Þriðjudagur, 2. október 2007
Hvernig stendur á því ?
að maður fær öll möguleg áföll í einu ?! Þið vitið auðvitað þetta með hann elsku Himma minn, það rífur og tætir mann að innan að hugsa til þess að sjá hann ekki aftur. Þetta er svo glatað að missa hann.... það er enginn dagur enn þess virði að lifa honum og ef Guð myndi hlusta á mig og bænheyra þá væri ég komin á minn stað við hlið Hilmars...hann vill bara eitthvað láta mig gera meira greinilega.
Steinar er lasinn á spítala og fékk ekki að koma heim í nótt. Það er skelfilega vont mál, hann er kletturinn minn og nú eru hlutverkin öfug. Hann fær vonandi að koma heim á morgun.
Bílskrípið mitt er í klessu og það þýðir auðvitað tap á meðan...það vinnst þó upp, tekur smátíma.
Og ég er ein heima, Björn er ekki langt frá en hann er í vinnunni.
Ég er alveg að gefast upp á þessu öllu, þetta er löngu orðið allt of mikið...
Athugasemdir
Æ það er leiðinlegt að heyra að hlutirnir gangi ekki vel í augnablikinu en ég efast ekki um að þú komist í gegn um það duglega kona og ég vona að þú fáir Steinar þinn heim á morgunn og að hann hressist sem fyrst
Katrín Ósk Adamsdóttir, 2.10.2007 kl. 01:56
Vonandi lagast þetta allt saman,be strong my friend.Knús og klemm til þín.
Magnús Paul Korntop, 2.10.2007 kl. 02:54
ertu vakandi???? ef svo er hringdu þá í mig. Ég vil ekki hringja og vekja þig ef þú ert sofnuð. kv.solla
Solla, 2.10.2007 kl. 03:36
Æj við sendum ykkur eitt svona og vonandi kemur Steinar heim í dag. Kveðja úr Grindavík.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 2.10.2007 kl. 08:22
Elsku vinkona, nú á ég ekki orð. Hvert áfallið á fætur öðru bara. Ég sendi Steinari batakveðjur og vona að hann verði kominn heim áður en þú nærð að snúa þér við. Er hjá þér í huganum. Knús og klem
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 08:40
Knúúús til þín Ragga!
Hugsa mikið til þín.. og get ekki ímyndað mér hvernig þér, eða ykkur líður.
Vonandi að Steinar jafni sig sem fyrst, svo hann geti verið hjá þér skvís.. batakveðjur til hans ;)
kv. Kristín
Stína (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 09:09
Knús og batnaðarkveðjur til Steinars, vonandi kemur hann heim sem fyrst.
Bjarndís Helena Mitchell, 2.10.2007 kl. 09:35
Góðan daginn Ragnheiður mín. Ég óska þess að þú farir að eiga betri daga...
Anna Einarsdóttir, 2.10.2007 kl. 09:45
Góðan og gleðilegan dag,vonandi er allt í lagi með Steinar og hann komi heim í dag,sendi þér góða strauma dugmikla kona,megir þú eiga góðan dag,og fáir bóndan heim.Kv.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 10:11
Ææ, vona að þú hafir náð að sofa eitthvað. Vonandi kemur Steinar heim í dag. Hann hefur örugglega ekki alveg verið sáttur við að vera ekki heima hjá þér í nótt.
Knús og klús fyrir daginn
kidda, 2.10.2007 kl. 10:24
Vonandi er ekkert alvarlegt að Steinari, bið fyrir bata hans. Það er virkilega undarlegt hversu oft mörg áföll dynja yfir sama fólkið á stuttum tíma, kannast við það. Við bognum en brotnum ekki. Baráttukveðja
Guðrún (ókunnug) (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 10:30
Batakveðjur til Steinars. Knús til þín Ragnheiður mín
Huld S. Ringsted, 2.10.2007 kl. 10:32
Sæl Ragnheiður, vona að Steinar nái sér fljótt, en það sló mig með það að þú hafir ekkert til að lifa fyrir, Almáttugur Ragnheiður, ekki segja þetta . Þú hefur margt til að lifa fyrir þessa dagana, hin börnin þín. Þeim líður illa þegar þér líður svona illa.
Endilega reyndu að finna, þó það sé ekki nema til að byrja með 5 mín. bjartsýni. Auktu svo við bjartsýnina jafnt og þétt, eftir tvo daga 10 mín o.s.frv. Ljónynjan fór með góð orð sem Ásta Lovísa fór með undir það síðasta. Píndu þig til að finna bjartsýni, og ég vona sannarlega að það takist hjá þér. Baráttukveðjur til þín.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 10:52
Elsku Ragnheiður mín, leiðinlegt að heyra með Steina ég segi eins og hinir vona að þetta sé ekki alvarlegt, mundu að þú hefur svo margt að lifa fyrir þar á meðal börnin þín hin og fyrir sjálfa þig. Þú ert yndisleg manneskja sem gefur svo mikið veistu ég lít upp til þín því þú ert svo sterk og flott kona sem stendur á sínu.
Þykir rosalega vænt um þig elsku sæta kella mín...kv.Benna.
Benna, 2.10.2007 kl. 11:16
Þú átt litla sólargeisla sem verða að fá að hafa ömmu sína lengur - þannig að lífið hefur tilgang þó oft sé erfitt að koma auga á hann. Knús og góðar óskir til ykkar allra.
Ása (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 11:16
Sendi þér bara stórt knús og vona að allt gangi þér í haginn elsku Ragnheiður mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2007 kl. 11:56
Æ, elsku snúllan mín, vona að Steinari þínum batni skjótt. Hefði sent þér knús ef ég hefði ekki sofið í allt gærkvöld. Knús í tætlur, elsku stelpan.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.10.2007 kl. 12:18
Elsku Ragnheiður. Það er ekki gott að heyra þetta. En þú veist að þú hefur margt að lifa fyrir. Segðu það upphátt. Mörgum sinnum á dag. Gerðu það Ragnheiður mín. Þú veist líka að Himmi hefði ekki viljað að þú gæfist upp. Knús til þín elskan mín
Jóna Á. Gísladóttir, 2.10.2007 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.