Þriðjudagur, 16. október 2007
Björgun lokið
og ég er svo sátt núna. Það leysti ein vandamál mitt með msnið mitt og mér tókst að komast þar inn og náði öllum emailunum mínum sem komu eftir að Himmi dó. Þau voru svo falleg og yndislegt að eiga þau. Ég las þau flest aftur núna og ég var svo þakklát, það var gott að lesa þau núna þegar nokkur tími er liðinn. Þegar þau bárust þá var heilabúið meira og minna í verkfalli. Ég hef líka verið heppin,ég hef nánast ekkert fengið sent nema eitthvað sem er svo vel viðeigandi. Líka hérna á síðunni í kommentunum.
Einhver Erna er nú samt að æpa eitthvað í rasistafærslunni um myndbandið sem ég setti inn í gær. Hún segir að ég (við?) séum illa gefnar. Ef það væri minnsta vandamál mitt þá yrði ég alsæl hohoho.
Smáhundafærsla;
Það eru 2 bæli til að sofa í inni hjá okkur Steinari. Keli heldur meira upp á annað þeirra. Í nótt þegar ég fór inn að sofa þá var Lappi í uppáhaldsbælinu. Eftir smábras labbaði Keli til hans og bankaði í hann með framloppunni. Hinn hrökk á fætur og færði sig snarlega svo barnið kæmist í rúmið sitt. Haldiði að hann sé blúnda blessaður ? Hann lætur snúast í kringum sig hérna og skammast sín ekki hætishót.
Nú fer ég bloggrúntinn
Athugasemdir
Flott að náðir mailunum þínum til baka og ég get alveg skilið að það skipti þig máli,já um að gera hjá Kela að láta snúast í kringum sig og það líðst sko ekki að láta stela af sér uppáhaldsbólinu sínu
Katrín Ósk Adamsdóttir, 16.10.2007 kl. 12:20
Flott að fá mailin til baka, ég skil ekki stundum gerist eitthvað í þessum elsku tölvum sem að hvað????? Ég missti allar myndirnar mínar út úr Picasa albúminu mínu um daginn, þarf að sækja þær aftur og setja inn, þoli ekki svona vesen, hringi alltaf í Ingó bróðir og hann lóðsar mig í gegnum þetta, hann er sko bestur.
Ég kannast vel við þetta með hundadúllur og þeir láta stjana við sig. Okkar er algjör dekurrófa.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.10.2007 kl. 13:14
Góðar fréttir snúllína mín,loksins gerðist eitthvað jákvætt hjá þér
Magnús Paul Korntop, 16.10.2007 kl. 13:34
Til hamingju með að hafa endurheimt póstinn þinn kjútípæ. Ömurlegt þegar skjöl sem manni langar að eiga, hverfa bara, pling!
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2007 kl. 18:22
Þessi Erna lætur eins og HENNAR heimur eigi að vera allra heimur.... eins og þú sért bara ekki með á nótunum nema þú kunnir Baggalút utanað. Já.... það er rétt.... það fauk smá í mig. Mér finnst að Erna ætti að vera með þína síðu á hreinu, áður en hún skrifar á hana.... en hún er bara alls ekki með á nótunum.... og hugsanlega illa gefin fyrir vikið ?
Anna Einarsdóttir, 16.10.2007 kl. 20:38
Hehe já ég er náttlega smá sauður...er bara hér á moggabloggi...fréttasíðum..málefnum...barnalandi og alvörunni...mamamama skilur bara greinilega ekki umheiminn
Ragnheiður , 16.10.2007 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.