Mánudagur, 22. október 2007
Hin löglegu fórnarlömb
þessa lífs eru margskonar, núna virðist ég fallin í þann flokk.
Án þess að ég ætli að gera lítið úr þessum mikla stuðningi og hlýhug sem ég hef fundið fyrir síðan sonur minn lést þá get ég ekki neitað að stundum hef ég horft hissa á síðuna mína, hissa á teljarann og kommentin.
Stundum hef ég velt fyrir mér, hvar var allt þetta fólk þegar sonur minn var að gera út af við móður sína ? Hann gengdi engu og fór sínu fram þrátt fyrir grátbænir móðurinnar um að hætta þessu. Vond hegðun hefur slæmar afleiðingar sagði mamma. Það voru allir búnir að gefast upp, ættingjarnir líka. Það eina sem eftir stóð voru foreldrar hans og systkinin sem þekktu kauða, aðrir gátu ekki staðið í þessu. Strax smástrákur var hann farinn að sýna merki þess sem á eftir kom. Hann fór í veskið mitt og skildi ekki að það mátti ekki bjarga sér með þeim hætti sjálfur í annara fjármuni. Hann var ekki byrjaður í skóla þegar ég var orðin viss um að hann myndi eiga líf fangans fyrir höndum. Vinkonur mínar supu hveljur.....að ég skyldi segja þetta um fallega snáðann !! Við pabbi hans reyndum meira að segja að koma honum í rétta átt með því að hann tæki hann til sín. Vonuðum að það næðist frekar að siða hann á því heimili sem þá var barnlaust..en ekkert dugði. Hilmar græddi á því, hann eignaðist aðra móður og heila stóra fjölskyldu með. Fyrir það var ég þakklát. Honum þótti afar vænt um ömmuna sína og afann sem hann fékk með í þessum skiptum.
Við mæður barna sem leiðast af leið getum ekki borið alla tíð byrðarnar ein. Það þarf stuðning við alla fjölskylduna þegar sýnt er að einhver vandkvæði eru. Hilmar var lagður af stað í rétta átt, það vitum við. Það er huggun í því.
Það er ekkert sem ég myndi ekki gera til að fá þennan óþægðaranga minn til baka en ég veit að það gerist aldrei...það er vont.
Athugasemdir
Min kæra eg aeinn sem heldur okkur i goðri æfingu en eg elska hann og fyrirgef honum alltaf ,hann er næst yngstur af börnunum minum elsti strakurinn minn er buin að ser ut ur þessu hann hefur verið laus við þennan fjanda i 6 ar .En se engin merki þess að sa næst yngsti se að breyta lifi sinu en eg hef hann þo hja mer en þo stundum vissum við ekkertumhann lengi.Þu att alla mina samuð elsku Ragnheiður min eg veit hvað er að missa þo þeir seu lifandi vildi að eg gæti gert eitthvað svo þu finndir ekki svona til Kærar kveðjur Helga
Helga valdimarsdottir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 11:32
Þú ert svo heiðarleg í bloggskrifum þínum að ég fyllist aðdáun.
Anna Einarsdóttir, 22.10.2007 kl. 12:53
Elsku Ragga. Er ekki meirihluti þeirra sem koma hér inn til þín, fólk sem ekki þekkti Hilmar þinn? Varst þú og fjölskyldan ekki bara of dugleg að berjast með honum?? ert þú ekki að opna leið, fyrir þá sem lenda í samskonar erfiðleikum með börn sín, til að fá hjálp þegar þau/þeir þurfa á henni að halda. Þú gefur svo mikið með því að lofa öllum að fylgjast með þessu máli og leyfa okkur að kynnast Hilmar þó of seins sé, en mun þá ekki hafa dáið til einskis, hann mun hjálpa öðrum í gegnum skrif þín og þú hjálpar ótal mörgum og sýnir fóki framá að það borgar sig ekki að þegja allt í hel, Að ræða hlutina og biðja um aðstoð er betra. Knús og kærleikur til þín elsku vina.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 14:47
Þetta er ekki óeðlileg spurning í sorginni. Það kemur alltaf" ef" þegar maður hugsar til baka. Ef hlutirnir hefðu verið öðruvísi. Ég veit dæmi þess en vill ekki segja frá því vegna þess að það er ekki ég sem lennti í því. En hugsanir ef hann hefði hætt að drekka, þá væri hann heilbrigður, fylgir því tilfelli. Ef hún hefði farið að sækja hann þessa nótt, hvað þá. Ég styð þig heilshugar í baráttu þinni, þú gerir mörgum gott sem eru að standa í þessu sama.
Ásta María H Jensen, 22.10.2007 kl. 16:26
Ég er búin að vera að velta þessu fyrir mér í dag síðan ég las þessa færslu hjá þér. Ég þekkti ekki Himma en er viss um að ef minn og Himmi hefðu þekkst þá hefði Himmi verið einn af mínum aukastrákum
Þig aftur á móti þekkti ég, frá netinu og það var held ég neysla sonanna okkar sem leiddi okkur saman og svo þekktum við sama manninn.
Ég þakka fyrir að við höfum netið. Í staðinn fyrir að við sitjum ein hver í sínu horni, þá kynnumst við öðru fólki sem er að berjast í því sama og við. Fáum styrk frá fólki sem við þekkjum ekkert í daglega lífinu en en eru netvinir okkar. Vonandi munu þeir foreldrar sem eru yngri en við, njóta þess fyrr að kynnast fólki á netinu sem er að upplifa það sama og þau. Því bara það að geta talað við aðra sem eru í svipuðum aðstæðum og maður sjálfur gefur manni ótrúlega mikið.
Knús og klús
kidda, 22.10.2007 kl. 17:15
Já Ólafía og Ragnheiður og fleiri hér. Við tölum sama tungumál, þekkjum sama vandann og sitjum í sömu súpunni. Það gerir okkur að samherjum. Þess vegna eigið þið og margir fleiri hér inni sérstakan stað í mínu hjarta. Og ég held að við getum i rauninni gert miklu betur, með því að halda áfram að tala um hvað er best að gera í málefnum okkar fólks. Og hvernig er hægt að gera betur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2007 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.