Miðvikudagur, 26. september 2007
Alveg að takast
að finna aleiguna hans, eða sko umboðsmaður familíunnar, Hjördísin mín , duglega og klára. Hún hefur unnið í þessu og leyst það.
Það sem finnst er komið, það eru 2 innkaupapokar. Á reikning hans voru smáaurar, mér sýnist að við Gísli erfum 262.5 krónur á mann.
Svo sækjum við bílinn hans á morgun. Það kostar einhverja aura. Hann var kominn í Vöku.
Við höfum fengið ómetanlega aðstoð úr áttum sem við áttum þess ekki von í þessari leit að eigum hans. Fyrir það er ég þakklát.
Klúsiklús...nú er komin nóttin.
Ljósin hans fallegu og líka fyrir litlu Þuríði Örnu.
Smáviðbót.
Ég hef einn skrýtinn hæfileika sem ég hef ekki mikið talað um. Hann virkar þannig að krakkanir eru með einhverskonar beina línu í kollinn á mér. Oftar en ekki hef ég fengið þau á heilann og það hefur alltaf staðist að akkurat á þeim tíma þá var eitthvað að hjá þeim. Hilmar minn deyr aðfararnótt sunnudags. Laugardagskvöldið hjá mér, 18 ágúst, var slæmt. Ég var endalaust að hugsa um hann og ætlaði að hringja austur daginn eftir. Hann byrjaði ekki fyrr en svo seint að senda mér skilaboðin. Það voru hans hinstu boð til mömmu sinnar, hann var að kveðja mig. Einstæðingur, lokaður inni vegna þess að hann lærði ekki reglur samfélagsins. Drengurinn minn þó, fyrst og fremst. Það var hann og verður ávallt. Ég er búin að knúsa fötin hans...þau ætla ég að geyma vel. Elsku Hilmar, mamma elskar þig og mun ávallt gera. Mamma mun muna fallega brosið og hlýja glampann í augunum þínum. Mjúku knúsin þín og hvað það var gaman að hlæja með þér. Yndið mitt...
Athugasemdir
Frábært. Góða nótt og sofðu rótt, elskan. Fer nú beint í að kveikja á þremur kertum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.9.2007 kl. 00:35
Yndislegt að þið eruð að fá eigur Hilmars til ykkar. Þú ert greinilega mjög næm og tengist þínu fólki sterkt, Guð blessi þigFríða
Fríða (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 05:33
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.9.2007 kl. 05:35
Bryndís R (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 07:18
Blómið, 27.9.2007 kl. 08:46
Gott að þið séuð með fólk sem getur hjálpað ykkur í málunum hans Hilmars. Knús til ykkar allra
Bergdís Rósantsdóttir, 27.9.2007 kl. 09:43
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 09:58
Halldóra (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 10:57
Ólöf , 27.9.2007 kl. 11:19
Guðrún Jóhannesdóttir, 27.9.2007 kl. 11:57
Hef verið að lesa hér undanfarið og langar að senda þér innilegar samúðarkveðjur þó við þekkjumst ekki
Merlin, 27.9.2007 kl. 13:07
Elsku Ragnheiður min, það renna tár niður kinnar mínar við að lesa þetta. Já fyrst og fremst eru þeir drengirnir okkar þó þeim verði á, Guð blessi ykkur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.9.2007 kl. 13:15
Bjarndís Helena Mitchell, 27.9.2007 kl. 13:32
Stórt knús til þín og þinna
Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 27.9.2007 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.