Hálfgerð snúra annar hluti

Ég var að gá að einhverjum staðtölum um sjálfsvíg ungs fólks um daginn. Fann nú eitthvað af svoleiðis tölum en á eftir að vinna færslu um málið betur og hún kemur seinna. Ég eyði mun meiri tíma nú á netinu og við að pæla í ýmsu en ég gerði enda ekki treyst mér enn í nema eina vinnu,er sko í tveimur.

En að því sem ég ætlaði að skrifa um;

ég rakst á skýrslu rannsóknanefndar um umferðarslys. Ég las skýrsluna um árið 2005 og líka þetta svarta ár 2006. Þeir vinna þessar skýrslur vel og greina eftir því sem hægt er ástæðu viðkomandi slyss. Það sem sló mig svo illa við þennan lestur var hversu margir eru undir einhverskonar áhrifum. Það kemur við sögu vín,fíkniefni og svo lyf sem læknar gefa fólki, sumir eru lasnir og fá lyf sem talin eru þá jafnvel hafa átt sök í slysi sem orðið hefur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband