Laugardagur, 13. október 2007
Svolítið ósátt
en það jafnar sig áreiðanlega brátt. Með því að tapa msninu mínu svona eins og ég gerði þá tapaði ég helling af tengiliðum og frábærum e-mailum sem mér bárust eftir lát Hilmars. Það er sorglegt og ég er svolítið svekkt yfir því. Það nær þó bara ekki lengra.
Ég fór fyrirvaralaust og óvænt í leikhús áðan, í fyrsta sinn á æfinni. Systir mín var með miða en sá sem ætlaði með forfallaðist óvænt. Ég stökk nánast á svuntunni og við skemmtum okkur ágætlega. Við sáum Lík í óskilum. Það var bráðskemmtilegt.
Þakka ykkur öllum kærlega fyrir öll kommentin ykkar. Þau eru frábær,alveg mögnuð. Farin að sinna einkabílstjóranum, hann vill kannski félagsskap
Athugasemdir
Leiðinlegt með msn-in en þú hefur mig!!
Góða nótt og ég bið að heilsa einka
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2007 kl. 23:28
Gott hjá þér að skella þér í leikhús í kvöld og já það borgar sig að sinna einkabílstjóranum en þú átt greinilega góðann mann en ég held allavega að þú sért að meina manninn þinn
Katrín Ósk Adamsdóttir, 13.10.2007 kl. 23:36
Já Katrín, það er maðurinn minn
Ragnheiður , 13.10.2007 kl. 23:38
aldrei að láta einkabílstjórann afskiptan
Guðrún Jóhannesdóttir, 13.10.2007 kl. 23:42
Vinirnir á MSN tapast ekkert, ef þú sækir nýtt MSN þá eru allar adressurnar þar, Góða nótt darling.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.10.2007 kl. 00:15
Neibb Ásdís...varð að setja upp frá grunni og ekki hræða á þessu. Vinur minn er að brasa við að reyna að koma þessu í lag
Ragnheiður , 14.10.2007 kl. 00:17
Man ekki hvort að ég hafi kvittað fyrr en í kvöld hjá þér en hef mínar ástæður fyrir því. Mér finnst aðdáunarvert hvernig þú notar þessa bloggsíðu til sjálfshjálpar. Hef að minnsta kosti lesið síðuna hjá þér í all nokkurn tíma, mun lengur en síðan þú fórst á topp tíu, því mér finnst þú skrifa skemmtilega og finnst gaman að lesa það sem þú skrifar svona oftast nær, sumt er ekki skemmtilegt en... Allavega ekki hætta.
Langar að segja þér að þrátt fyrir að hafa ekki upplifað það sem þú hefur upplifað, þá get ég skilið hvað þú ert að ganga í gegnum og verð að segja að þú ert HETJA!
Fjóla Æ., 14.10.2007 kl. 00:51
Betra er seint en aldrei
Við verðum víst af og til að sinna þessum elskum
Knús til ykkar beggja
kidda, 14.10.2007 kl. 00:59
gudrunonline@hotmail.com hér hefurðu allavega mitt darlingur..
Lovjú. Knús.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 03:01
Takk fyrir að vilja vera bloggvinkona mín
Fjóla Æ., 14.10.2007 kl. 03:02
Gungan (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 09:21
vonandi finnuru msn vini þína aftur,eins og það var sagt við þig áður að starta msn aftur,ég lendi í þessu og allt fór í klessu,þá þurfti ég að búa msn aftur að finna mitt msn aftur sem gekk,ve,æ leitt að heyra að þú efur tapað ,um Hilmar þigg,en þú ert bæði sterk og gefandi kona kv Ólöf
lady, 14.10.2007 kl. 10:13
Sæl Ragnheiður.
Leitt að heyra þetta með msn-ið svo ég gef þér mitt upp aftur og einnig e-mailið ef þú vilt senda mér tölvupóst.
Msn:kraftakall@gmail.com
Netfang:korntop1@simnet.is
Þar hefurðu það Ragga mín og farðu vel með þig.
Knús til þín
Magnús Paul Korntop, 14.10.2007 kl. 10:48
Leiðinlegt að þú skyldir tapa öllum þessum kveðjum, e-mail er nefnilega alltaf hægt að fá aftur, en ekki kveðjurnar, skil vel þetta svekkelsi.
Gott hjá þér að fara í leikhús, þú getur vonandi farið oftar, ég hreinlega elska leikhús, hef bæði starfað þar og verið áhorfandi ótal sinnum.
bestu kveðjur til þín
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.10.2007 kl. 10:55
Krumma heldurðu að ég geti fengið emailin aftur ? Hefurðu hugmynd um hvernig ?
Ragnheiður , 14.10.2007 kl. 11:03
Frábært að þú fórst í leikhús. Kominn tími til.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.10.2007 kl. 12:03
Ég veit ekki hvort það virkar hjá þér, en það var verið að tala um það inn á barnalandi hvað það væru margir sem hefðu týnt MSN eða Hotmail addressunum sínum.
Ein hafði samband við Hotmail erlendis og fékk gefið upp nýtt password sem hafði verið sett í staðinn fyrir það upprunalega, það var egg3bacon, síðan voru fleiri sem prufuðu að setja egg3bacon sem password, og það virkaði hjá ansi mörgum. Þetta virðist vera einhver sem er að hakka þetta upp. En prufið alla vega að setja egg3bacon sem password á hotmail og MSN og sjáið hvort það virki hjá ykkur.
barnalandskona (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 21:02
Hey snilld prufa það....
Ragnheiður , 15.10.2007 kl. 21:15
Þú þarna Barnalandskona...þú ert æði !!! Þetta virkaði !!!! Nú fer ég í að afrita öll emailin sem ég fékk ........
Ragnheiður , 15.10.2007 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.