Fimmtudagur, 27. september 2007
Ég valdi það ekki sjálf
en fyrir mörgum árum ákvað ég að reyna að vera til friðs hérna í jarðlífinu. Það hefur ekki nærri alltaf tekist en ég hef þó reynt mitt besta við þær aðstæður sem ég hef verið komin í eða verið búin að koma mér í. Ég er ekki kona sem skiptir beint máli í þjóðfélaginu, ég er ekki pólitísk og mun ekki hafa nein áhrif á þinginu okkar. Ég er ekki baráttukona. Mér hafa áður verið fengin erfið verkefni en núna er það allra þyngsta verkið. Ég er búin að jarða eitt barnanna minna, slíkt verk er ekki auðunnið. Þessi drengur gekk með vindinn í fangið nánast alla æfina sína. Hann var með þessa greiningu, ofvirkur með athyglisbrest og misþroska. Hann var stundum auðvelt fórnarlamb sér harðari manna. Hann vildi öllum vel og það var auðvelt að fá hann í að sækja réttlæti fyrir þá sem hann elskaði. Það bitnaði síðar á honum sjálfum og okkur hinum. Hans manngerð var bara þannig, góðmennskan ein. Vistun í fangelsi var ekki það sem hentaði honum, hann varð stundum fórnarlamb í þeim aðstæðum. Hann var sjálfur svo meinlaus, hann klagaði ekki né lagði illt til neins.
Samkvæmt hans ósk var aleigunni hans hent. Því miður. Hann vildi ekki láta hafa fyrir sér. Við foreldrarnir hefðun geymt dótið hans, bæði með bílskúr. Honum hefur fundist það ónæði. Hann var löngu orðinn þreyttur. Við vorum líka löngu orðin þreytt og sáum kannski ekki merkin um erfiðleikana sem steðjuðu að. Við erum búin að sjá þá núna og erum öll sár og reið út í þetta, að ekki hafi verið hægt að hjálpa þessum dreng loksins þegar hann var sjálfur búinn að sjá hvert leið hans lá. Hann var ákveðinn í að snúa við blaðinu, kannski hefði það ekki tekist. Það munum við aldrei vita. Það er samt huggun í því að vita hvert hugur hans stefndi- það er blessun.
Við erum enn að fá misvísandi skilaboð um restina af dótinu hans. Það er frekar skrýtið mál en mér er eiginlega sama um þann hlut. Það fer í taugarnar á Hjalta hinsvegar. Ég held að hann sé að spá í að þessi hlutur hafi verið seldur og hann vill ekki að einhver sé að hagnast á dauða Hilmars. Ég held samt að þetta skipti ekki alveg neinu máli.
Þetta er orðin nógu neikvæð færsla í bili...nenni ekki meir.
Himmaljósin og Þuríðarljósin, þau eru bæði börn á sinn hátt. Hún er bara lítil telpa sem hefur reynt meira á stuttu æfinni sinni en eðlilegt getur talist. Hann reyndi líka meira á sinni stuttu æfi en eðlilegt getur talist. Sr. Bjarni sagði að það veldi enginn að deyja. Hilmar valdi það ekki, það varð bara samt svoleiðis.
Athugasemdir
Elsku Ragga, ég samhryggist þér innilega með hann Himma þinn. Fylgist með blogginu þínu, þú ert snilldarpenni.
Gríma (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 22:10
Elsku Ragga, þú veist ég stend með þér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.9.2007 kl. 22:23
Elsku Ragga. Þið eruð öll í mínum bænum Og alveg sérstakt knús til Hjalta og Anítu sem ég bið fyrir og kertaljósin lýsa upp allt hér hjá mér bara sérstaklega fyrir ykkur elsku krakkar mínir. Þið finnið ykkar innri styrk með hjálp Himma
Blómið, 27.9.2007 kl. 22:25
Það getur vel verið að þú sjáir ekki sjálfa þig sem baráttukonu.. en í mínum augum ertu ein sú mesta baráttukona sem ég veit um!
Heiða B. Heiðars, 27.9.2007 kl. 22:38
Mér finnst þú vanmeta þig stórlega í þessum pistli. Ég skynja þig sem baráttukonu með ríka réttlætiskennd og mikinn kærleik í hjartanu. Þú ert í mikilli sorg og finnur sterkt fyrir uppgjöf gagnvart máttarvöldum alheimsins. Taktu sjálfa þig í fangið og vertu góð og milg við sjálfa þig. Ekki dæma þig, þú gerðir eins og þú gast og lagðir þig alla fram. Þú ert góð kona og ég ætla að kaupa mannlíf og lesa um þig. Ef það er ekki að berjast að koma fram í Kompási og Mannlífi til að tala máli fanga, hvað er þá barátta??.
Guð blessi þig, látna drenginn þinn og allt þitt fólk. Þú ert mikil hetja. Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 22:40
Ég jáa gjörsamlega og algjörlega hana Heiðu B. Heiðarsdóttur hér að ofan - gæti ekki hafa skrifað það betur sjálf.
Knús...
Súsanna (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 23:40
Auðvitað skiptir þú máli í litla landinu okkar og bara með þessum skrifum þínum held ég að þú opnir mörgum dyr......og ó jú þú ert baráttukona.
Einar Bragi Bragason., 28.9.2007 kl. 00:05
Sammála Heiðu....þú ert baráttukona og ég veit að Himmi er stoltur af Mömmu sinni núna sem alltaf
Benna, 28.9.2007 kl. 00:08
Bjarndís Helena Mitchell, 28.9.2007 kl. 01:02
Ég er sammála Heiðu
Hér er á ferð mikil baráttukona sem hefur opnað umræðuna um réttindi fanga. Það eru ekki allir sem hafa kjark til að opna svona viðkvæma umræðu en það gerir þú og það í upphafi mikils sorgarferlis. Ég dáist að þér Ragnheiður
Ásgerður (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 06:43
hæhæ mamma ég var að byrja með mogga blogg. Viltu hafa mig sem vin?? Ég kann ekkert á þetta blogg, kem bara í kennslu hjá þér ef það er ok.
sollan.blog.is er slóðin
Solla, 28.9.2007 kl. 09:40
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 10:16
Knús og klús fyrir daginn
kidda, 28.9.2007 kl. 10:52
Þegar ég var 23-24 var ég að ganga í gegnum mikinn sársauka, tengdan hlutum sem ég varð fyrir þegar ég var barn. Ég man að ég hugsaði mikið um að taka mitt eigið líf, ekki af því að mig langaði að deyja heldur vegna þess að sársaukinn var svo mikill að ég gat ekki lifað með honum.
Datt þetta í hug þegar ég las færsluna þína og orðin um að það velji enginn að deyja. Ég held það sé alveg rétt sem þú skrifar.
Ljós&kærleikur...
SigrúnSveitó, 28.9.2007 kl. 11:06
Þú ert vissulega baráttukona, góða helgi til þín og þinna.
Heiða Þórðar, 28.9.2007 kl. 12:55
Ég get ekkert sagt en ég hugsa fallegea til þín og þinna.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.9.2007 kl. 13:46
Ragga mín hvað ertu annað en baráttukona ja ef þú gerir þér ekki grein fyrir því, þá er ég ásamt öllum öðrum að segja þér það.
Keypti Mannlíf áðan búin að kíkja í það á eftir að lesa það betur,
þú kemur vel út Ragga mín, en þegar ég fór að lesa þessa upprifjun, á því sem ég var búin að lesa áður þá kom það mér á óvart hvað
tengingin er sterk við þig og þína sorg, það er eins og maður þekkist.
Ég hef líka fylgst með Þuríði litlu hetjunni. Bið alltaf fyrir henni líka.
Sendi þér ljós og orku duglega stelpan mín.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.9.2007 kl. 13:46
Ef þú ert ekki baráttukona þá veit ég ekki hvað baráttukona gerir,er svo sannarlega sammála Heiðu og fleirum í því efni og hef ekkert við það að bæta,haltu áfram að berjast og þú vinnur að lokum,knús til þín frá mér og mínum.
Langar mikið að spjalla við þig á msn,þú ert á msn lista hjá mér.
Magnús Paul Korntop, 28.9.2007 kl. 15:25
Þú ert sönn baráttukona,mikið ertu dugleg. Ég þekkti margt af því sem þú skrifaðir um Himman þinn,,ég á 2 ovirka drengi með misþroska og athyglisbrest. Þeir eru þeir ljúfustu sem ég þekki.
Guð veri með ykkur fjölskyldunni
Bergþóra Guðmunds, 28.9.2007 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.