Minning

hefur þvælst fyrir mér í dag. Eins og ég talaði um þá er verið að taka grunn hérna rétt innar í götunni. Í gær komu stórir malarflutningabílar með möl í grunninn, í dag hefur verið stöðugur straumur af vörubílum sem hafa verið að fara með moldina burtu. Þetta umstang minnti mig á Himma. Við bjuggum einu sinni við aðalgötu í smáþorpi. Einn glugginn sneri að götunni. Þarna eyddum við Himmi löngum stundum við að horfa út og sjá bílana. Honum fannst það endalaust gaman. Ég setti svefnsófa undir gluggann og þá gat hann staðið þar sjálfur og horft.

Elsku kallinn.

Ég á eftir að skanna inn myndir af honum frá þeim aldri. Á líka myndir frá jólunum þegar hann var rúmlega eins árs, með gullna lokka og sætastur í heiminum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Candelabra Gott þegar góðar minningar ylja, en hinar sáru verða lengi til staðar. Í gegnum þetta ferli sem þú ert í núna fer enginn óskaddaður. Hjartanshlý kveðja, ég kveiki á kvöldkertinu mínu núna og hugsa til Þín, Himma.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 19:56

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Ein á móti til þín Ragga...þegar ég þurfti að þvælast í bænum(bæði áður og eftir að við fluttum í Grindavíkina)fór Himmi oft eða næstum alltaf með pabba sínum í vörubílinn það var bara gaman,hann var með svo mikla bíladellur þessi elska.

Kveðja til ykkar Heiður 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 25.10.2007 kl. 20:17

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Allt sem þú upplifir á þessum tíma hlýtur að hafa einhverja tengingu við strákinn þinn. Ég kannast við það.  Þú átt alla mína samúð og þú stendur þig frábærlega og svo skemmir húmorinn þinn ekki fyrir, það er ég viss um.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2007 kl. 22:09

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það verður gaman að sjá fleiri myndir af Himma. Knús til þín, elsku hetjan mín.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.10.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband