Fimmtudagur, 11. október 2007
Hvert skref
er farið en hægt er það. Það er ekki við öðru að búast. Ég er annars á leið í háttinn og hef átt bærilegt kvöld. Fékk notalegt email frá ungri konu sem þekkir sporin mín, það er ótrúlega gott að vita af öðrum sem skilja og þekkja kvölina.
Ég hefði verið lánsöm ef dagurinn í dag hefði verið eins og til var ætlast. Að þessi fallegi og góði strákur hefði komið hér með breiða brosið sitt, knúsað mömmu eins og hann gerði alltaf og fengið pönnsur og makkarónugraut. Það var hans uppáhald. Heiður man það líka vel.
Ég ætla að reyna að sofa núna, það gekk ekki vel síðustu nótt.
Fallegi og góði Himmi minn
Góða nótt og verið þið dugleg með ljósasíðurnar, það veitir svo mikla gleði og styrk.
Athugasemdir
Ohhh makkarónugrautur er alveg það besta í geimi!
Góða nótt, sofðu fallega.
Signý, 11.10.2007 kl. 00:37
Sefur vonandi vel í nótt mín kæra
Knús og klús fyrir nóttina
kidda, 11.10.2007 kl. 01:49
Guð blessi þig og alla þínaFríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.10.2007 kl. 01:55
Já makkarónugrautur þegar það var í matinn þá fékk ég gott knús að hætti Himma og þegar var bakaðar pönsur þá var ekki farið út fyrr en var búið að sytja lengi við borðið og drukkin ísköld mjólk með hann var svo einlæur og yndislegur...eins og þú skrifaðir á síðuna mína hann var blíðatur og bestur elsku strákurinn okkar.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 11.10.2007 kl. 08:05
Knús inn í daginn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2007 kl. 08:12
Hugsa oft til þín og bið fyrir þér og þínum.
Hugarfluga, 11.10.2007 kl. 10:04
Elsku litla stelpan mín, þetta sagði pabbi alltaf við mig
og þess vegna segi ég þetta við þig ástundum.
Þú gætir nefnilega alveg verið ein af stelpunum mínum.
Veistu að honum pabba mínum fannst pönnukökur afar góðar,
svo ég baka þær stundum og þá finn ég sterklega fyrir nærveru
hans, býð ég honum þá bara í kaffi með okkur, því ég er nú svo
skrúfuð að ég tala bara við hann eins og áður.
Hann var besti vinur sem ég hef eignast um ævina.
Ljós og orkukveðjur til þín Ragga mín.
Hann er svo flottur á þessari mynd, ég hef sagt það áður
hann talar við mann með augunum hann Himmi þinn.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.10.2007 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.