Það er eiginlega meira fjör

í kommentakerfinu orðið en á síðunni sjálfri. Ég skrifa náttlega bara þegar mér finnst ég þurfa þess með en læt það vera á milli.

Hjalli fór í tannlæknir í gær, tekinn bilaður endajaxl og sett bráðabirgðafylling í aðra tönn sem var líklegast að kvelja hann. Hann bar sig vel eftir þetta og var svo sáttur við að vera laus við tannpínuna sem var að kvelja hann. Hann fór líka fyrir dómarann og ég held að í kringum afmælið mitt verði kveðinn upp dómur. Hann er alveg laus við efni núna og er fullviss sjálfur um að stóri bróðir í himnaríki sé að hjálpa honum við það, hann fær enn engin fráhvarfseinkenni eða neitt. Ég er búin að margsegja við hann að líta á þetta sem síðustu gjöfina frá Hilmari, tækifæri til að koma sér og sínum málum í lag. Hjalti er alveg öruggur með leiðina sem hann ætlar að fara....hann hefur aldrei verið áður svona viss. Hann eignaðist líka nokkuð merkilegt í þessu ferli, hann vill trúa núna á Guð og er viss um að Hilmar sé núna í þeim allrabestu höndum. Hann var meira að segja að spá í að koma með mér í messu. Messu hjá prestinum sem jarðsöng Himmann.

Með góðar tannlæknaábendingar, við höfum haft sama tannlækninn hérna og við viljum halda okkur við hann. Þetta bjargast allt.

Í upphafi ætlaði ég ekki að þurfa að loka á neinar IP tölur eða útiloka einhverja notendur. Ef málið sneri bara að mér einni þá hefði ég heldur ekki gert það. Hjalli á hinsvegar vont með að lesa sum komment sem komið hafa undanfarið og að vel athuguðu máli lokaði ég á eina IP tölu í gær. Þá vorum við búin að finna út hvaðan þetta er að koma og afhverju. Það mun ég láta liggja milli hluta. Hér eru tvær síður, önnur er svona baksíða, notuð til að geyma eldri færslur. Mér sveið eitthvað svo að lesa þær, fyrstu færslurnar eftir að Hilmar dó. Ég ákvað að fela þær svona fyrir sjálfri mér.

Við Hjalti erum búin að reyna að hætta við, hætta við þetta allt og hætta við að missa Himma. Það virkar auðvitað ekki.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég kveiki á kerti fyrir Hjalta.  Knús og klemm frá mér

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 13:14

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Vissi ekki að það væri hægt að loka á stakar IP tölur, en mér finnst gott að svo sé.  Gott hjá þér að velja þessa leið.  Ég hef reyndar ekki séð þessi komment en trúi þegar ég les það sem þú skrifar um þau.  Ég skil ekki fólk sem er með leiðindi og andstyggilegheit við aðra...sem betur fer...

Gangi ykkur allt í haginn og mér finnst yndislegt að Hjalli hafi viljann til að hleypa Guði inn hjá sér.  Því Guð vill, ef við leyfum honum

SigrúnSveitó, 26.9.2007 kl. 13:19

3 Smámynd: Didda

Það er langt síðan ég hef komið og kíkkað inn, langaði bara að segja  

Didda, 26.9.2007 kl. 14:09

4 identicon

Mér finnst gott hjá þér að loka á ljótar raddir hér inni. Skil ekki af hverju fólk þarf að vera með leiðindi alltaf hreint. Ef það hefur ekkert gott að segja þá á það bara að halda kj...

Mín skoðun allavega.

Hugsa til ykkar og kveiki á kerti fyrir Himmann ykkar

Bryndís R (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 14:33

5 identicon

Óska Hjalta góðs bata í sínu ferli. Bið Guð að blessa ykkur öllFríða

Fríða (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 15:51

6 identicon

Ótrúlegt hvað fólki getur dottið í hug að segja og að það geti trúað því að bara af því að það fékk hugmyndina þurfi það að láta orðin út úr sér.

Flott hjá þér að loka á þessa ákveðnu IP-tölu.

  Halltu áfram að vera sterk og fylgja hjarta þínu!

Bestu kveðjur af Skaga

Hjördís G (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 16:15

7 identicon

Ég var að gera klárt fyrir haustið hjá Hauki mínum og setti niður Erikur. Ein varð afgangs og ég rölti til Himma með hana. Knús til ykkar.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 16:16

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Flott hjá þér að loka á tölur, fólk sem á ekkert erindi á þessa síðu. Það er alveg ótrúlegt hvað fólki dettur í hug að skrifa, held að það gleymi að hugsa áður, hvað þá að setja sig í ykkar spor. Mikið líst mér vel á Hjalta núna! Þetta yrði án efa besta gjöfin sem hægt væri að gefa honum Hilmari. Er viss um að hann situr þarna einhvers staðar uppi og brosir hringinn yfir þessu. Undanfarið hef ég kveikt á einu kerti fyrir þig og aðra ástvini og svo öðru fyrir Hilmar. Nú ætla ég að bæta Hjalta við. Þrjú kerti á hverju kvöldi og fallegar hugsanir með. Knús til þín elsku stelpan mín, þú varst flott í Mannlífi, á eftir að lesa alla greinina og geri það í kvöld.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.9.2007 kl. 16:26

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín gott hjá þér að loka á I.P. tölur sem þér líkar ekki við.
Flott hjá Hjalta að taka þessar ákvarðanir.
Hjalti þér á eftir að ganga allt í haginn ég finn það í
hjartanu mínu. Þú ert bara flottur
Ragga mín ég á eftir að lesa Mannlíf mun gera það í kvöld.
              Kveiki alltaf á kerti fyrir ykkur.
              Orkukveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.9.2007 kl. 16:46

10 Smámynd: Ragnheiður

Er mannlíf komið út ?

fer í kerfi, kem seinna.

Ragnheiður , 26.9.2007 kl. 16:52

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er bara andstyggilegt að geta ekki setið á illkvittni sinni þegar svona stendur á.  Knús til þín Ragnheiður mín.  Og gott gengi með Hjalta.  Þegar straumhvörfin urðu á sínum tíma með minn strák, þá var einmitt eitthvað svona í gangi hjá honum.  Hann uppljómaðist allur.  það er góðs viti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2007 kl. 16:57

12 Smámynd: kidda

Gott að heyra þetta um Hjalla,  gangi honum sem allra best  Ertu í viðtali við Mannlíf? Held ég geri mér ferð og kaupi blaðið á eftir. Er alveg viss um að það er engin ástæða að fara í kerfi mín kæra

En gott hjá þér að útiloka iptölur hjá liði sem á ekkert erindi hingað inn. 

Knús og klús fyrir þig og Hjalla

kidda, 26.9.2007 kl. 17:04

13 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Hugur minn er hjá ykkur.  Gott að heyra að gangi vel með Hjalla.

Bergdís Rósantsdóttir, 26.9.2007 kl. 18:43

14 identicon

Klús á tannlæknahetjuna mína  og alla hina líka

Hjördís Edda (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 20:33

15 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið er gott að Hjalli ætlar að taka á sínum málum. Ég sendi honum mínar bestu kveðjur.

En mikið er leiðinlegt að einhver hefur verið að angra ykkur.

Mínar bestu kveðjur til þín og þinna.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.9.2007 kl. 20:59

16 Smámynd: Benna

Frábært að heyra að vel gangi hjá Hjalla og spennandi að heyra að þú sért í Mannlíf ég út núna að kaupa það...nei úpps það verður víst að bíða morguns þar sem mín er alveg auralaus og þarf að fara banka. Tel þig vera gera rétt með að útiloka þá sem ekki kunna að haga sér, sumir eru bara svo einir í sínum heimi.

Knús á þig sæta

Benna, 26.9.2007 kl. 21:19

17 Smámynd: Benna

En Ragnheiður ég held ég verði loks að viðurkenna fávísi mína en ég hef engann veginn getað fundið út hvernig ég kveiki á kerti

Benna, 26.9.2007 kl. 21:22

18 Smámynd: Benna

Úppps gleymdi ég væri rosalega ánægð ef einhver hérna eða þú sjálf gætir leiðbeint mér með það....

Benna, 26.9.2007 kl. 21:23

19 Smámynd: Ragnheiður

hehehe ..kertasíðan er hérna til hliðar. Þá finnurðu þar kerti sem ekki logar á. Smellir á það og svo ertu leidd í gegnum ferlið.

Ragnheiður , 26.9.2007 kl. 21:30

20 Smámynd: kidda

Fór út í sjoppu en það var bara gamalt blað frá 4.sept.

Knús og klús fyrir nóttina

kidda, 26.9.2007 kl. 22:08

21 Smámynd: Ragnheiður

já ég held að þetta komi á morgun...Gurrí er eitthvað að svindlast með blaðið degi á undan hehehe

Ragnheiður , 26.9.2007 kl. 22:15

22 identicon

Ég vil endilega nota tækifærið og hvetja Hjalla áfram á sömu braut. Ég er handviss um að Himmi situr yfir honum og hjálpar honum.

Engillinn á leiðinu er ofboðslega fallegur.

Súsanna (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 22:21

23 identicon

2 kverti voru tendruð í kvöld ... 1 fyrir hjalta og 1 fyrir hilmar

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 23:46

24 Smámynd: Einar Indriðason

Ég hef örlítið verið að fylgjast með hjá þér.  Ég óska ykkur alls hins besta, og að þið getið unnið úr þessu á sem bestan hátt.

Varðandi þessa illgjörnu og neikvæðu... þá er þetta sérstök tegund, við getum kallað þá "orkusugur" eða "skugga".  Þessi tegund virðist lifa á því að velta sér upp úr neikvæðni og leiðindum.  Ef þeir eru hundsaðir eða svarað með jákvæðni og brosi, þá er eins og þeir missi kraft.  Þeir hins vegar tvíeflast ef þeir skynja neikvæðni.  

Bara gott hjá þér að loka á svona rugludall(a).

Og, ég óska ykkur alls hins besta.  Farið vel með ykkur.

Einar Indriðason, 27.9.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband