Litlar vörður á langri leið

Mér tókst bölvanlega að sofa í nótt. Það truflaði mig allt sem hugsast gat,veðrið úti ,hvuttarnir og tilraun til martraðar.

Ég var líka nokkuð búin að kvíða fyrir deginum í dag. Í dag er dagurinn sem hann átti að koma skoppandi með sólskinsbrosið sitt til mömmu, laus við dóminn sinn. Hann er auðvitað laus við dóminn en það er óvíst að mamma sjái hann koma vappandi,hífandi upp um sig buxurnar í skrefinu. Hann mundi ekkert hvar hann hafði síðast séð beltið sitt og þær áttu til að leka niður um hann buxurnar. Bara sætasta krúttið...

Mér tókst aðeins að laga til í gær, hef verið hálflömuð í heimilisdeildinni undanfarið. Ég hef þjáðst af rolugangi sem veldur því að mér tekst ekki að byrja á neinu af viti. Það er alveg borin von að karlarnir mínir sjái nokkuð draslið og ég nenni ekki á láta það ergja mig. Mínir karlar eru bara svoleiðis...og þegar það fer í mig þá er oftast um að kenna að ég sjálf nenni ekki í verkin.

Í öllu þessu heilaleysi undanfarið tókst mér að verða mér til skammar, ég gleymdi að minna Steinar á afmæli afaprinsessunnar og ég fékk einhverskonar furðuaugnaráð frá honum í gærkvöldi. Fyrirgefðu Steinunn mín...heilinn er bara bilaður.

Okkur systrum var boðið í stórafmæli um helgina, eini verkurinn er að það er langt í burtu. Málið er enn í rannsókn. Við eigum mikið uppáhaldsfrændfólk á vestfjörðum og þangað væri þá förinni heitið. Litla afaskvísan ætlar líka að halda upp á fimm árin sín um helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

"Óvíst að mamma sjái hann koma vappandi".... hvað getur maður sagt ?  Þetta er sorglegt og sárt.  Faðm frá mér. 

Anna Einarsdóttir, 10.10.2007 kl. 09:14

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þetta er erfið stund hjá þér Ragnheiður mín. Sorgin er alltaf að banka upp á. Hún á eftir að gera það áfram. Leyfðu þér að syrgja. Þessi rolugangur sem þú talar um er ofur eðlilegur. Þú hefur enga orku, þú ert búin að ganga á "vararafhlöðunum" lengi. Vertu góð við þig, ætlaðu þér ekki of mikið. Betri líðan kemur ofur hægt dag frá degi. Ljósið yfirgefur mann aldrei, það koma bara stundir þar sem eitthvað skyggir á það. Guð gefi þér góðan dag og styrki íg til að takast á við verkefni dagsins. Faðmlag frá mér.

Sigurlaug B. Gröndal, 10.10.2007 kl. 09:45

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mikið fyndist mér sniðugt hjá ykkur að bregða ykkur vestur, skipta aðeins um umhverfi, sérstaklega í ljósi þessa "rolugangs" (sem þú kallar svo!) sem hrjáir þig. Endilega drífðu í vesturför!

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.10.2007 kl. 10:08

4 identicon

Ég og húsbandið fórum í utanlandsferð með stórum hópi af fólki aðeins 4 mánuðum eftir að Haukur dó. Það var alveg ómetanlegur léttir að komast aðeins frá aðstæðunum og út úr umhverfinu. Hreinlega létti það á okkur. Hvet þig til vesturfarar. En svona birtist sorgin líka hjá mér. Það er nánast allt í umhverfinu sem minnir á þann sem fór á undan okkur. En við fáum að hitta strákana okkar hressa og glaða aftur þegar okkar stund kemur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 10:18

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo dúllulegt og sorglegt í senn, elsku Ragga.  Takk fyrir frábæran pistil

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.10.2007 kl. 10:34

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Yndisleg færsla en samt svo sorgleg. Mér finnst að þú ættir að skella þér vestur, um að gera að breyta aðeins um umhverfi.

Hallgrímur Guðmundsson, 10.10.2007 kl. 10:37

7 Smámynd: kidda

Vildi að ég gæti gert eitthvað til að létta á þér mín kæra

Alveg sammála því að þú hefðir gott af því að skella þér vestur, held þú hefðir bara gott af því og kannski gaman líka

Risaknús og risaklús fyrir daginn  

kidda, 10.10.2007 kl. 11:48

8 identicon

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 12:10

9 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.10.2007 kl. 12:14

10 Smámynd: Benna

Knús á þig mín kæra

Benna, 10.10.2007 kl. 12:38

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 10.10.2007 kl. 13:16

12 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já þetta er sárt. Knús.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.10.2007 kl. 14:11

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu að fara aðeins út fyrir ramman og gera eitthvað allt annað, er bara gott fyrir þig Ragnheiður mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2007 kl. 18:27

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, þetta hefði verið gleðidagur hjá ykkur, góðar minningar um Himma þinn eiga eftir að gleðja þig eins lengi og þú lifir.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.10.2007 kl. 21:06

15 Smámynd: Ragnheiður

Já Ásdís mín,það er satt og af nógu að taka

Ragnheiður , 10.10.2007 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband