Að berjast í gegnum hvern dag

er stundum erfitt. Það vantar svo mikið í lífið okkar núna. Samt var eins og við hefðum verið undirbúin undir þetta að sumu leyti. Hann var núna inni fjórða sumarið í röð. Það var alltaf jafnerfitt að sjá á eftir honum inn í afplánun. Fyrsta skiptið var mjög slæmt, þá fór hann á Kvíabryggju..í fallega umhverfið þar og á nýja dýnu í boði Árna Johnsen. Hann lét vel af þeirri dvöl og lofaði mömmu að gera þetta ekki aftur, ekki aftur í fangelsi. Mamman logandi hrædd um að ef hann lenti á Hraunið þá myndi hann læra að vera forhertur. Allt kom fyrir ekki, á Hraunið fór hann og mamman hélt að hún myndi bara deyja...mamma dó ekki og strákur kom út aftur.

Ekki forhertur, bara sami glaði strákurinn minn. Hann fór inn á Skólavörðustíg, settur í síbrotagæslu. Svo aftur austur...hann átti að koma út á ákveðnum tíma en nei, það var dæmt meira og hann var lengur. Gömul færsla á öðru bloggi segir mér að þá átti mamma erfitt og var svolítið reið út í kerfið. Hann kom svo loks á haustmánuðum út í það skipti. Þá var hann þreyttur á vistinni enda búinn að vera um 9 mánuði þarna fyrir austan. Við hittum hann ekki þann tíma, það var samkomulag milli okkar að mamma ætti að bíða heima, ekki að sjá soninn sinn innilokaðan. Solla systir hans fór austur og líka Björn. Hann hringdi hinsvegar í mig, stundum oft á dag og það var notalegt. Hann bar alla tíð fangavörðum vel söguna. Hann kvartaði aldrei yfir neinu.

Það síðasta sem hann vildi var að láta mig hafa áhyggjur af sér. Hann var í allskonar basli og mamma vissi ekki neitt. Hann var farinn að segja mér frá því sem hann gerði af sér. Hann vissi að ég sæi það hvort eð er á dómasíðunni. Hann vissi að hana las ég. Félagsþjónustan brást honum eins og bróður hans. Hann fékk ekki fjárhagsaðstoð vegna þess að hann átti nokkur hlutabréf sem hann erfði eftir ömmu sína þegar hann var nokkurra vikna gamall. Það varð til þess að hann leitaði bréfin uppi og seldi þau rétt áður en hann fór inn. Reikningurinn hans var tómur við andlát hans. Það á eftir að rannsaka það betur hvernig stóð á því. Hver tók út og hversvegna....

Aleigan hans hvarf með svipuðum hætti. Við fengum ekki einu sinni fötin hans né hvað þá sængina hans. Það er ekki gott mál, alls ekki. Fötin hans hefðum við viljað fá,það er alveg öruggt !!

Við pabbi hans erum sammála um að fólk þarf að svara fyrir gjörðir sínar síðar...ef ekki í lífinu sjálfu þá allaveganna fyrir hæsta dómara þegar þar að kemur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er örugglega skelfilega erfitt að standa í ykkar sporum. Mér finnst mjög undarlegt þetta með eigur Hilmars og full ástæða til að láta rannsaka það. Er alveg sammála þessu síðasta. Fyrr eða síðar þarf fólk að svara fyrir gjörðir sínar!!! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.9.2007 kl. 22:53

2 Smámynd: Blómið

Ragga mín.  Þetta er erfitt, svo mikið erfitt   Mér er orða vant, en sendi ykkur endalaus knús

Blómið, 22.9.2007 kl. 22:55

3 identicon

Þetta er skrýtið með eigur hans, vona að ykkur takist að finna þetta út. Það eiga allir eitthvað, þó ekki væri nema eitthvað smádót.

Ég er saklaus í sambandi við símann og spaugstofuna

Knús og klús fyrir nóttina, vonandi sefur þú vel í nótt

Kidda (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 23:44

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Klús og knús 

Bjarndís Helena Mitchell, 22.9.2007 kl. 23:53

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er hræðilegt, og það er hræðilegt ef annar drengur hefur nú farið í þennan sama farveg.  Megi allir góðir vættir vaka með fjölskyldunni hans og vernda.   

Og knús til þín elsku Ragnheiður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2007 kl. 23:55

6 identicon

Hjördís G (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 23:57

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 00:20

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það vantar lagfæringar þarna !  Að fá ekki föt aðstandenda sinna sem látast, er alveg ótækt.  Ég veit af eigin reynslu hvað það er sárt.

Knús á þig vinkona. 

Anna Einarsdóttir, 23.9.2007 kl. 01:09

9 identicon

mig langar að kommenta aðeins á síðuna þína, þú ert góður penni og fróðlegt að lesa það sem þú skrifar.  Ég held að margt væri öðruvísi íþessu þjóðfélagi ef fólk í vanda fengi viðeigandi hjálp og þá alvöruhjálp, ekki eitthvað hálfkák, sem því miður er alltof algengt  því alltof margir þurfa mikla hjálp, og peningar,sem varið er í hana eru alltof litlir. Auðvitað væri ódýrara fyrir ríkið að hjálpa fólki til að komast á fætur aftur , heldur en vista það aftur og aftur í fangelsum. Fangelsin okkar eru full af fólki sem er ofvirkt, og hvað segir það okkur???   égrakst hér inná síðuna þína fyrir nokkrum dögum, og hef kveikt á kerti fyrir son þinn á hverju kvöldi síðan, og ætla mér að halda því áfram.  

þþ (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 01:15

10 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sendi þér hér stuðningskveðjur Ragnheiður mín  Kærleiksknús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 23.9.2007 kl. 01:24

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Vona að eigur hans skili sér og ég er sammála þér í því það þarf að athuga hvað varð um þær.

Hrönn Sigurðardóttir, 23.9.2007 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband