Félagsmálakerfið á Íslandi

Hérna í gamla daga þegar ég bjó ein með mínum börnum þá sagði fólk oft við mig að ég skildi bara tala við félagsþjónustuna um aðstoð og hvað það allt hét. Ég fór einu sinni. Þá var eitthvað basl, þða getur hafa verið gleraugun á línuna,skólabyrjun eða eitthvað svoleiðis. Ég lagði fram þá pappíra sem beðið var um og var tilkynnt að ég væri með allt of háar tekjur. Þannig fór það.

Hjalti var að segja Anítu um daginn frá uppvextinum. Það var yfirleitt aldrei til peningur sagði hann en ég var aldrei svangur. Mamma var snillingur að búa til mat úr engu. Hann gladdi mig með þessu. Oft fannst mér þau eiga svo miklu betra skilið, greyin litlu. Þau voru samt svo góð. Þau borðuðu það sem ég kom með og kvörtuðu yfirleitt ekki yfir neinu.

Nú eru komin frístundakort (held að þau heiti það) sem eiga að jafna stöðu barna til tómstunda og íþróttaiðkunar. Það finnst mér sniðugt. Þau hefðu haft gott af því mín að fara í eitthvað svoleiðis, orkuboltarnir mínir. Björn komst aðeins í karate og seinna í júdó. Hann að vísu hætti í báðum en hafði gott og gaman að meðan hann hafði áhugann á þessu.

Hann er eiginlega heppnastur af þeim. Hann býr hér enn heima og hefur síðustu árin búið á ágætlega búnu millistéttarheimili og vantar ekki neitt til neins.

En jæja, í framhaldi af pælingunni um félagsþjónustuna, þá hef ég sagt Hjalta að fara þangað til að fá aðstoð. Hann getur enn ekki unnið útaf fætinum á sér en það fer nú að lagast bráðum. Hann prófaði að hlaupa svolítið á þessum umrædda fæti í gær og það gekk alveg. Hljóp náttlega ekki langt en svona aðeins. Hann hefur fengið fjárhagsaðstoð, að vísu skammtaða naumt en þó eitthvað. Um daginn gekk hann hérna eins og grenjandi ljón, hann var með svo slæma tannpínu. Ég sagði honum að sækja um styrk til að láta gera við tennurnar í sér. Ég (leikmaður) skoðaði þær og sá ansi mörg slæm vandamál á ferð. Hann sótti um og skrapp til heimilistannlæknisins (sem hefur að vísu ekki séð hann lengi enda Hjalli alltaf auralaus) . Hann skoðaði þetta og er að semja aðgerðaáætlun. Svarið kom hins vegar frá félagsþjónustunni í vikunni. Nei hann fær ekki styrk vegna þess að hann er ekki búinn að vera skjólstæðingur þeirra í 12 mánuði ! Nú ætla ég ekki að láta Hjalta berjast um með tannpínu fram á vor. Ég mun þá sjálf sjá um að borga þetta fyrir hann. Situr einhver manneskja á toppi félagsmálabatterísins og ákveður svona reglu ?

Hvað ef Hjalti ætti ekki mömmu sem ræður við að borga þetta ? Hvað þá ?

Hvað finnst lesendum um svona reglur ?

Himmaljós og KLÚS inn í þennan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hann er heppinn að eiga svona góða mömmu!!! Það eru til svo margar ósanngjarnar reglur í kerfinu, þessi er ein þeirra. Á hann kannski að vera skjólstæðingur þeirra miklu lengur og fara svo eftir þessa 12 mánuði sem þurfa að líða og þá er staðan orðin miklu verri?

Einu sinni var mér ráðlagt að tala við Félagsþjónustuna. Ég var nýorðin atvinnulaus og kveið mánaðamótunum. Komst að því að ég fengi engar atvinnuleysisbætur fyrr en eftir nokkrar vikur og þá yrði ég aldeilis ekki skuldlaus ... Ég hringdi alveg í stressi, fannst þetta eitthvað skammarlegt en hitti á dásamlega manneskju. Hún benti mér á að ég hefði borgað skatta og ætti rétt á aðstoð þótt ég væri ekki "skjólstæðingur". Nú, ég fékk styrk til að borga reikningana mína þessi mánaðamót en þegar kom að þeim næstu var ég komin með vinnu. Hef alltaf hugsað hlýlega til þeirra síðan. Vildi að elsku Hjalli fengi álíka þjónustu. Alveg vildi ég að skattpeningarnir mínir færu til þess að hjálpa ungum manni á borð við Hjalla, sem er að rífa sig upp, í stað t.d. glæsilegra sendiráða um heiminn.

Klús inn í daginn, elsku Ragga mín!!!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.9.2007 kl. 12:27

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Þú ert góð mamma að gera þetta fyrir hann.

Bjarndís Helena Mitchell, 22.9.2007 kl. 12:32

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég þekki ekki þetta kerfi en ímynda mér að það geti alveg verið þungt í vöfum.  Hann er heppin með þig sem mömmu. Koss og knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2007 kl. 14:13

4 identicon

Þekki þetta því miður ekki, ætli kerfið virki nokkuð afturvirkt eftir þessa 12 mánuði.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 15:44

5 identicon

Þetta eru skrítnar reglur í þínu bæjarfélagi. Það sendur hvergi, í reglum um félagsþjónustu, að fólk þurfi að hafa verið "skjólstæðingar" í 12 mán, til að fá aðstoð. Farðu með málið áfram!!!!

AnnaS (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 08:20

6 Smámynd: Ragnheiður

AnnaS, hann býr í Reykjavík og þetta var skýringin sem kom í bréfinu sem hann fékk, hafnað vegna þess að blablabla...bara asnalegt

Ragnheiður , 23.9.2007 kl. 10:16

7 identicon

Það eru stjórmálamennirnir sem setja reglur um Félagsþjónustu og starfsmenn þurfa að vinna eftir þeim.

Elín G (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 18:53

8 Smámynd: Ragnheiður

aha Elín..þær eru samt vitlausar þessar reglur, hver svo sem setti þær. Allar svona ósveigjanlegar reglur eru asnalegar .

Ragnheiður , 23.9.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband