Með sorg

í hjarta í dag.

Það hafa borist tilkynningar í fjölmiðlum í dag um unga manninn sem fannst látinn í klefa sínum um helgina. Góðir vinir létu mig vita svo mér yrði ekki mikið um. Fyrir það er ég þakklát.

Fjölskyldu unga mannsins sendi ég mínar samúðarkveðjur. Megi Guð vera með ykkur öllum. Kveðjur sendi ég líka samföngum hans og fangavörðum fyrir austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Elsku besta Ragnheiður; duglega kona! Hlúðu að hjarta þínu fyrst og fremst, þú er jú mamma, kona, amma, systir, frænka og dóttir.

Kærleiksríkar kveðjur til þín og þinna.

Sendi einnig hugheilar samúðarkveðjur til aðstandenda hins látna.

Heiða Þórðar, 24.9.2007 kl. 10:49

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skelfilegt að enn ein manneskja hafi látist í klefa sínum. Sendi þér hlýjar kveðjur elsku Ragga og auðvitað sendi ég aðstandendum mannsins alla mína samúð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 10:56

3 Smámynd: Blómið

Blómið, 24.9.2007 kl. 11:24

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég sendi líka samúðarkveðjur til aðstandenda hans. Mjög sorglegt. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.9.2007 kl. 11:26

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er afar sorglegt, en sýnir að þarna vantar eitthvað upp á læknaþjónustu og sálfræðiaðstoð.  Vonandi verður þetta til þess að menn endurskoði aðstöðuna alla, og þarna verði aukin læknisþjónusta og sálgæsla.  Þó það komi fram að ekkert bendi til sjálfsvígs, þá vitum við að áhyggjur, einmanaleiki og óöryggi getur haft slæm áhrif á mann sem hefur verið lengi einangraður.  Það þarf því að sýna slíkum nærfærni og faglega  aðstoð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2007 kl. 11:34

6 Smámynd: GústaSig

Mjög, mjög sorglegt svo ekki sé meira sagt!

GústaSig, 24.9.2007 kl. 11:39

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég tek undir orð þín. Þessi hér.

Fjölskyldu unga mannsins sendi ég mínar samúðarkveðjur. Megi Guð vera með ykkur öllum. Kveðjur sendi ég líka samföngum hans og fangavörðum fyrir austan.

Ég veit að þetta ýfir sorg þína elsku Ragnhieður. Það þykir mér leitt líka.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.9.2007 kl. 11:58

8 Smámynd: kidda

Færslan hérna fyrir ofan lýsir þér svo vel mín kæra

Knús og klús fyrir daginn

kidda, 24.9.2007 kl. 11:59

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga duglega baráttustelpan mín,
ræktaðu sjálfan þig svo þú hafir krafta til að hjálpa og berjast fyrir aðra eins og ég veit að þér er ætlað í lífinu
bara af enn meiri krafti enn áður.
Svona góðhjörtuð og óeigingjörn stelpa eins og þú ert
hlýtur að hafa fengið úthlutað verðugt starf
í kærleikanum til  fólks.
Það er komið að því núna Ragga mín.
Sendi þér ljós og orku í bænum mínum.

Sendi fjölskyldu mannsins sem lést um helgina
samúðarkveðjur.
Guð blessi þau öll.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.9.2007 kl. 12:29

10 identicon

Mér varð strax hugsað til þín þegar ég heyrið fréttina í hádeginu. Fannst eins og verið væri að strá sterku salti í þín sár. Svo varð mér auðvitað hugað til fjölskyldu hans. Mér þykir mjög vænt um að þú ætlir að hitta sálfræðing og gerðu það sem fyrst. Varðandi eigur Hilmars þá eruð þið með góðan lögfræðing og það er frábært. Auðvitað ertuð þið sár og reið yfir þessu, hver væri það ekki. Bið Guð að blessa þig og takk fyrir fallegu orðin til okkar sem erum að senda þér línu. Kveðja Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 13:41

11 identicon

Sendi fjölskyldu unga mannsins sem lést í klefa sínum á Litla Hrauni mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guð veri með honum og fjölskyldu hans  Kærleikskveðjur Fríða.

Fríða (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 13:44

12 Smámynd: Benna

Þetta eru ömurlegar fréttir.....Ég sendi aðstandendum þessa manns mína dýpstu samúðarkveðjur....

 Og þú Ragga mín færð KNÚS fyrir að vera svona yndisleg eins og þú ert

Benna, 24.9.2007 kl. 14:29

13 identicon

Ásgerður (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 17:03

14 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 18:58

15 identicon

 samúðarkveðjur til þeirra er syrgja

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 19:48

16 identicon

samúðarkveðjur til allra þeirra sem eiga bágt

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 20:37

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég tek undir með Guðrúnu Emilíu... ég held að þér sé ætlað hlutverk hérna elsku vinkona. 

Innilegar samúðarkveðjur. 

Anna Einarsdóttir, 24.9.2007 kl. 21:36

18 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

 Hugur minn er með ykkur sem syrgja

Bergdís Rósantsdóttir, 24.9.2007 kl. 21:44

19 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mér varð hugsað til þín elsku Ragnheiður þegar ég las fréttina. Vissi hversu illa þetta kæmi við þig. Ég bið fyrir styrk til fjölskyldu hins látna.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.9.2007 kl. 21:56

20 Smámynd: Bergþóra Guðmunds

samúðarkveðjur til allra sem syrgja

Bergþóra Guðmunds, 24.9.2007 kl. 21:57

21 Smámynd: Hugarfluga

*Faðm* Þú stendur þig ótrúlega vel.

Hugarfluga, 24.9.2007 kl. 22:19

22 identicon

Knús og klús fyrir nóttina

Sefur vonandi vel í nótt mín kæra.

KIDDA (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 23:22

23 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég hugsaði til þín þegar ég las fréttina

Huld S. Ringsted, 25.9.2007 kl. 00:07

24 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 25.9.2007 kl. 01:23

25 identicon

Þetta var nú reyndar morðingi.

Heiða (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 07:06

26 identicon

Við skulum tala varlega! Hann á fjölskyldu sem syrgir væntanlega enn manninn sem var drepinn og nú væntanlega syrgja þau drenginn sem þau elskuðu!

Við elskum jú öll börnin okkar sama hvað þau gera rangt okkur bera skylda til að gera það!

 samúðarkveðja

Anna

Anna (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 09:08

27 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heiða var maðurinn morðingi? þá á fólkið hans auðvitað enga samúð skilið, eða er það

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2007 kl. 09:19

28 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guð hjálpi þér Heiða. Maðurinn varð fyrir því að  deyða mann.
Það var að sjálfsögðu mikil sorg í kringum það mál eins og öll önnur
slík, en erum við dómarar, höfum við leifi til að, hvenær gerist
eitthvað í okkar lífi sem við þurfum að líða fyrir.
Fyrirgefðu Heiða en ég fyllist sorg þegar fólk segir svona
að mínu mati vanhugsuð orð.
Og það inn á þessari síðu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.9.2007 kl. 10:11

29 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ragga mín hvar ertu kraftastelpa,
langar að heira  frá þér.
Eigðu samt góðan dag snúllan mín.
                  Sendi þér ljós og orku frá
                  Húsavík.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.9.2007 kl. 10:17

30 identicon

Guðrún, þessi maður varð "ekki fyrir því" að deyða mann. Hann myrti mann með köldu blóði. Fjölskylda hans hefur átt um sárt að binda um áraraðir geri ég ráð fyrir og á alla samúð mína vegna þess. Það er bara svolítið fyndið að lesa tvískinnung bloggara vegna þessa máls. Með fullri virðingu.

Tóti (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 11:13

31 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Tóti. Nákvæmlega það sem þú segir: fjölskylda hans hefur átt um sárt að binda... fjölskyldur bæði þess myrta og þess sem myrti hafa átt um sárt að binda um áraraðir.

