Sko

mér finnst þessi pæling mín um að loka í sjálfu sér ekki góð. Aðalástæða þess að ég hef bloggað svona opinskátt um Hilmar og okkur hin sem stöndum sorgmædd eftir er til að sýna ykkur að hann var okkur svo mikilvægur. Hann var strákurinn okkar, alla tíð. Það er ekki hægt að setja skilyrðislaust samasem merki milli afbrotamanns og slæmrar manneskju. Hilmar var ekki slæmur maður, hann hinsvegar skildi ekki suma hluti. Það var samt ekki byggt á neinni vonsku né á einbeittum brotavilja eins og stundum er sagt. Hann var góðhjartaður, stundum einum of og lenti í vanda þess vegna. Hann fékk aldrei dóm fyrir líkamsmeiðingar, hann fékk dóma fyrir smáþjófnaði. Lengst sat hann inni vegna gríðarlegs fjölda af umferðarsektum, hann gat yfirleitt ekki greitt þær. Hann ók of hratt, hann ók próflaus, hann ók yfir á stöðvunarmerki. Hann lenti yfirleitt ekki í árekstrum enda afar góður ökumaður, það vantaði ekki. Hann hefði sómt sér vel í Narcar eða öðrum amerískum kappakstri. Hann bar ekki hönd yfir höfuð sér þó á hann væri ráðist, hann flúði bara. Nú er flóttanum lokið, allar skuldir við samfélagið greiddar.

Eftir situr hnípin mamma og bjástrar við lífið  í gegnum hvern dag. Mamma sem myndi skipta við konur sem þrá lífið en fá það ekki vegna veikinda. Samt veit ég að ég verð hér áfram, hversu lengi veit ég ekki. Það veit enginn. Mér óraði ekki fyrir því, aðfararnótt 16 nóvember 1985 ,að fallegi litli drengurinn sem ég hélt á myndi eiga svo erfiða æfi og að æfi hans myndi ljúka svo sviplega og hann bara 21 árs.

Hilmar minn var góður drengur. Við sem elskuðum hann vitum það allra best. Hann var lagður af stað í réttu áttina, það vitum við nú. Vonin var sterk. Mamma taldi í laumi niður dagana þar til afplánun yrði lokið að þessu sinni. Við vorum hálfnuð ...þá lauk biðinni og sorgin ein flutti inn í móðurhjartað.

Björn segir stundum að kúla í hausinn væri skárri en þessi líðan. Hann ætlar þó ekki að setja kúlu í kollinn á sér. Ungir menn orða hlutina svona við mömmu sína, ungir menn vita að mamma skilur.

Verið nú sérstaklega almennileg við spéhræddu konuna. Þó þið séuð ekki bloggvinir, vinsamlega skiljið eftir spor ykkar hér, í kommentunum (það er einfalt,smá reikningsdæmi bara) eða í gestabókinni. Það er vont að vera feimin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

, kveðja Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 12.10.2007 kl. 21:48

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

takk fyrir kæra Ragga að leyfa okkur að vera með og leyfa okkur að sjá ungan "afbrotamann" í því ljósi sem fjölskyldan þekkir. Við vitum jú að það er fullt af góðu fólki sem hefur lent inn í þessa hringiðu og finnur ekki leiðina út, sumir fara þá leið sem Himmi valdi, aðrir halda áfram og lenda svo inn í gin eiturlyfaófreskjunnar.

Ég kem hér mjög oft, skil ekki alltaf eftir komment, en stundum. Þakka þér fyrir að leyfa mér að vera þer samferða hérna um stund. Guð veri með þér og þínum  Ragga mín.

Kveðja af Skaganum.

Guðrún Jóhannesdóttir, 12.10.2007 kl. 21:53

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

p.s.   Guðni Már Henningsson skrifaði svo falleg vers um daginn á bloggið sitt, hann sagði að mér væri frjálst að copyera það og gera með það sem ég vildi, og nú vil ég leyfa þér að lesa og njóta, kannski ertu búin að því, nú þá það, ef ekki, þá er þetta ofurfallegt

Fyrir Guð og menn

Höf: Guðni Már Henningsson

Ég var flöktandi, sífellt spyrjandi
um sannleikans eina veg
fann þá leitandi, Guð minn huggandi
og leiðin varð dásamleg.

Sannleiksskapandi, gjafir gefandi
Guð á himnum allt sér
helgur guðsandi, friðar flytjandi
og fylgd heitir hann mér.

Ertu grátandi, bænir biðjandi
um bros og líknandi hlíf
komdu fagnandi að krossinum krjúpandi
og Kristur mun gefa þér líf.

Allt um lykjandi, ávallt elskandi
eilífur Guð hann er.
Kærleiksunnandi konungur ríkjandi
á krossinum dó hann þér.

komdu fagnandi að krossinum krjúpandi
og Kristur mun gefa þér líf.

komdu fagnandi að krossinum krjúpandi
og Kristur mun gefa þér líf.

Guðrún Jóhannesdóttir, 12.10.2007 kl. 21:56

4 Smámynd: Ragnheiður

Takk Guðrún mín og Guðni Henningsson, þetta er ótrúlega fallegt.

Ragnheiður , 12.10.2007 kl. 21:57

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 12.10.2007 kl. 22:01

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Rosalega er þetta fallegt 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 12.10.2007 kl. 22:04

7 identicon

Mér finnst bara gott að lesa "þig" þegar þú skrifar um Himmann þinn, þar sem að ég þekkti hann þegar hann var krakki. Endalaust af knúsi og kossum til ykkar

Bryndís R (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 22:05

8 identicon

Ragnheiður. Eg er ekki blobbvinur þinn en hefði ekkert a moti þvi, eg les alltaf þegar þu bloggar,eg daist að þer þu hefur oft gefið mer kraft til að dagurinn liði.Þakka þer fyrir að mega notfæra mer skrifinn þin svo mer liði betur.Kveðja Helga

Helga Valdimarsdottir (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 22:13

9 identicon

Hæ Ragga mín, les alltaf skrifin þín, það er bara þetta með kvittið sem vill oft klikka hjá mér    sorry.     Vonandi áttu góða nótt mín kæra.     Kveðja úr Mosó, disag.

Bryndís G (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 22:17

10 identicon

Æji,fyrirgefðu ég er búinn að vera læðast inná síðuna án þess að tjá mig.Ég veit ekki almennilega hvernig ég á að fara að því.Ég veit svona nokkurn veginn hvernig þér líður við þessar aðstæður.Gleymdi alveg að skila kveðju frá Lindu þegar ég kom til þín en geri það hér með.

Halli P (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 22:20

11 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Stórt knús til þín og góða nótt

Katrín Ósk Adamsdóttir, 12.10.2007 kl. 22:20

12 identicon

(((())))

Steinvör

Steinvör (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 22:23

13 Smámynd: Ragnheiður

Takk Halli minn, ég veit að þú þekkir því miður slík spor. Kveðja til Lindu

Knús á þig Dísa mín, Steinvör og Katrín...perlur.

Ragnheiður , 12.10.2007 kl. 22:25

14 Smámynd: Halla Rut

Sorgarferillinn er undarlegur. Það sér maður þegar maður lítur til baka. Fyrst  talar maður mikið og allir eru  einhvernvegin í kringum mann og maður hefur fullt að gera með öll þau mál sem þarf að sinna þegar dauðs fall ber að garði. Svo kemur nýr tími. Tíminn sem maður fer að hugsa, tíminn sem fólk fer að tala minna um þetta allt saman og tíminn sem allt í kringum þetta krefst ekki eins mikillar athygli eða vinnu. Þetta er erfiðasti tíminn. Það fannst mér. 

Það er ekki fyrr en eftir þessi ferli að maður getur farið að byggja sig upp aftur. Þú átt langt í land ennþá, en það kemur. Þótt það jafni sig aldrei alveg þá kemur með tímanum sátt við veruleikann. Óska þér alls hins besta.

Halla Rut , 12.10.2007 kl. 22:29

15 Smámynd: Eygló

Eygló , 12.10.2007 kl. 22:37

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Knús af Skaganum, elsku Ragga mín.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.10.2007 kl. 22:42

17 identicon

Dís (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 22:44

18 identicon

Gungan (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 22:44

19 Smámynd: Signý

Signý, 12.10.2007 kl. 22:50

20 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

SEm betur fer vitum við ekki hvernig framtíðin verður og það hef ég hugsað þegar ég hef átt í efriðleikum sem ó aldrei urðu eins og þínir en þó nokkrir. Elksu Ragga mín. Ég vildi að ég gæti tekið þessa sorg í burtu. 

