fleiri fréttir

þetta smá mjakast...en alltaf bætast ný verkefni við jafnóðum.

 

Ég komst að því að bíllinn hans hafði ekki verið seldur og fann hvar hann var. Leysti hann út úr Vöku áðan og vegna þess að það eru engir lyklar þá varð ég að láta Vöku koma með hann til mín. Samtals fór þetta í 34000 en samt slógu þeir helling af. Þá var næst að athuga veð og svoleiðis og setja bílinn á mitt nafn. Það gekk alveg og nú eigum við Gísli saman einn bíl hehe. Það var ekkert veð á bílnum en það hafði ekki verið klippt af honum. Líklega hefur númerunum verið stolið og þá þarf að panta ný og leggja þau svo inn þar til bíllinn verður nothæfur eða hvað það nú er sem við gerum við hann. Það var búið að brjótast inn í hann og stela öllu úr honum,mölva rúðu. Það er búið að rigna inn í hann í einhverjar vikur. Þetta verður skrautlegt æfintýri...örugglega alls ekki peninganna virði en það er sama. Við ætlum allaveganna að hafa þennan bíl í skúrnum og sjá svo til. Ef einhver sem les hér hefur hugmynd um lyklana eða telur sig geta komið þeim til okkar þá yrðum við þakklát. Það þarf þá ekki að kaupa alla sílindrana í læsingarnar og svissinn. Ef við finnum ekki númerin þá verðum við að fara í lögguna og tilkynna það. Lífið er víst ekki einfalt hjá okkur Himmafólki þessa dagana.

Munið Himmaljósin fallegu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Viðtalið í Mannlíf kemur vel út.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 15:45

2 identicon

Já ég þarf að verða mér úti um þetta blað. Kveiki á kerti á hverjum degi fyrir ykkur, hvort sem að er á netinu eða í stofunni heima hjá mér

Bryndís R (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 16:17

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 27.9.2007 kl. 16:28

4 identicon

Mamma, ég hel ég sé búin að finna lyklana ;) Er að vinna í þessu hringi í þig á eftir. Allt að gerast ..

Hjördís Edda (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 16:43

5 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Að sjálfsögðu máttu setja kertasíðuna hennar Þuríðar minnar þarna.  Gaman og fallegt þegar ókunnugir hugsa svona fallega til hennar og okkar, gefur manni mikið.
Knús til ykkar

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 27.9.2007 kl. 16:44

6 Smámynd: Benna

Æ það er nú gott að þið eruð smám saman að finna eigur hans aftur þó þær séu ekki verðmætar í aurum eru þær sannarlega fjársjóður tilfinningarlega....Náði að kveikja á kerti í morgun fyrir þig og Himma....

Benna, 27.9.2007 kl. 17:10

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Netið er búið að vera úti að leika sér af og til í allan dag,
vona að ég komi þessu áleiðis. Gott að þið séuð búin að fá
númerin og dótið hans Hilmars.
Mig langar að segja þér að í hvert skipti sem ég lít
á myndina af Hilmari hér á síðunni fer ég að brosa og mér líður vel,
ég veit að hann er að breiða kærleikanum yfir okkur öll.
        Ljós og orka fylgi þér Ragga mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.9.2007 kl. 19:53

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.9.2007 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband