Þriðjudagur, 2. október 2007
Ég á flotta bloggvini
Hafið þið tekið eftir einu ? Þegar mér verður á í innpikkinu þá lendir það yfirleitt alltaf í fyrirsögninni. Mér fannst þetta fyndið áðan, leit yfir færslulistann.
Stundum hef ég birt mynd sem minnir mig á ykkur. Ég fann enn eina sem sýnir hvernig ég sé ykkur. Ég fór nefnilega að spá í hvað fólk er frábært að setja ljósin fyrir Himma og okkur. Það er svo alveg magnað að líta inn á kertasíðuna hans. Innilegar þakkir fyrir það.
Svona eruð þið í mínum huga í dag
Búin að setja svo mörg ljós. Nú er ég óróleg. Jenný mín (www.jenfo.blog.is) er hjá lækninum og ég hef áhyggjur, verð því fegnust þegar hún kemur aftur inn. Sumt gæti ég alveg tekið að mér fyrir fólk, eins og til dæmis sprautu og stunguvesen. Mér er svo sama um stungur. Hef oft vorkennt Sollunni minni. Hún er eins og mamma var, leggur nánast á flótta ef hún sér nál. Það lá við að það þyrfti að mála píluskífu á rassinn á mömmu sálugu og reyna að hitta þegar hún flúði. Það sem henni var illa við þetta. Ég á eftir að athuga hvernig systir plummar sig í svona aðstæður, hef aldrei athugað það.
Athugasemdir
Já, hún er flott kertasíðan hans Himma. Ég reyni sjálf að láta aldrei slökkna á neinu kerti hjá mér þar nema vera búin að kveikja á nýju.
Knús til þín!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.10.2007 kl. 17:43
Knús til þín og kveiki á kerti fyrir Himma
Bryndís R (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 17:45
Komin heil og höldnu heim í heiðardalinn. Takk fyrir að hugsa til mín og fyrri kertið. Loveu. ´Það er á hreinu
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 18:27
Ég fer reglulega á kertasíðu Himma.
Öll þín skrif og pælingar er frábært að lesa. Þú ert frábær penni og frábær manneskja og hugleiðingar þínar eftir fráfall sonar þíns ætti að gefa út í bók. Þörf lesning fyrir fjölda fólks.
Kærleiksknús
Margrét St Hafsteinsdóttir, 2.10.2007 kl. 18:42
Takk Margrét mín
Steinunn: átakið er hafið. Ég fór sjálf með þeim þremur í dag til að vera viss um að ekkert væri svindlað.
Ragnheiður , 2.10.2007 kl. 19:24
Sæl Ragnheiður og takk fyrir afmæliskveðjuna. Ég samhryggist innilega vegna andláts sonar þíns. Sonur systur minnar lést fyrir ári síðan, hann var eins og eitt af mínum börnum, svo ég þekki þessa, nánast óbærilegu sorg. Smátt og smátt lærir maður að lifa með þessu, þú veist hvernig þetta er, maður fer hænuskref í sorgarferlinu vikurnar og mánuðina á eftir. Tvö skref áfram og eitt afturábak.
Megirðu öðlast styrk og æðruleysi í þessari sorg,
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.10.2007 kl. 19:32
Ég kann ekki að setja kerti á svona ljósasíður,viltu vera svo væn að segja mér til hvernig ég geri þetta í commentakerfinu á blogginu mínu,mér þætti vænt um það.
Magnús Paul Korntop, 2.10.2007 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.