Þú veist að þú hefur opnað augu margra. Afbrotamenn eiga nefnilega, mæður og systkini, feður og aðsandendur og það er fólk, venjulegt fólk. Þeir sjálfir eru fólk sem hefur farið út af sporinu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.10.2007 kl. 22:55

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 23:06

22 identicon

ég er hér oft á dag....ekki dugleg að kvitta en...eini bloggarinn sem ég veit um sem maður á von á fleiri en einni færslu á dag...stundum sit ég með bros á vör, stundum með kökk í hálsinum og stundum með tár í augunum....en núna er tími framundan sem ekki er ólíklegt að verði erfiður...afmælið og svo jólin...þetta getur verið algert hell....en þá er gott að eiga góða að og geta knúsað sína. Hef oft hugsað um hvað þú ert heppin með krakkana þína....þau leita til þín og það segir mest um hvernig mamma þú ert...þau vilja vera hjá þér og alltaf er best að leita til elsku mömmu þegar eitthvað bjátar á....farðu vel með þig ..... sofðu vel....bestu kveðjur frá AEY

Dísa og skæruliðarnir

Dísa (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 23:08

23 identicon

Skrifin þín hafa gert svo mikið fyrir mig. Takk fyrir að deila þessari ömurlegu lífsreynslu með mér (okkur). Það hefur á einhvern furðulegan hátt hjálpað mér í mínu sorgarferli.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 23:20

24 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nú grættirðu mig addna..

Jóna Á. Gísladóttir, 12.10.2007 kl. 23:26

25 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, strákarnir okkar nota stór orð, ég drep hann !! ég drep mig!! en það er ekkert á bak við orðin nema viljinn til að vera góður og gera gott. Þeim verður á og þeim er fyrirgefið. Sumt fer illa annað betur. Guð gefi þér styrk á komandi dögum kæra vina. Kærleikur og ást til þín Himma og bræðra hans og systra. Pabbi hans og Heiða eiga líka góða kveðju skilda.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 23:39

26 Smámynd: Hugarfluga

Úff ... hvað getur maður sagt. Ég er ekki bloggvinur þinn, en hugsa oft til þín og langar að láta þér líða betur. Finnst ég bara kjáni þegar ég les svona öflugar færslur.

Hugarfluga, 12.10.2007 kl. 23:39

27 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fallegt og þér líkt elsku vinkona.  Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2007 kl. 23:54

28 Smámynd: Ragnheiður

Æj fyrirgefðu Jóna mín

Takk Ásdís mín

Elsku fluga,hér getur enginn verið kjáni hér. Hér eru góðar manneskjur.

Ragnheiður , 12.10.2007 kl. 23:55

29 identicon

les bloggið þitt á hverjum degi mér finnst þú frábær penni,á sjálf 21 árs strák á Hrauninu,svo ég kannast við svo margt sem þú skrifar.

fangamamma (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 00:20

30 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Haltu áfram að vera sterk snúllína.
Knús og klemm til þín

Magnús Paul Korntop, 13.10.2007 kl. 00:27

31 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sko.... ég geri mér enga grein fyrir því hvað þú ert að ganga í gegnum. En ég veit bara að þú ert að kenna mér hellingu um lífið og manneskjuleg viðbrögð.
Þegar ég lendi næst í því að missa einhvern nákominn mér, þá verður það sem þú ert búin að kenna mér líklega það sem ég styð mig við umfram annað

Heiða B. Heiðars, 13.10.2007 kl. 01:13

32 Smámynd: Blómið

Blómið, 13.10.2007 kl. 02:13

33 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ragnheiður, þú ert sterk og þið þurfið að takast á við ótrúlega mikla sorg.   Ég veit ekki hvernig er að missa son, en ég heyri sársaukan  hjá þér.  Ég vona að sorgin vinni með ykkur rétt og leiði ykkur að þeim degi að ljós mun skína á ný.

Ásta María H Jensen, 13.10.2007 kl. 02:14

34 identicon

Ég kíki hér inn nánast á kveðjum degi... Sakna Himma rosalega mikið. Mér finnst svo gott að lesa það sem þú skifar og það hjálpar mér mikið. Haltu áfram að vera sterk. ég veit að Himmi vakir yfir ykkur og vendar...

Vinkona (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 03:11

35 identicon

Kíki oft við en er léleg að kvitta, en mun reyna að bæta úr því, mér finnst gott að lesa bloggið þitt, ég hef ekki misst barn en skil samt margt sem þú ert að segja. Hef líka kveikt á nokkrum kertum.

Guðrún (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 03:12

36 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Kíki alltaf inná síðu þína, kvitta ekki alltaf Fín síða og góðir pistlar. Innilega bjarta framtíð óska ég þér og þínum.

Eiríkur Harðarson, 13.10.2007 kl. 03:34

37 Smámynd: GústaSig

Elsku kellan mín. Ég finn svo mikið til með þér í þinni sorg! Þakka þér fyrir að leyfa mér að taka þátt í þínu sorgarferli þótt úr fjarlægð sé. Þekki hvorki þig né Himmann þinn en þú gefur mér ótrúlega mikið með skrifum þínum. Mér finnst þú svo töff og dugleg að vinna hlutina á þennan hátt og þú gefur okkur hinum svo mikið með skrifum þínum. Ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir þér duglega kona. Eg eins og margir aðrir les þig án þess að kvitta alltaf fyrir og gott hjá þér að minna okkur á.

Knúsi knús

GústaSig, 13.10.2007 kl. 06:58

38 identicon

Knús á þig Ragnheiður

Kíki daglega hér inn. Þú og þín fjölskylda eruð ótrúlega sterk.

Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur um ókomin ár.

AnnaS (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 07:03

39 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 13.10.2007 kl. 08:16

40 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Kæra Ragnheiður . Á einhvern undarlegan hátt finnst mér ég þekkja þig. Ég er ein af þeim sem les bloggið þitt og áttaði mig ekki á því að auðvitað skiptir það tig máli að maður láti vita af sér. Ég fór að gráta við að lesa skrif þín, þú ert einlæg og kjörkuð í skrifum þínum. Ég er viss um að margir átta sig betur á því, að það er ekki alltaf samasem merki á milli þess að vera fangi í afplánun og að vera slæmur. Þegar þú lýsir syni þínum ertu að lýsa frænda mínum sem dó fyrir ári síðan. Hann var hjartahlýr góður drengur sem gat ekki fótað sig í lífinu. Margir ungir drengir hafa hlotið dóm, og því miður hjálpar samfélagið ekki nóg við að leiðbeina þeim á betri braut. Skrif þín hafa gefið mér mikið og ef þú ætlar að loka þá langar mig að gerast bloggvinur, ef þú treystir þér til að lengja blogg vina listan?

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.10.2007 kl. 09:20

41 identicon

Gungan (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 09:29

42 identicon

Stína (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 10:04

43 identicon

Spéhræðsla hjá mér kannski líka, kíki svo oft hingað til að lesa þessa innilegu síðu þína. En hef ekki kommentað áður.... kvitta hér með fyrir komu mína hingað og takk fyrir að vera svona opinská og einlæg. Maður hugsar um lífið á allt annan hátt.

Birna (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 10:05

44 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.10.2007 kl. 10:15

45 identicon

Kæra Ragnheiður!  Ég er ein af þeim sem les bloggið þitt en hef ekki kommentað.  Þín lífsýn er svo falleg og einlæg. Ég fæ svo mikla jákvæða sýn og orku í mitt líf með því að lesa skrif þín.
Farnist þér ávallt sem best og haltu áfram að vera svona dugleg og flott.
Guð geymi þig, María

María Björk (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 10:44

46 Smámynd: .

Það er hreint ekki alltaf sem ég kvitta þótt ég komi inn á síðuna þína daglega, sem er hugsunarleysi af mér, það er að segja að kvitta ekki.  En ég dáist að þér, duglega kona og hugsa oft til þín og reyni stundum að knúsa þig í huganum, guð gefi þér gleðina aftur í hjartað þitt, kveðja að norðan.... Halla.

., 13.10.2007 kl. 11:09

47 identicon


Gulla (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 11:20

48 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Skrif þín hjálpa þeim sem líður illa.  Hlýjan og umhyggjan sem þú berð fyrir öllum er yndisleg.  Í mínum huga ertu búin að vera kennari minn til margra ára allt frá því að við unnum saman í denn og ég var bara unglingur og skildi ekki hversu mikið þú gætir kennt manni.  Mér finnst gott að ég hef komist aftur inn í líf þitt þó það sé aðeins í gegnum bloggið.  Minningarnar um strákana þína alla leika sér um bæinn hafa mikið komið upp í hugann á mér eftir að ég las um Himma þinn.  Minningin lifir.

knús og kram til ykkar allra

Bergdís Rósantsdóttir, 13.10.2007 kl. 11:23

49 Smámynd: kidda

Knús og klús fyrir daginn

kidda, 13.10.2007 kl. 11:46

50 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fallegt innlegg hjá þér Ragnheiður mín.  Þú hefur gefið fjölda manns svo mikið með blogginu þínu, hreinskilninni og upplifunum.  Þú ert hetja, og mér þykir innilega vænt um þig.  Og takk fyrir að leyfa okkur að kynnast Hilmari, þeim góða fallega dreng.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2007 kl. 12:00

51 identicon

Hjördis G (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 12:52

52 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Lít oft við hjá þér Rannveig og finn svo innilega mikið til með ykkur. Sjaldnast kvitta ég fyrir innlitið, kann ekki að útskýra það af hverju, en líklega er það einhver feimni. Ég er sjálf að yfirstíga sorg um þessar mundir en hún er af allt öðrum toga svo það er líklega skýringin

Marta B Helgadóttir, 13.10.2007 kl. 12:57

53 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Fyrirgefðu ég mismælti mig...... Ragnheiður. 

Marta B Helgadóttir, 13.10.2007 kl. 12:58

54 identicon

Sæl Ragnheiður. Ég kem hingað á hverjum degi því þú ert svo heil og falleg sál, mér finnst svo gott og afslappandi að lesa skrif þín, þú skrifar alltaf svo fallega um fanga og ert búin að opna augu fjölda manns.. um að þeir.. þessi líður, pakk og allt það.. er líka fólk, manneskjur,synir, synir okkar, þakka þér hjartanlega fyrir fallega kona og falleg sál, við værum rík ef allir væru eins og þú, Himmi þinn var heppinn með mömmu :) alveg eins og strákurinn minn er líka heppinn með sína mömmu :) alveg sama hvað börnin okkar gera þá elskum VIÐ ÞAU. Bestu kveðjur móðir fanga

móðir fanga á litla hrauni (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 13:24

55 identicon

Komdu sæl. Ég vildi kvitta fyrst þú baðst um það en ég þekki þig reyndar ekki perónulega. Þetta er gríðarlega átakanlegt en um leið fallegt blog og ég er viss um að það hjálpar mörgum aðstandendum. Eins og svo margir aðrir hér á landi hef ég misst nákominn vegna sjálfsvígs - það er hins vegar allt of lítið talað um þessi mál og því finnst fólki það oft vera eitt í heiminum með sína sorg og spurningar.

 Ég vona að þér og þínum gangi sem best í framtíðinni.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 15:46

56 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ragga mín, það er alltaf frábært að lesa bloggið þitt bæði nú og áður. ,,Ekki hætta litla stelpan mín þú gefur okkur svo mikið".
Þú hefur svo margt að lifa fyrir, og þegar fram líða stundir
hefur þú svo margt að berjast fyrir,
verkefnin eru endalaus.
          ljós og orkukveðjur.
                   Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.10.2007 kl. 16:00

57 identicon

Sael Ragnheidur. Eg er stelpa a svipudum aldri og hann Himmi. Hef lesid bloggid thitt a hverjum degi og svolitinn tima. Thad virkilega faer mig til ad hugsa! Eg verd ad thakka ther fyrir einlaeg, falleg og virkilega mannleg skrif og hrosa ther fyrir kjark!

Takk.

Megi Gud og gaefa fylgja ther ...

Audur (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 17:55

58 identicon

ein sem les en kvittar ekki.

Guðrún (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 17:58

59 Smámynd: Ólöf

Ég hef oft kíkt við hjá þér en er alls ekki nógu dugleg við að kvitta. Hef frekar skilið eftir ljós á kertasíðunni. Bestu kveðjur til þín.

Ólöf , 13.10.2007 kl. 18:01

60 identicon

Sæl Ragga. Ég hef 1x áður skilið eftir spor en læðupokast hér um á hverjum degi, þannig að þú mátt reykna við mér sem ein af tölunni um heimsóknir á dag.
Ég er ekki að forvitnast um líf annara eða hef gaman af að lesa sannar sorgarsögur íslendinga en mér finnst þú gefa mér mikið með skrifum þínum um sorgina. Ég er líka mjög náinn aðstandandi fórnalambs sjálfsvígs og ég veit hversu erfitt þetta er, þetta er rétt á mörkunum við að vera óbærilegt en við sem syrgjum leitum að huggun hjá öðrum aðstandendum, til þeirra sem geta sett sig í okkar spor og skilja hvað við þurfum, viljum og hvernig okkur líður.

En ég er því miður ekki nógu dugleg við að skilja eftir spor því yfirleitt er ég á mikilli hraðferð.
Ég get ekki verið bloggvinur því ég er ekki á moggabloggi... en  knús til þín og þinna

Díana (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 18:33

61 identicon

Er hér enn að fylgjast medð þér kæra nafna

Ragnheiður (ókunnug) (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 18:54

62 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ gullið mitt. Vona a dagurinn í dag hafi verið þolanlegur.  Knús til ykkar og ljós til Himma.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.10.2007 kl. 20:27

63 Smámynd: kidda

Bara að láta vita að ég er búin aða kíkja nokkrum sinnum í dag að tékka á hvort þú ert búin að skrifa eitthvað nýtt.

Knús og klús

kidda, 13.10.2007 kl. 20:51

64 identicon

Dáist að kjark þínum að þora að tala opinskátt um jafnmikið tabú og sjálfsmorð eru.  Þú á heiður kilinn fyrir það og fyrir að vekja athygli á aðstöðu fanga í samfélaginu.

 *knús*

Guðný (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 21:37

65 identicon

Dagný D. (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 21:44

66 identicon

Þetta gengur ekki frúin úr Firðinum var svo upptekin í gær að hún gat ekki kveikt á Himmaljósi ætla að kveikja á tveim ljósum í kvöld, eitt fyrir Himma og eitt fyrir mömmuna góðu :o) 

 Knús úr Firðinum  

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 21:58

67 Smámynd: Dísa Dóra

Kíki alltaf hingað inn reglulega en þetta er í fyrsta skipti sem ég kvitta fyrir komuna.  Takk fyrir góð skrif.

Dísa Dóra, 13.10.2007 kl. 22:25

68 identicon

GunnaG (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 22:26

69 Smámynd: Salka

Guð veri með þér Ragnheiður mín

Salka, 13.10.2007 kl. 22:52

70 identicon

Sæl Ragnheiður, ég lít hér inn á hverjum degi, hef sjaldan kvittað en geri það nú. Finnst þú ótrúlega dugleg að geta deilt þinni sáru reynslu með okkur. Ég er viss um að þetta hefur hjálpað mörgum. Sjálf er ég svo heppin að engir erfiðleikar hafa bankað upp á í mínu lífi enn sem komið er. Gangi þér vel.

Theodóra (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 23:02

71 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk fyrir skrifin þín! Ég hef oft kíkt hér inn og lesið en aldrei kvittað fyrr en nú! Gangi þér vel og Guð veri með þér og fjölskyldunni þinni !

Sunna Dóra Möller, 14.10.2007 kl. 15:18

72 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Mjög góður pistill. Ég sá hann áðan inni á "heitum umræðum" heitir það ekki annars það? Sendi þér hlýjar kveðjur og þakklæti fyrir æðruleysi og umönnunina.

Edda Agnarsdóttir, 14.10.2007 kl. 20:14

73 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Skrifin þín og hugleiðingar alltaf jafn mannbætandi. Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 14.10.2007 kl. 20:58

74 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

,,Hve sárt er að sjá sína fegurstu þrá,
falla sem laufblað af grein"

....Þessar ljóðlínur komu í huga minn þegar ég las bloggið þitt og vissulega fylgdu tár.  Takk fyrir að deila þessu ...  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.10.2007 kl. 21:25

75 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Lít hér við einstaka sinnum. Finnst skrifin þín einstök.  Takk fyrir að deila hugsunum þínum, lífsreynslu og æðruleysi með okkur hinum á þennan einlæga hátt. Í mínum huga ertu alveg ótrúlega dugleg. Þú átt virðingu mína og aðdáun

Kærleiks kveðja

Guðrún Þorleifs, 15.10.2007 kl. 06:41

76 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Megi Guð vera með þér og varðveita Ragnheiður.

  

Hallgrímur Guðmundsson, 15.10.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband