Miðvikudagur, 3. október 2007
Vaknaði
í morgun og las um strok að austan. Mér brá svolítið, eitthvað viðkvæm fyrir Litla Hrauni og fór beinustu leið að sofa aftur. Sá síðasti sem strauk þaðan (eða kláraði ekki tímann sinn inni ) var Himmi minn. Hann strauk að vísu öðruvísi og strauk eiginlega líka frá mér þessi elska. Ég hjó eftir því að þessir voru álitnir svo meinlausir að nöfn þeirra voru ekki birt. Kíkti aðeins inn á Barnaland og þar stóð í einni fyrirsögn stórum stöfum : fangarnir stálu bílnum okkar ! Aha hugsaði ég. Þá þýðir víst ekki að leita að þeim í kringum húsið fyrir austan ! Þeir eru komnir undir mannahendur á ný og mér er óhætt að fara á fætur.
Annars var nokkuð gaman í gærkvöldi, ég lenti á skemmtilegasta spjalli við bloggvin minn og steingleymdi mér alveg. Hann sendi mér líka nokkur lög sem hann syngur sjálfur og ég hlustaði á þau. Takk fyrir skemmtunina
Sbr síðustu færslu og komment við hana þá er nokkuð ljóst að ég var alein í myrkrinu með að Björn væri að reykja. Ég er enn að reyna að ákveða hvort ég eigi að vera í dramatískri fýlu eða hlæja að þessum krökkum mínum sem stóðu svona snilldarlega saman við að þegja um þetta afbrot Bjarnarins. Mér líður eiginlega eins og asna. En ég veit hinsvegar að það er ekkert varið í að vera sá sem kjaftar og hvað þá kjaftar einhverju um þennan yngsta son sem býr heima hjá móður sinni.
Munið ljósin fyrir þær yndislegu mannverur Þuríði Örnu og Gíslínu. Fyrirbænaljós. Svo eru það ljósin hans Himma, ljós réttrar leiðar og huggunar fyrir okkur hin.
Athugasemdir
Stundum er maður algjörlega blindur á börnin sín, mín kæra. Knús
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 13:29
Þegar ég byrjaði að reykja og mamma komst að því fór hún náttl. að skammast og rausa, hundleiðinleg að mínu mati, ég töffarinn tróð upp í mig tveim, kveikti í báðum tók djúpan og blés á hana og labbaði svo út, algjör töffari eða þannig, var 18 ára
Ásdís Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 13:40
Ætlaði líka að segja að mín fyrsta hugsun var Himmi þegar ég sá fréttina af föngunum og veistu, ég hugsaði líka, æ hvað það hefur verið hressandi fyrir þá elskurnar að komast aðeins í bæinn
Ásdís Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 13:41
Takk worry, sendi til baka
Ragnheiður , 3.10.2007 kl. 13:47
Knús
Bjarndís Helena Mitchell, 3.10.2007 kl. 15:08
Ég segi hlægja ;) Það er engin stemning í dramatískri fýlu
Svo var þetta líka allt saman alveg óvart...
Hjördís Edda (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.