Viðtekin venja er

þegar fólk fellur frá að þá séu ekki lagðar þyngri byrðar á nánustu aðstandendur en sá veruleiki að ástvinurinn sé fallinn frá. Fólk yfirleitt leggur þá ekki illt til hins látna enda þykir það lýsa lítilmótlegu innræti. Okkur í Himmafjölskyldu hafa borist ýmsar upplýsingar sem fólk okkur velviljað hefur safnað saman eftir birtingu á netinu. Sumt er þess eðlis að það hefur verið tekið úr birtingu á þeim vefsvæðum sem það hefur birst á en náðist samt afrit áður en svo fór. Margt af þessu hefur verið erfitt að lesa en hefur varpað miklu ljósi á það hverjar orsakir þess voru að okkar maður gafst upp.

Ég geri mér samt grein fyrir að í málum Himma og annarra manna í hans stöðu sitja eftir möguleg fórnarlömb verka hans. Við því getum við Hilmars fólk ekkert gert, því miður. Auðvitað leiðist okkur að svo hafi verið. Að fólk hafi ekki haft eigur sínar í friði..það er sorglegt mál. Að ætla svo að hefna sín á okkur fjölskyldu hans er svo auðvitað engin lausn fyrir neinn. Ábyrgðin er ekki okkar og hún var það aldrei.

Drjúg eru morgunverkin er sagt. Ekki fannst mér þó aðili ,sem hér skildi eftir komment, hafa haft neitt sérstakt að gera á fætur svona snemma. Ef eina erindi manns á fætur er að reyna að meiða og særa þá er jafngott að snúa sér á hina hliðina og reyna að sofna aðeins aftur.

Öðrum þakka ég fyrir góð komment og góðar óskir til Hilmars og okkar. Ég tók mynd af englinum á leiðinu hans í gær og mun reyna að koma mynd af honum inn. Þið sem þekktuð Himma og saknið hans, þið megið afrita þær myndir sem hér eru til eignar fyrir ykkur persónulega. Það er alveg í fullkomnu lagi af minni hálfu.

Munið svo ljósin hans fallegu og kvittið fyrir komunni. Í dag skiptir það aðeins meira máli en venjulega.

engillinn hans Himma

Hérna er mynd af englinum sem situr á leiðinu hans Hilmars. Hann er óttalegt krútt. Ég setti svo nýtt í tenglana. Það er linkur sem heitir Leiðið hans Hilmars, þar geta þeir séð sem vilja fara til hans hvar í garðinum hann er.

Svo minni ég aftur á kertasíðuna, bæði þessa sem hann á og er í tenglunum -svo megið þið endilega líta við á síðunni hennar Áslaugar (www.aslaugosk.blog.is ) og setja ljós fyrir litlu snúlluna hana Þuríði Örnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Linda Óladóttir

Ég hugsaði til þín þegar ég heyrði um manninn sem dó á litla hrauni á laugardaginn.  Vissi að þessar fréttir myndu slá þig illa.  Þú stendur þig vel, það er langt prósess að syrgja og hvað þá meira barnið manns, ég get ekki ímyndað mér hvernig það er.  Börnin okkar eiga ekki að fara á undan okkur, en svona er því miður lífið stundum. 
Láttu ekki fólk sem skilur eftir svona tilitslaus komment slá þig út af laginu.  Það eru svo margir í bloggheiminum og annarstaðar sem hugsa vel til þín, fylgjast með þér og finnst þú standa þig vel.

Knús á þig  

Guðný Linda Óladóttir, 25.9.2007 kl. 10:22

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ekki held ég að um geti verið að ræða hjartahlýja manneskju.. allavega einhvern sem ekki líður vel í hjartanu. Ég vona Ragnheiður mín að þú og þínir getið leitt hjá ykkur skilaboð frá slíku fólki.

Knús til þín fyrir daginn í dag

Jóna Á. Gísladóttir, 25.9.2007 kl. 10:23

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 25.9.2007 kl. 10:37

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 25.9.2007 kl. 10:38

5 identicon

Knús og klús fyrir daginn, mín kæra.

Kidda (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 11:03

6 Smámynd: Anna Gísladóttir

Anna Gísladóttir, 25.9.2007 kl. 11:11

7 identicon

Sæl Ragnheiður. Þú þekkir mig ekkert en ég hef verið að fylgjast með þér uppá síðkastið og mig langar til að segja þér að mér finnst þú vera svo hugrökk að geta skrifað um svo sára lífsreynslu þína hér á veraldarvefinn. Einnig vil ég minna á þá stórkostlegu hluti sem þú ert að gera, að opna augun á fólki sem sjá ekki að afbrotamenn og menn sem ganga á dimmum vegi eru líka fólk og á bakvið þá/þær eru aðstandendur sem elska þau og dá.

Ég missti bróðir minn á samahátt fyrir rúmum 2 árum og rúmu ári eftir þann atburð fæ ég og systur mínar tvær komment inná gestabækurnar okkar á bloggsíðunum... þau komment lýsa því hversu grimmt og hræðilegt fólk getur verið, ég verð aldrei söm eftir að hafa lesið þetta og ég mun aldrei gleyma verstu orðunum sem þar eru skrifuð, þau skildu eftir djúpt sár í hjarta mínu. Sú manneskja gat ekki einu sinni komið undir nafni en var með svo ljótar fullyrðingar að ég ætlaði mér að fara og kæra þá manneskju fyrir mannorðsmorð gegn látnum einstaklingi.
Bróðir minn var mikill alki og bakkus réð oftast för þegar hann tók sín reiðiköst og ofbeldi en hann var mjög góður maður með stórt og gott hjarta og besta knúsið. Hann gerði mörgum illt í drukkju sinni en hann snerti líka mjög mörg hjörtu með góðvild sinni og kærleik. En það er bara svo óskiljanlegt að fólk geti ráðist svona á aðstandendur sem eru í sárustu sorgum og stungið það í hjartað fyrir eitthvað sem ekki snerti okkur (aðstandendurnar)... eins og þú segir: ábyrgðin er ekki okkar og hún var það aldrei.

Ég fæ verk í hjartað þegar þú segir okkur frá einhverjum sem er svo tillitlaus og vitfirrtur að geta sent inn slæmt orð til ykkar sem eruð enn í svo mikilli sorg!!!  - það besta sem ég get sagt er að taka ekkert mark á þeim orðum því þú veist betur!! og það sem mestu skiptir er hvernig þú þekkir Himma þinn, mundu hann eins og hann var, ekki eins og einhver annar segir hann hafa verið.

Ég vil votta þér og ykkur öllum mína dýpstu samúð og ég mun halda áfram að kveikja á kerti fyrir ykkur

STÓRT og GOTT knús til ykkar

p.s fyrirgefðu rumuna hjá mér... þér er velkomið að taka þetta út ef þú vilt en mig langaði bara að deila þessu með þér

Díana (ókunnug) (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 11:14

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég skil ekki hvað fær fólk til að legga sérstaklega á sig til að meiða og særa.  Þú stendur þig vel eins og ávallt.  Knús og kosstar til þín

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2007 kl. 11:41

9 identicon

Guðrún (ókunnug) (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 13:20

10 identicon

Hjördís G (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 13:58

11 identicon

 Knús í daginn

Ásgerður (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 13:59

12 identicon

Gungan (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 14:12

13 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Það er rétt hjá þér að við getum aldrei borið ábyrgð á gjörðum annara og það er sama þó okkar nánustu leiðist út af veginum og fari í heim fíkniefna og afbrota. Við elskum þessa einstaklinga. Það er allavega þannig með mig að ég elska hann son minn af heilum hug, ég bara bið og vona að hann komist út úr fíklinum og nái að láta ljós sitt skína í edrúmennsku.

Þannig vill ég sjá hann en ekki verkin sem hann fremur í vímu.

Fylgdu hjarta þínu. Engin þekkir börnin okkar eins vel og við.

Kærleikskveðja.

Kristín Snorradóttir, 25.9.2007 kl. 14:59

14 Smámynd: Blómið

  Elsku Ragga leiddu hjá þér comment þessa veika fólks.   Þú er langt yfir þetta fólk hafin.

Blómið, 25.9.2007 kl. 15:04

15 identicon

Ef ég hefði eitthvað annað en hárið á hausnum, tæki ég ofan fyrir þér.  Láttu engan komast upp með að særa þig út af syninum þínum, þetta eru börnin manns ALLTAF, ekki bara þegar vel gengur.  Eins og hún Kristín segir.... fygldu hjarta þínu.

Halla Jökulsd. (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 15:13

16 identicon

Bið Guð um kærleiksríka blessun ykkur til handaFríða

Fríða (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 16:19

17 identicon

Knús til ykkar

Bryndís R (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 16:19

18 Smámynd: Benna

Knús á þig sæta

Benna, 25.9.2007 kl. 17:23

19 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 17:27

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Faðmlag fyrir kvöldið. 

Anna Einarsdóttir, 25.9.2007 kl. 17:34

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg ótrúlegt hvað sumt fólk á bágt.  Að geta ekki sýnt varúð og hluttekningu á svona sorgarstundum.  Ekki veit ég hvað fólki gengur til, en það á fyrst og fremst bágt, og þarf að vinna betur í sínum málum.

Knús til þín Ragnheiður mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2007 kl. 17:48

22 identicon

Stína (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 18:39

23 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Knús til ykkar

Bergdís Rósantsdóttir, 25.9.2007 kl. 18:44

24 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

elsku elsku kellin mín! Maður elskar ALLTAF börnin sín. Sama hvað þau gera. Vona svo sannarlega að þú getir leitt hjá þér særandi ummæli. Hvort sem þau beinast gegn þér og þínum eða öðrum í svipuðum sporum sem eru svo hræðilega erfið að ekki er hægt að gera sér í hugarlund allan þann sársauka.

Faðmlag til þín og ykkar allra

Hrönn Sigurðardóttir, 25.9.2007 kl. 20:11

25 identicon

Knús til ykkar.Fallegur engillinn sem er hjá Himma.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 20:28

26 identicon

Sendi þér stórt knús fyrir kvöldið og alla næstu daga

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 20:38

27 identicon

Ég sendi þér hlýjar hugsanir og vona að þú sofir rótt í nótt.

Sigrún(ókunnug) (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 21:28

28 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sendi þér risastórt knús fyrir kvöldið og nóttina, elsku Ragga mín. Fallegur engillinn á leiðinu hans Himma. Kveiki á kvöldkertunum núna. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.9.2007 kl. 21:37

29 identicon

Ragnheidur (ókunnug) (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 21:54

30 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Hann er flottur KV Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 25.9.2007 kl. 21:59

31 identicon

 

Bryndís (ókunnug) (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 22:50

32 Smámynd: kidda

Fallegur engill hjá Himma

Knús og klús fyrir nóttina

kidda, 25.9.2007 kl. 23:09

33 identicon

Mjög fallegur engillinn á leiðinu,mundu þú ert yndisleg persóna og hefur allan þinn tíma sem þú þarft til að syrgja í misjafnvægi sem skiljanlegt er ,sammála Ásthildi í hennar skrifum.Kv.Hrönn

Hrönn (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 23:17

34 identicon

kveðja

steinunn (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 23:22

35 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ég er búinn að eyða góðri kvöldstund að lesa bloggin þín aftur í tímann og verð að segja að ég dáist að æðruleysi þínu.

Ég öfunda engan að þurfa að ganga í gegnum svona.

ég hef sjáfur misst barn og þó að það hafi verið á öðrum aldri og af öðrum orsökum þá er margt svipað....litlir hlutir ýfa upp sár eða vekja upp gamlar minningar.

ég hætti að trúa á guð og menn í einhvern tíma þangað til ég áttaði mig að það bara hreinlega gekk ekki upp.

Það er eitthvað gott til,,,,hvað sem það er...

kveðja

Einar Bragi

Einar Bragi Bragason., 25.9.2007 kl. 23:33

36 identicon

Ása (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 23:37

37 identicon

Sigrún Pálsd. (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 00:43

38 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 26.9.2007 kl. 00:50

39 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 26.9.2007 kl. 08:14

40 identicon

Æ guð minn góður hvað fólk getur verið vont : ( Ég hef ekki skrifað hérna áður en hef kveikt á kertum fyrir ykkur og ég vona að þér fari að líða betur , átt það svo sannarlega skilið frábæra kona.

Kveðja Ella (ókunnug) 

Ella (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband