Miðvikudagur, 17. október 2007
Pókerfeis í dag
Nú kemur færslan sem ég vildi ekki reyna að skrifa áðan. Eins og mér hafa borist margar fallegar kveðjur í tilefni afmælisins þá hefur að sama skapi þögnin argað á mig. Hann hringdi þegar ég átti afmæli, hann hringdi kannski og skellti á (engin inneign) en hann hringdi. Ég var búin að kvíða fyrir þessum degi og þó ég sé lasin þá ákvað ég að fara í vinnuna og sitja þar í kvöld...útiloka allar hugsanir um strákinn minn þennan tíma sem ég sat þar.
Í kvöldfréttum var talað um að sjálfsvígum hefði fækkað. Það gerir nákvæmlega ekkert fyrir mig né alla aðra sem misst hafa ástvini með þeim hætti þetta ár 2007. Við erum öll jafnbrotin eftir.
Þið hafið séð að ég er nokkuð upptekin af þeim hetjustúlkum,Gíslínu,Þórdísi Tinnu og litlu Þuríði Örnu. Þegar myrkrið í mínum huga var sem svartast þá vildi ég ekki lifa. Ég fór markvisst á síðurnar þeirra og las og las. Ég reyndi að skilja sporin þeirra, þær berjast allar við alvarleg veikindi og standa sig eins og þær hetjur sem þær eru. Ég horfði á myndirnar af þeim og skammaði sjálfa mig. Þú skalt ekki voga þér að gefast upp ! sagði ég reið við mig. Horfðu á þessar fallegu manneskjur sem þrá ekkert heitar en lífið sem þú villt forsmá !!
Síðurnar þeirra hafa hjálpað mér meira en nokkuð annað...að sjá ljósið og reyna að skilja að ég hef enga afsökun fyrir að vilja ekki vera hér. Hilmar geymi ég mér í hjartastað hvert sem ég fer og hvað sem ég geri. Þetta er ekki alltaf auðvelt, ég finn til nánast allan minn vökutíma. Hann hverfur ekki úr huganum þetta blessaða barn mitt.
Að þessu loknu vil ég biðja ykkur að kveikja ljós á kertasíðunum fyrir stúlkurnar mínar hugprúðu, biðjum þess saman að þær fái bót meina sinna.
Góða nótt
Athugasemdir
Knús og kossar inn í nóttina, elsku vinkona.
Góða nótt og dreymi þig fallega
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2007 kl. 22:32
GústaSig, 17.10.2007 kl. 22:42
Yndislegar myndir. Sú neðsta er í mestu uppáhaldi hjá mér. Hann er svo blíður og extrafallegur þar, þessi elska.
Sendi þér innilegar hamingjuóskir með afmælið, snúllan mín. Hafðu það gott í kvöld og sofðu RÉTT í alla nótt. Knús frá Skaganum.
Lagðist í bók og ákvað svo að kíkja á þig áður en ég fer upp í. Þú hefur verið voða dugleg að blogga í dag, maður má ekki bregða sér frá!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.10.2007 kl. 22:42
Kæra Ragnheiður hvað getur maður sagt? Einhvern veginn ná orð ekki að lýsa samkennd minni.
Mjög falleg neðsta myndin af Himma þínum, tók sérstaklega eftir augunum, þú veist hvað sagt er, að augun séu spegill sálarinnar, hann hefur fallega sál.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.10.2007 kl. 23:06
FALLEGAR MYNDIR FALLEGUR A ÞEIM ÖLLUM SOFÐU VEL OG DREYMI ÞIG VEL KVEÐJA HELGA
Helga VALDIMARSDOTTIR (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 23:12
Hann var alltaf svo sætur strákur Knús elsku Ragga mín
Bryndís R (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 23:24
Hann hefur verið afar fallegur drengurinn þinn,Sofðu rott min kæra dreymi þig vel
Helga VALDIMARSDOTTIR (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 23:28
Núna ertu komin fram hjá enn einni vörðunni
Get alveg viðurkennt að neðsta myndin er líka í uppáhaldi hjá mér, brosið og augun. Það skín alveg í gegn hvað hann er góð sál
Knús og klús til ykkar allra, sérstaklega samt til Hjalla núna
Sofið vel og rótt í nótt
kidda, 17.10.2007 kl. 23:43
. Þú og þinir eruð ávallt ofarlega í mínum huga og í bænum mínum. Bestu kveðjur
Blómið, 18.10.2007 kl. 00:26
Sæl ragga.
Kominn nýr pistill um öryrkja ekki síður mikilvægari en sá fyrri.
Magnús Paul Korntop, 18.10.2007 kl. 01:18
Þú kemur út á mér tárunum kona. Svo fallegur pistill og þörf áminning. Ég dáist að konunum sem berjast við krabbann og litlu stúlkunni líka, og stundum verð ég bálreið yfir því hversu lífið er óréttlátt. Að lífinu hans Himma skuli hafa lokið á örskotsstund er sorglegra en hægt er að hugsa sér.
Þú stendur þig eins og hetja og þú ert í bænum mínum elsku Ragga. Takk fyrir að minna mig á hvað lífið er dýrmætt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.10.2007 kl. 01:24
Þó að ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum.
Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta.
Ég er svo nærri að hvert tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið.....
En þegar þið hlægið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
Höf. Ókunnur
Þetta hefur hjálpað mer. Kveðja Benni
Benni (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 07:34
Guðrún Jóhannesdóttir, 18.10.2007 kl. 11:24
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2007 kl. 11:35
Knús og klús fyrir daginn
kidda, 18.10.2007 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.