Skógarþröstur

syngur ekki í roki og rigningu. Hann breiðir hinsvegar út bringuna og syngur með mikilli gleði þegar sólin skín. Þrösturinn er ekki settur á þunglyndislyf. Þrestir eru bara svona. Eins er með mannlífið. Við erum allaveganna. Við eigum að dást að margbreytileikanum og elska hann.

Ég er mikið búin að brosa að þessari mynd sem tekin er heima hjá mér, daginn eftir afmælið hans Hilmars í fyrra. Þá hittumst við öll og höfðum gaman, héldum upp á að hann væri 21 árs. Ekki vissum við þá að hann næði ekki að verða 22ja ára,blessaður.

Þetta er náttlega hálfbiluð familía en mikið var gaman þarna.

Ég sé hann...hann gengur léttur í spori út í bílinn sinn. Lítur til mín og veifar mér, leiftrandi bros. Örstuttu síðar hringir hann og segir að ég verði að sækja bílinn hans í portið. Hann sé kominn inn. Hann kom aldrei í raun út aftur. Mamma fékk lífstíðardóm en hann er hólpinn, elsku drengurinn minn.

Klús fyrir nóttina og munið Himma og Þuríðarljósin. Þau gleðja sífellt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 2.10.2007 kl. 00:01

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Syng fyrir þig eitt lag fyrir svefninn, þó það sé rok.

Þröstur Unnar, 2.10.2007 kl. 00:10

4 Smámynd: Ragnheiður

hehe takk Þröstur..

Ragnheiður , 2.10.2007 kl. 00:11

5 Smámynd: kidda

Flott mynd af ykkur

knús og klús fyrir nóttina

kidda, 2.10.2007 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband