvin sinn að vera sífellt að fletta upp í minningunum, rifja upp samtöl, samskipti. Ég er ekki að meina slæm samskipti eða neitt þannig, heldur bara venjuleg samtöl. Ég er alltaf að reyna að hugsa hvort hann hafi gefið mér þetta til kynna og ég ekki fattað, en ég er eiginlega alveg viss um að svo var ekki. Hann var bara sami góði strákurinn þegar ég talaði við hann síðast. Það var ekki hægt að heyra að neitt væri að.

Ég held að þetta sé eðlileg afleiðing þess að mann langar svo að fá ástvininn sinn aftur, maður er að leita leiðar til að breyta því sem er óumbreytanlegt. Það er ekki hægt, ég horfði á drenginn minn í kistunni og ég sá kistuna setta ofan í gröfina. Ég horfði á viðtal við móður Madeline McCann í kvöld og í fyrsta sinn þá skildi ég hana. Ég hef vogað mér að dæma hana fyrir að skilja börnin eftir ein, í kvöld sá ég hennar aðstæður öðruvísi. Hún er búin að missa barn, hún veit ekki hvar barnið er, hún mun bíða alla æfi eftir að barnið birtist aftur. Mér fannst hún vera pikkföst í sínum aðstæðum á meðan ég finn að mér batnar, að vísu skelfilega hægt en ég er nú þegar mun skárri en ég var til dæmis 20 ágúst.

Þetta hafa bloggvinirnir sagt mér, þetta gerist hægt. Ég held áfram, enda vön að vera með storminn í fangið. Þannig hefur líf mitt oftast verið. Nú vona ég samt að þessu linni, ég myndi þiggja að fá að vera áfallalaus héðan í frá. Á því eru engar líkur en ég má samt vona.

Munið ljósin fyrir okkur öll. Ljósalinkar hérna til hægri á fjórar kertasíður sem veita gleði. Ég skoðaði Himma síðuna áðan og hann á svo mörg falleg ljós. Ég verð glöð þegar ég sé ljósin, svolítið meyr og mikið þakklát.

Góða nótt

PS. Fann snilldarpistil á netinu, slóðin á hann er hérna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru minningar í öllu. Hjá mér eru það t.d. auglýsingar sem geta komið ákveðnum minningum af stað og ofur hversdagslegur hlutir sem ég pældi aldrei í eru orðnir að söknuði í dag. Ég þekki þessa líðan svo mikið vel. Þetta kemur hægt og bítandi.Sumir dagar eru góðir aðrir enn betri. Enginn vondur bara mis góðir. Knús til þín

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 23:25

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já Ragnheiður.... ég kannast við svona upprifjun.  Svo kom sá dagur þegar ég hugsaði "Ég stjórna svo litlu í þessum heimi og verð að sætta mig við að stundum hef ég ekkert val....nema um mín eigin viðbrögð í sorginni.   Ég verð að fyrirgefa sjálfri mér ef ég hefði einhvern tíma átt að gera eitthvað öðruvísi eða segja eitthvað öðruvísi". 

Þú ert afar þroskuð Ragnheiður og síðar meir vona ég að þú njótir betur þess sæta sem lífið hefur upp á að bjóða, þar sem þú hefur fengið svo mikið af því beiska. 

Góða nótt vinkona.

Anna Einarsdóttir, 25.10.2007 kl. 23:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús til þín Ragnheiður mín.  Svona hlutir lúra alltaf innst inn í mér, óttinn um að minn drengur geri eitthvað.  Það er svo sárt.  En i kvöld kom hann með fallega gjöf sem hann hefur verið að gera.  Skútu sem hann hefur gert úr steini virkilega fallega gjöf.  Ég hangi á blábrún, hvað hann varðar, og veit ekki hvernig það allt saman fer.  Bara vona það besta.  Það er það eina sem ég get gert.  Og maður getur stundum orðið svo þreytt og spurt, hvenær endar þetta, og hvernig.  Er ekki komið nóg ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2007 kl. 23:40

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sonur minn í Köben lenti í slysi eins og þú kannski manst 5.sept. og þá lögðust 3 hryggjaliðir saman og það tekur 6.mán að lagast, ef það lagast. Svo um síðustu helgi fékk hann stóran gorm úr fellihurð í hausinn og þegar hann fór á spítalann 2 dögum seinna kom í ljós að efsti hálsliðurinn sprakk, ég hugsa stundum líka, er ekki nóg komið, en frekar vill maður hafa þá erfiða heldur en að missa þá. Móðurhjartað er mjúkt og meyrt en oft er hrist vel upp í manni. Ég er voða hrædd um þennan 19 ára núna, finnst vera að koma svona tímabil hjá honum þar sem honum er farið að líða illa og gæti misst sig Ég vona það besta.  Ljósið hans Hilmars logar enn á borðinu hjá mér síðan ég skrifaði hjá þér síðast. Góða nótt elsku Ragga.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 23:51

5 Smámynd: Ásta María H Jensen

Þú ert yndisleg

Ásta María H Jensen, 26.10.2007 kl. 00:34

6 Smámynd: Salka

knús frá mér

Salka, 26.10.2007 kl. 07:11

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín þessi síða sem þú gefur link inn á er síðan hans Elvars Braga hann er héðan frá Húsavík,  hann er búinn að vinna alveg frábærilega vel að þessum málum.
ÉG kannast við upprifjun þessa sem þú minnist á
ég tel hana vera af hinu góða, þegar fram líða stundir áttu eftir að finna það. verð að þjóta í þjálfun.you.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2007 kl. 07:44

8 Smámynd: lady

er ekki sagt tímin læknar öll sár ,það tekur tíma,en að missa barnið sitt,en það  er það versta sem  móðir  upplifir,mér finnst þú svo dugleg og mikil hetja,ég hugsa hvernig hefði það verið ef dóttir mín hefði dáið ,út frá hennar mikilla neyslu,ég held að maður eigi erfitt að setja sig í spor annara, þegar ég se bloggið þitt þá verð ég svo meir ,en minningin mun lifa,ég skoða  stundum myndinrar af ykkur og syni þínumþú ert búin að gefa mé rmikið  þú ert bara ein af þeim sem  hefur hjarað á rettum stað ,

lady, 26.10.2007 kl. 08:11

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Í þeim tilfellum sem ég hef misst nákominn, sem hefur gerst alltof oft, þá fer ég í gegnum svipað ferli og þú ert að lýsa. Það er svo vont að þurfa líða illa lengi, maður vill að sorgarferlinu ljúki sem fyrst,svo við getið tekið eðlilegt líf. Ég segi eins og Birna, allskonar minningar rifjast upp, jafnvel þær sem ég mundi ekki áður, en þær eru mér mjög hjartfólgnar. Mér reyndist best þegar sorgin var sem mest að draga djúpt andann og leyfa henni að koma, það er manninum eðlilegt að vilja komast frá sársauka þessi er bara óumflýjanlegur, svo þegar maður heldur að nú geti maður ekki meir, er manni gefinn einhver styrkur til að halda áfram. KNÚS til þín kona, 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.10.2007 kl. 08:21

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þegar ég missti barnabarnið mitt, á sviplegan hátt, hef ég haldið til vara hverju andartaki, hverri mínútu en hef samt á tilfinningunni að ég hafi úr svo litlu að moða.  Óska eftir að ég hefði haft lengri tíma til að auka við minningabankann.  Allar svona hugsanir, það að fara ofan í smáatriði í samtölum, ofan í atburði og þul. er eðlilegt, af því við erum að reyna að skilja og útskýra fyrir okkur, á skynsamlegan hátt, þannig að heilinn nemi.  En það er ekki skynsemisglóra í fráfalli ungs fólks sem er að byrja lífið.  En þetta er nauðsynlegt í sorginni held ég. 

Mér finnst þú vinna vel í þínu og það er rétt að enginn kvóti er á vondum atburðum, en það er gott að getað þá lifað í núinu, sem er reyndar það eina sem við höfum úr að moða.

Love u darling

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2007 kl. 12:03

11 Smámynd: kidda

Knús og klús

kidda, 26.10.2007 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband