Föstudagur, 19. október 2007
Vörðu-blogg
Það eru liðnir heilir 2 mánuðir frá versta degi lífs míns.
Það er hvergi nærri komin sátt, skilningur né friður. Hnúturinn fyrir brjóstinu er þar enn. Reiðin kemur upp öðru hvoru en vonleysið er þungt. Tilfinningin að hanga bara hér, án tilgangs og án nokkurs hlutar er erfið. Mér finnst ég vera að bíða...dagurinn fer allur í að bíða.
Flokkur: Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 16:09 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Englar á himnum
Fyrirbænirnar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- jorunn
- laugi
- olafia
- kiddat
- jogamagg
- nf26b
- hronnsig
- milla
- iaprag
- ace
- huxa
- annaeinars
- gisgis
- gudrunjona
- bidda
- gretaulfs
- mummigud
- melrakki
- maggadora
- amman
- zunzilla
- skelfingmodur
- tildators
- teygjustokk
- osland
- sifjan
- ilovemydog
- bergdisr
- sigro
- lindalinnet
- molinn
- hallaj
- tigercopper
- arnorbl
- aslaugosk
- asthildurcesil
- melar
- bardurorn
- benjonikla
- birnamjoll
- toffarinn
- bokakaffid
- 3systur
- egill
- gustichef
- fanneyedda
- jyderupdrottningin
- haenuvik
- hallkri
- vulkan
- helgamagg
- holmdish
- katan
- kiddatomm
- katlaa
- keh
- kristjan9
- lady
- erfidleikar
- vertinn
- ragnaremil
- ragnargests
- rosaadalsteinsdottir
- sunnanmegin
- sirri
- auto
- steinsbondinn
- saemi7
- postdoc
- ylfamist
- ornbardur
Athugasemdir
Ég hugsa til þín elskan
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 13:37
Verð að bæta við að auðvitað hefur þú heilmikinn tilgang. T.d. að sinna sjálfri þér og ná sátt og eyða góðum tíma með húsbandinu, svo ég tali nú ekki um fróunina sem þú getur fundið í krökkunum þínum og barnabörnum.
Þú hefur þegar haft svo mikið að segja Ragga mín. Ég er svo viss um að þeir sem hafa fundið huggun og samkennd í blogginu þínu hlaupa á þúsundum.
Þú hefur tilgang
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 13:40
Allt hefur tilgang þó oft sé hann vandséður.
Fjóla Æ., 19.10.2007 kl. 13:55
Elsku Ragnheiður það er erfitt að vita að þú sért svona döpur en mjög skiljanlegt en þetta er örugglega ólýsanlega erfitt en auðvita get ég ekki ímyndað mér hvernig þér líður en ég vona að með tímanum birti aftur til hjá ykkur fjölskyldunni og knús til þín
Katrín Ósk Adamsdóttir, 19.10.2007 kl. 13:58
Min kæra vildi að eg gæti haldið utan um þig og huggað þetta er örugglega erfitt hja þer þu ert hetja þu hefur hjalpað svo mörgum með skrifum þinum og þar a eg þer svo mikið að þakka þu hefur skostorum tilgangi að þjona her með þvi að lofa okkur að fylgjast með þer samhryggjast þer gleðjast meðþer þegar solin skin til þin aftur.Elsku Ragnheiður min sendi þer kærar kveðjur
Helga valdimarsdottir (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 14:36
Mamma ég sendi þér klúsiklús, þetta er erfiður dagur. Við hinir krakkarnir þínir þurfum á okkar sterku mömmu að halda, vantar vænginn til að skríða undir og finna öryggið. Það er góður tilgangur að vera hjá okkur hinum rassarófunum. Love you
Solla, 19.10.2007 kl. 14:45
Sætasta Sollurófan, allra best. Ég verð auðvitað að reyna að muna það.
Ég er ekki reið við hann Himma minn, ég er reið út í að missa hann. Hann hafði svo margt gott og var minn strákur, heill í gegn.
Ragnheiður , 19.10.2007 kl. 14:51
hérna er kveðja frá einni af þúsundunum
halkatla, 19.10.2007 kl. 15:04
hér er önnur kveðja af tvöþúsundunum þú ert svo frábærKv.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 15:12
Ég held að þú hafir meiri tilgang í þessu jarðlífi en þú sjálf gerir þér grein fyrir á þessari stundu, mín kæra.
Anna Einarsdóttir, 19.10.2007 kl. 15:17
Elsku Ragnheiður, þú hefur mikinn tilgang, eins og til dæmis að kenna okkur hinum með því að leyfa okkur að heyra um hvernig þér líður og tjá þig svona opinskátt um það.
Auðvitað glímir þú við reiði og bitrar hugsanir út af því að þetta skyldi fara svona með son þinn og spyrð af hverju einmitt hann hafi gripið til þessarar útgönguleiðar. Ég get líka ímyndað mér að þú finnir til beiskju út í samfélagið, sem hefði vafalaust getað staðið með og stutt betur við einstakling sem átti við þessi vandamál að stríða sem hann þurfti að kljást við. En ég trúi því samt að allt hafi tilgang, að veröldin þokist hænufet fram á við til ljóssins, þó stundum virðist manni að stigin séu tvö skref aftur á bak fyrir hver þrjú áfram.
Ég þakka þér fyrir að leyfa mér að lesa hugrenningar þínar um lífið og tilveruna og það sem til þín kemur, það er alltaf mjög gefandi að lesa það sem þú skrifar. Ekki missa kjarkinn, stattu sterk í baráttunni og Guð gefur þér styrkinn, fyrir því biðjum við sem lesum síðuna þína.
Þú átt yndisleg börn, hérna megin sem handan, eins og Solla þín segir þá er það góður tilgangur að vera hjá hinum rassrófunum þínum.
Knús og klemm til þín
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2007 kl. 15:33
Þú hefur svo sannarlega tilgang Ragga mín,þú hefur svo mikið að gefa af þér,þessi fjöldi bloggvina og annara sem koma á síðuna þína og finna huggun eða styðja þig með ráðum og dáð,það er ómetanlegt, ég skil vel að þú viljir taka þér pásu og gerðu það í einhvern tíma komdu svo fersk aftur,þú ert með msn hjá svo mörgum og þú getur alltaf leitað hjálpar,ráða og huggunar hjá okkur.
Hjálparbankinn minn er alltaf opinn.farðu vel með þig snúllan mín,,guð styrki þig á þessum degi og alltaf.
Knús til þín
Magnús Paul Korntop, 19.10.2007 kl. 15:37
Öll tímamót, dagsetningar og slíkt sem minnir á sorgaratburðinn hljóta að vera mjög erfið. Sendi þér knúskveðjur úr vinnunni í Lynghálsinum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.10.2007 kl. 16:06
Í dag var afmælisdagur mannsins míns heitins, aldrei gleymast þessi tímamót þótt 25 ár séu liðin. Dánardagur, afmælisdagur ofl. ofl. gleymist ekki, á ekki að gleymast. GUÐ geymi þig og ykkar allra.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.10.2007 kl. 16:12
Guðrún Jóhannesdóttir, 19.10.2007 kl. 16:34
Ég segi eins og Elísabet Lára, með tímanum lærir fólk að lifa við fráfall ástvinar. En þetta er örugglega oft á tíðum óbærileg líðan. Ég held hins vegar að þú vinnir frábærlega úr sorginni með því að tala um hana. Ég veit að það hjálpaði systur minni og hennar fjölskyldu að tala um fráfall sonar hennar og ekki síst líf hans. Ég tek undir orð margra með það, að þú gefur öðrum mikið með því að leyfa okkur að vera þátttakendur í líðan þinni. Ég held að fá orð nái að hugga í svona aðstæðum, sorgin hefur sitt ferli og tekur sinn tíma. Það sem ég er að reyna segja er að ég finn til mikillar samkenndar og samúðar með þér, og finnst ég ögn bættari og ríkari af því að hafa kynnst þér.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.10.2007 kl. 17:03
Knús og klemm til þin
Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.10.2007 kl. 19:13
Tek undir með Elísabetu og Hrafnhildi. Sorgin hverfur aldrei, en þú lærir með tímanum að lifa með henni og meta lífið með þeim sem eftir eru. Bestu kveðjur til þín og þinna.
Svala Jónsdóttir, 19.10.2007 kl. 19:29
Ragga mín það er svo sárt þegar þér líður svona illa,
en ég veit að þú átt eftir að spjara þig,
fyrst og fremst fyrir sjálfan þig síðan fyrir alla sem elska þig,
og þeir eru ekki fáir sem þurfa á þér að halda.
Sendi þér orku og ljós elsku litla stelpan mín.
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2007 kl. 21:51
Stattu þig stelpa!!
Hrönn Sigurðardóttir, 19.10.2007 kl. 23:47
Guðrún B. (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 00:18
Góða helgi kæra Ragnheiður og guð gefi þér frið í hjarta sem allra fyrst.
Gíslína Erlendsdóttir, 20.10.2007 kl. 00:31
Kæra Ragnheiður.
Hef verið að lesa bloggið þitt.
Þú ert hetja og átt alla mína samúð.
Guð gefi ykkur öllum frið.
Guð geymi Himma þinn
Elsa (ókunn) (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 01:12
Elsku Ragnheiður.
Ég á son sem er jafngamall Himma. Mér finnst óbærilegt að hugsa um sorg þína. Ég hugsa oft til þín og þinna, þótt við höfum aldrei hist.
Þú ert yndisleg og megi englarnir gæta þín og þinna og lina sorgina.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.10.2007 kl. 03:04
Knús og klús fyrir daginn
kidda, 20.10.2007 kl. 09:09
Bergdís Rósantsdóttir, 20.10.2007 kl. 10:24
Takk fyrir færslunnar þínar enn og aftur. Það hjálpar mér mikið í minni sorg. Dofinn,depurðin og sorgin kemur og fer. Í dag er lengra á milli hjá mér og fleiri dagar góðir. En söknuðurinn ER og verður sjálfsagt alltaf en það er svo furðulegt að það er hægt að eiga líf með honum og það sem kom mér mest á óvart er að það er hægt að eiga gott líf þrátt fyrir söknuðinn og sorgina.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 11:37
Þú ert gjöf til svo margra og ekki síst barnanna þinna. Ekki gleyma því rúslan mín
Jóna Á. Gísladóttir, 20.10.2007 kl. 12:45
Marta B Helgadóttir, 20.10.2007 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.