hmmm hálfgerð snúra ?

er í vinnunni og það er lítið að gerast. Eðalvagninn minn auðvitað í klessuverki og verður það vísast í amk 2 vikur. Mér skilst samt að ég sé heppin með það, það er víst allt til á framendann á honum. Rak augun í það í morgun að það hefur verið hringt í mig. Um miðja nótt !! Alveg gæti ég úrbeinað fólk sem er að hringja í mig um miðja nótt!! Það bjargar málinu að síminn minn er oftast hljóðlaus þegar ég á morgunvakt. Þegar ég var krakki þá var maður ekki hringjandi út og suður, það kostaði. Ég man ekki til þess að ég hafi notað heimasímann neitt. Maður labbaði bara og talaði við þá sem þurfti að tala við. Það var ekki flókið. Ég var nú líka svo ringlaður unglingur að ég er bara fegin að það var ekki hægt að senda sms né hringja í allar áttir. Sá sem hringdi í mig í nótt er á sjötugsaldri og er einn vinnufélaganna minna. Þau ykkar sem hafið lesið hér lengi munið kannski eftir gamalli nöldurfærslu um vinnuna mína, ég verandi hálfgerð mamma þeirra hérna og svoleiðis taut. Þetta er vísast angi af því sama nema ég tel nú líklegt að viðkomandi hafi verið að spá í mig og mína líðan í þessum aðstæðum að vera búin að missa strákangann minn. Það var svipað upp á teningnum í gær. Þá var einn fullur hér í vinnunni þegar ég mætti og hann var að myndast við einhverjar samúðarkveðjur. Ég (fantur og bulla) fleygði manninum á dyr. Sko ! Ég þoli ekki drukkið fólk og það VITA allir sem þekkja mig. Það er mun betra að láta mig í friði heldur en að bögglast fyrir mér á fylleríi. OJ !

Það er aldrei til glaðari manneskja en ég þegar ég frétti af vinum mínum eða kunningjum sem eru að hafa betur í baráttunni við Bakkus. Hann er svo óþolandi ferðafélagi að það er bara ekki fyndið. Hann bitnar nebblega ekki bara á þeim sem svolgra hann í sig, hann bitnar líka á fólki eins og mér sem hefur aldrei drukkið vín og vil ekki vera í kring um slíkt.

Enn höfum við Himmafólkið borið gæfu til að standa saman, þessu er alls ekki lokið enn. Lausir endar sem þarf að lesa sig eftir og binda. Drengurinn okkar átti allt gott skilið. Ég er ánægð með okkur fólkið hans, bæði þau suðurfrá og okkar fólk. Samstaðan er mikil og maður finnur að það þótti öllum svo vænt um þennan dreng okkar.

Knús á ykkur öll

Þið ykkar sem getið ekki kvittað Cool Þið getið sett ljós fyrir Himma og okkur á kertasíðuna hans. Síðan bíður upp á kveðju til okkar eða hans en hún bíður líka upp á nafnlaus kerti. Endilega setjið þið ljós fyrir hann Himma okkar.

Svo til fróðleiks

Stjúpmóðir Hilmars bloggar hér (www.snar.blog.is)

Móðursystir Hilmars bloggar hér (www.siggahilmars.blog.is )

Systir hans Hilmars er svo hér (www.sollan.blog.is)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er örugglega snúra, sem aðrir þurfa að hengja sig á, hehe.  Það getur gert mann vitlausan þegar (þ)tjáningaglaðar fyllibyttur ætla að opna sig fyrir manni.  Sem betur fer var ég ekki sollis fyllibytta, en ég þekki þær nokkrar.  Þú átt alla mína samúð og ég vona að þetta fólk beri gæfu til að verða edrú.

Takk fyrir pistil.  Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2007 kl. 09:25

2 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já þetta er voðalega þreytandi ástand ...svona yfirfært vandamál sem ég nenni ekki að taka að mér.

Ragnheiður , 30.9.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband