Sunnudagur, 23. september 2007
eins og þið vitið þá hafa lesendur
veitt okkur sem syrgjum Hilmar mikinn styrk. Öll fallegu kommentin -kertin á síðunni hans og hjörtun þegar þið vitið ekki hvað þið eigið að segja. Mér hafa líka borist mörg email, ég er nýbúin að breyta emailinu mínu þarna í höfundaglugganum til að vera viss um að allt berist til okkar. Hotmailið á til að setja furðulegustu hluti í junk mail og ég er hrædd um að þar hafi ég jafnvel tapað góðum bréfum til að byrja með.
Ég fékk bréf í gær frá ungum manni sem búsettur er afar langt að heiman, hann er í Guatemala. Hann er ljósmyndari og bjó til afar fallega mynd af Hilmari. Með góðfúslegu leyfi hans birti ég þessa mynd.
Uppáhaldsmyndin okkar af Hilmari okkar.
Munið svo ljósin hans og kommentin
Athugasemdir
Mikið er þetta fallega gert af manninum í Guatemala. Þetta er yndisleg mynd af Hilmari og virkilega falleg umgjörðin.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2007 kl. 14:41
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 15:12
Verulega fallegt
Hrönn Sigurðardóttir, 23.9.2007 kl. 15:33
Maður verður hrærður að finna svona umhyggju annara. Þetta er falleg mynd elsku Ragnheiður mín. Verulega flott.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2007 kl. 17:26
Guðrún Jóhannesdóttir, 23.9.2007 kl. 17:41
Svakalega er þetta falleg mynd
knús
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 17:48
Þetta er mjög falleg mynd
Blómið, 23.9.2007 kl. 19:18
Þarna er búið að gera góða mynd af Himma
kidda (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 20:44
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.