Sunnudagur, 23. september 2007
það er nú það
hvað færslan á að heita ?
Ég er á leið upp í rúm...ég er ferlega þreytt og heilmikið pirruð. Ég er að láta þetta með dótið hans setja mig alveg út af laginu. Við erum sammála um það,ég og pabbi hans, að þetta er með öllu ólíðandi að fá ekki dótið hans. Það verður farið í málið í vikunni og byrjað á að skoða reikninginn hans. Ég er heppin, er með fantagóðan lögfræðing ef á þarf að halda. Hann sér um öll mál á þessu heimili sem þurfa þess með.
Komst ekki til að kveðja Kela á Kringlukránni í dag. Hér voru gestir í allan dag. Það dreifir huganum.
Mér líður samt andstyggilega...reið...pirruð...og losna ekki við þessar leiðindahugsanir, ég vil helst bara fara á eftir Himma. Mér finnst ég ekki geta þetta. Ekki með nokkru móti. Mér gengur illa að sofa en þori ekki að fá lyf..hrædd um að éta þau þá öll í einu.
Það styttist í að ég verði að fara til sálfræðings eða í eitthvað þannig prógramm, áður en ég verð endanlega galin.
Ég er svooo þreytt...ferlega þreytt.
Góða nótt og muna ljósin hans
Athugasemdir
Maður verður ferlega þreytt í svona ferli... ég man bara hvað ég var alveg yfirnáttúrulega þreytt þegar að kærastinn minn dó.. maður vill bara sofa endalaust... þetta er bara eðlilegt ástand, sálfræðingur væri samt sniðugur kostur....
en sofðu fallega....
Signý, 23.9.2007 kl. 22:16
Mundu það að þú ert ótrúlega hugrökk að skrifa um líðan þína og tilfinningar við svona erfiðan missi. Ég ætla ekki að þykjast vera einhver sérfræðingur en margir sem hafa upplifað ástvinamissi tala um að það geri þeim gott að leita til sálfræðings eða stuðningshópa um sorg og ástvinamissi.
Guð gefi þér góða nótt
Björg K. Sigurðardóttir, 23.9.2007 kl. 22:24
Gud gefi thér góda nótt
Ragnheidur (ókunnug) (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 22:25
Ég þekki það ekki á eigin skinni , en mér skilst að sorgarferli fylgi óendanleg þreyta. Vertu nú dugleg við að hvíla þig góða Ragnheiður.
Sigrún(ókunnug) (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 22:31
Það er ekkert óeðlilegt við allar þær tilfinningar sem þú upplifir í þessu erfiða ferli. Þreytan, reiðin, vanmátturinn og hugsanirnar. Þetta er allt mjög eðlilegt við þessar kringumstæður.
Góða nótt
Megi englarnir vaka yfir þér og þínum
Ásgerður (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 22:34
Knús til þín elskan og ég sendi þér fallegar hugsanir
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 23:01
Elsku Ragnheiður ég þekki þig ekki neitt en finnst ég þó þekkja þig heilmikið vegna þinna skrifa tárast vegna sársauka þíns. Ég votta þér og fjölskyldu þinni samúð mína. P.S. Til gamans má geta að langa lang amma Hilmars og lang afi minn voru syskin annars vegar og í hinn legginn langa lang amma mín langa lang afi Hilmars voru syskin
Guð gefi þér góða nótt Ragnheiður mín.
Bryndís Hauksdóttir, 23.9.2007 kl. 23:04
Elsku kellingin mín það er ósköp eðlilegt að þú finnir til pirrings og reiði. Það er ólíðandi að þið fáið ekki dótið hans.
Ekki láta svona leiðindahugsanir ná tökum á þér Reyndu að hugsa um allt það góða sem er í kring um þig
Risaknús og risaklús fyrir nóttina Vona að þú náir að sofa vel, mín kæra.
Kidda (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 23:09
Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 23:23
Ég kveiki á kerti fyrir þig og ykkur, elsku Ragga mín. Vona innilega að það komi eitthvað út úr þessu í sambandið við dótið hans Hilmars. Líst vel á að þú talir við sálfræðing eða geðlækni, það myndi örugglega gera mjög mikið fyrir þig, eins og aðra sem lenda í svona sárri reynslu. Gangi þér vel, elsku stelpan mín!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2007 kl. 23:29
Það virkar fínt að hitta sálfræðing og eða vera í föstum viðtölum við góðan prest. Ég (við) nýttum okkur hvoru tveggja . Sofðu rótt kæra vina
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 23:34
elsku Ragnheiður. Fáðu alla þá hjálp sem þú getur hugsað þér að þyggja. Og trúðu því að það skili þér betri líðan. Það mun gera það á endanum. Ég trúi því af öllu hjarta. Knús til þín og takk fyrir öll fallegu kommentin á síðunni minni.
Jóna Á. Gísladóttir, 23.9.2007 kl. 23:44
Elsku hugrakka kona, Guð gefi þér styrk til að ganga í gegnum þetta allt saman. Sendi þér risaknús héðan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2007 kl. 09:26
Sæl Ragnheiður. Hef lesið bloggin þín og finnst þú mikil súperkona. Tek undir orð annarra hér, þú skallt þiggja alla þá hjálp sem þú getur náð í. Takk fyrir að vilja vera bloggvinur minn.
Samúðar og stuðnings kveðjur frá mér.
GústaSig, 24.9.2007 kl. 09:26
Stína (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 10:35
Guðný Linda Óladóttir, 24.9.2007 kl. 10:45
Ragga mín, áttu þér eithvað einkalíf?
Heiða (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 07:09
Það er enginn tilgangur að meiða eða særa nokkurn mann. Kemur annars úr nokkuð harðri átt, þegar litið er til eldri bloggfærslna þinna, sem þú hefur nú eytt út. Ef þú vilt ekki eiga neitt einkalíf þá þú um það. Ég biðst afökunar en ég gat eiginlega ekki orða bundist yfir þessari færslu þinni. Lifðu vel, og ég vona að þú finnir þér frið.
Heiða (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 22:31
það er engum færslum eytt. Þær eru hér á hliðarsíðu
Ragnheiður , 25.9.2007 kl. 22:49
Ef þú hefur áhuga á að skýra út hvað fór svona fyrir brjóstið á þér þá geturðu sent mér e mail. Emailið mitt er þarna í höfundarglugganum.
Ragnheiður , 25.9.2007 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.