Þriðjudagur, 16. október 2007
Magnað
einhver ykkar muna kannski að konan kvartaði yfir doða í útlimum og öðru veseni eftir að sonurinn lést. Þessu fylgdu sjóntruflanir sem urðu svo slæmar að konan varð að hafa lesgleraugun á nefinu nánast allan sólarhringinn,rataði ekki einu sinni í draumalandinu skammlaust gleraugnalaust.
Doðinn lagaðist smátt og smátt,brauðlappirnar breyttust aftur í venjulegar lappir. Hendurnar skiluðu sér til baka í það venjulega vesenisástand sem á þeim hefur verið en só, sátt við að þær eru þó amk ekki verri en það. En augun ætluðu ekki að lagast...bara alls ekki. Nú ber svo við að augun eru orðin miklu skárri, get lesið á tölvuna gleraugnalaust og er bara að verða eins og ég var áður en áfallið mikla dundi yfir.
Góðir bloggvinir bentu mér á lækni. Ég hef enn ekki treyst mér í lækni, lenti í vondri reynslu með einn í fyrra og hef bara ekki haft mig í lækna síðan...fer líklega ekki sjálfviljug héðan af. Það er náttlega hið versta mál. Þetta læknismál endaði hjá landlækni en hinn góði doktor sem um ræddi hagræddi bara sannleikanum en það er sama. Það er núna bókuð á hann kæra þannig að hann þarf að gæta sín á að fá ekki fleiri blessaður. Ég kann samt ekki ferilinn á þessu. Ég hef haft nokkurn áhuga á að prufa nýja lyfið sem er notað sem hjálparmeðal í að hætta að reykja. Til þess þarf ég að fara til læknis og þar er málið fast.
Manni ætti að bjóðast áfallahjálp við svona aðstæður, mér datt ekki í hug að þetta myndi sitja svona í mér.
Munið ljósasíðurnar þeirra englanna minna....
Athugasemdir
Ég fékk svona lyf handa syni mínum þegar hann var hér á landi og hann ætlar að prófa þetta. Ég skal láta þig vita hvernig gengur þegar hann byrjar.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 22:20
Slæmt þetta með læknisreynsluna. Geturðu ekki prófað að hafa einhvern með þér og fara til einhvers sem mælt er með af fólki sem þú þekkir? Þú verður að geta farið til læknis ef eitthvað bjátar á.
Þessi einkenni sem þú lýsir og hafa nú dvínað eða horfið, hljóta að hafa komið til út af álagi.
Smjúts á þig ljósið mitt
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2007 kl. 23:04
Já þetta er heilmikið hamlandi ástand Jenný, ég er svolítið svekkt við sjálfa mig fyrir að ná ekki að komast yfir þetta mál.
Hitt var klárlega álag..
Smjúts til baka kæra vinkona
Ragnheiður , 16.10.2007 kl. 23:07
þetta er ekki gott ástand Ragnheiður mín. Erfitt að standa í þessum sporum. Tek undir með Jennýju. Knús
Jóna Á. Gísladóttir, 17.10.2007 kl. 00:32
Ef þig vantar lagið Kveðja með Bubba komdu þá á msn við tækifæri og ég sendi þér það med den samme..
Magnús Paul Korntop, 17.10.2007 kl. 01:23
Lyfið virkar fínt. Ég tók það að vísu bara í 3 vikur og er hætt. Húsbandið mitt er að klára 4 vikuna sína á því. Ég er á 7 viku reyklaus.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 08:48
Takk Halla mín, fróðlegt innlegg.
Ragnheiður , 17.10.2007 kl. 10:58
Æ.Æ.Æ. Ragga mín þú verður að geta farið til læknis, tek undir með Jenný. Einnig tek ég undir með Höllu gott innlegg.
Þegar ég hætti að reykja var ég búin að ákveða daginn og gera plan fram í tímann. Ég fór á plásturinn, sterkasta í mánuð og svo smá minkaði ég skammtinn og var alveg hætt á honum eftir þrjá mán.
Þetta gekk afar vel hef aldrei reykt síðan og langar ekki til þess heldur,
en það versta við þetta var að ég tók á mig 35. k.g.
og hef ekki höndlað þá hlið málsins síðan
hef heldur ekki verið sátt við að vera með hjartagalla sem fór að angra mig fyrir um 4.áum, þá þurfti ég að fá gangráð, til þess að stilla af púlsinn, svo það væri hægt að gefa mér lyf,
ég tel að þetta spili saman, Ragga mín þess vegna segi ég það,
ekki hætta fyrr en þú ert alveg tilbúin.
Baráttukveðjur Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.10.2007 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.