Þið erum yndisleg

og ég þakka ykkur svo innilega fyrir. Ég les allar athugasemdir ykkar og þær eru að hjálpa mér að sjá fram fyrir mig. Ég er liðónýt á kvöldin, þegar ró er komin yfir og hugurinn reikar. Auðvitað á ég að hugsa um krakkana mína og elskuleg ömmubörnin. Stundum sér maður bara ekki út úr augunum. Takk fyrir að umbera mig, líka þegar ég er ekki eins klár og ég ætti að vera. Að fóta sig í nýjum veruleika er ekki auðvelt en það mun takast.

Steinar minn er á heimleið og ég ætla að knúsa hann í hálfgerða klessu. Það sem ég er hamingjusöm með að eiga hann. Hann er langbestur af öllum .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kidda

Þú ert sjálf svo yndisleg

Gott að Steinar sé á heimleið, ef hann kvartar yfir því að vera knúsaður í klessu, segðu honum þá að þú sést að knúsa hann fyrir alla vini ykkar líka

kidda, 2.10.2007 kl. 11:28

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bestust mín, gangi þér vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2007 kl. 11:57

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gott að heyra, elskan mín. x milljón!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.10.2007 kl. 12:19

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er bara eðlilegt í sorgarvinnunni Ragga mín, að finnast maður ekki geta meira á ákveðnum tímapunkti. Ég held að það hafi ekkert með það að gera að kunna ekki að meta það sem maður á, heldur er fólk einfaldlega að niðurlotum komið.

Þú ert bara frábær og dugleg.  Knúsaðu kallinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 12:24

5 identicon

Elsku knús,þú ert bara svo innilega NORMAL, ef þér liði ekki svona upp og niður þá er eitthvað að ,svo mundu að þú ert svo NORMAL svona í líðan góða mín,þú ert bara frábær og hlý persóna,svo er altaf gott að fá kallinn sinn heim(baka pönnsur) og knúsa hann.Kv.Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 12:43

6 identicon

hehehehhe ,,, gleður mig að það er léttara yfir þér í dag og endilega knúsaðu Steinar í mjél, hann þarfnast þess örugglega frá þér og þú frá honum. Good luck honí

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 12:58

7 identicon

Vinir eru englar sem hjálpa okkur aftur á fætur

þegar vængirnir hafa gleymt hvernig á að fljúga

Ellen (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 13:15

8 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband