Þriðjudagur, 9. október 2007
Það er komin nótt
og ég er að hugsa um að fara að sofa. Horfi smástund á fallega Himmaandlitið sem er á náttborðinu mínu...sendi honum alla mína ást og fallegu hugsanir og vona að hann skynji það til Himnaríkis. Mér líður þá allaveganna betur þegar ég hef eytt stundinni okkar saman. Ég hef líka beðið fyrir þeim sem mér finnst þurfa, bæði í gegnum ljósasíðunar og líka á okkar Himmastund.
Ég sakna hans svo, það eru einungis 2 dagar þar til hann átti að koma heim aftur... Ég set í þessa færslu mynd eins og þessa sem er á náttborðinu mínu. Munið Himmaljósin og vonandi hafið þið það sem best elskurnar.
Klús og góða nótt
Athugasemdir
Guðsblessun og góða nóttFríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.10.2007 kl. 01:16
Ég var með mynd af Hauki mínum á náttborðinu fyrstu vikurnar eftir að hann dó en svo ákvað ég að hafa engar mannamyndir inn í hjónaherbergi og þá fór ég að sofa betur. Af hverju þetta virkaði svona veit ég ekki en það gerði það. Manna myndir eru í stofunni og holinu núna.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 07:45
Eins og þú sagðir í komment hjá mér var hann blíðastur og bestur elsku Himminn okkar.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.10.2007 kl. 08:06
Elsku Ragnheiður mín. Hann veit af þér. Vonandi hefurðu sofið vel. Knús
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2007 kl. 10:11
Knús og klús fyrir daginn
kidda, 9.10.2007 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.