Það er enginn tvískinnungur í gangi hér. Spurðu sjálfan þig í hvorum sporunum þú myndir vilja vera; ástvinur þess myrta eða þess sem myrti? Hvort tveggja er sárara en hægt er að lýsa með orðum.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.9.2007 kl. 12:31

32 identicon

hæ ég hef fylgst með blogginu þínu en aldrei kvittað.. ég þekkti til þessa manns og var hann að öllu jöfnu finn maður þrátt fyrir að hann hafði deytt mann fyrir um 10 árum að mig minnir. hann tók heldur ekki sitt líf sjálfur heldur sofnaði hann og vaknaði ekki aftur að sökum veikinda er haldið alveg ábyggilegt og fjölskylda hans á mjög sárt að binda og þessar leiðinlegu og "ljótu" færslur eiga ekki við núna sama hvað hann hefur gert af sér og sama hvað hann hefur gert í lífinu

vil ekki nota nafn (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 08:47

33 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Ég veit ekki hvað segja skal...þessi ungi maður sem fannst látinn í klefa sínum...hann byrjaði mjög ungur að sýna þá hegðun sem hann sýndi þegar hann tók líf manns fyrir um 10 árum..ég lenti illa í honum þegar ég var um 4 ára gömul...EN ÞRÁTT FYRIR ÞAÐ...    þá er ekki falleg að skíta yfir þá sem látnir eru..ég hef lært það að fyrirgefa með aldrinum og ég ber ekki hatur í brjósti til þessa manns.....mér finnst hræðilegt að það sé skrifað  "Þetta var nú reyndar morðingi"  eins og þessi Heiða gerir...

Þetta var samt sonur..bróðir..frændi..vinur..kannski faðir líka...það má ekki gleyma því að við erum öll mannleg..

Ragga mín þú ert svo yndisleg manneskja í alla staði og átt allt það besta skilið. til ykkar allra.

Fjölskyldu mannsins vil ég votta mína dýpstu samúð 

Ásta Björk Hermannsdóttir, 26.9.2007 kl. 11:54

34 identicon

Ég á nú við þann tvískinnung sem ríkir hér á blogginu, þegar einhver gerir eitthvað af sér, eða er talinn hafa gert eitthvað af sér, er hann allt að því réttdræpur og fólk á ekki orð til að lýsa hneykslan sinni á ætlaðri illmennsku viðkomandi að maður tali nú ekki um andköfin sem tekin eru yfir vægum dómum.  Þegar dæmdur morðingi deyr í fangaklefa er hann skyndilega allt að því tekinn í dýrlingatölu um leið. Þetta er tvískinnungur.

Toti (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 12:13

35 Smámynd: Ragnheiður

Ég skil hvað þú ert að segja Tóti. Málið er að akkurat á þessarri síðu hefur höfundur líklega ekki drullað yfir þennan mann né nokkurn annan í svipaðri stöðu. Ég er móðir fanga og af því hef ég lært umburðarlyndi sem fer að vísu stundum hroðalega fyrir brjóstið á fólkinu sem er með heykvíslarnar og kyndlana.

Þessi drengur sem ég minnist á var ekki dýrlingur frekar en sonur minn en ég finn til með fólkinu hans. Ég veit hvað þetta er sárt og búið að vera sárt lengi.

Ragnheiður , 26.9.2007 kl. 12:24

36 identicon

Hefur Guði ekki fundist dómurinn og vægur yfir morðingjanum sem murkaði lífið úr manni í Heiðmörk og þyngt hann?

ADOLF (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 12:26

37 Smámynd: Ragnheiður

Svo er nú það ADOLF...við vitum minnst um áætlanir Guðs.

Ragnheiður , 26.9.2007 kl. 12:35

38 identicon

Ég veit að þú hefur alltaf skrifað af yfirvegun og kurteisi um annað fólk, en það eru bara svo margir aðrir sem, eins og þú orðar það, hafa ruðst út á ritvöllinn vopnaðir heykvíslum og kyndlum um leið og einhver hefur virst misstíga sig. Og ekki veigrað sér við að nafngreina menn, jafnvel stundum ranglega. Manni hlýtur að blöskra!

Tóti (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 13:03

39 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég sendi innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu mannsins. Til þín Ragnheiður mín og fjölskyldu þinnr sendi ég kærleiksknús  

Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.9.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband