þreyttust

enda ekki nema von. Það var hunderfitt að fara aftur í sömu kirkjuna og útför Hilmars fór fram frá. Við sátum aftarlega sem kom sér frekar vel, ég varð að læðast út þegar athöfnin var að verða búin. Mér varð svo flökurt að ég hélt að ég myndi hrynja í gólfið. Kistan var ekki borin úr kirkjunni og við Steinar náðum að laumast út lítið séð. Ef einhver hefur orðið hneykslaður á mér þá verður bara að hafa það, þetta var skárri lausn en að gubba í viðstadda kirkjugesti. Svo fórum við í erfidrykkjuna og síðan heim.

Leiðið hans Himma var svo tómlegt í gær eftir að við tókum kransana að við fórum og keyptum einn stóran engil og settum það. Settum svo fimm rauðar rósir hjá honum. Hann var svo lasinn karlinn minn, fallegi og góði drengurinn minn. Hjalli og Steinar komu með mér í dag, það var gott að hafa þá með mér.

Það var mjög álíka margt í þessari jarðarför og þegar Himmi var jarðaður...aðeins fleiri núna enda verið að jarða fullorðna konu sem víða hafði sett sín góðu og fallegu spor. Hennar skarð er vandfyllt.

Ég hef verið í mörgum asnalegum sporum undanfarið, komið mér í þessar aðstæður í kjölfar dauða Hilmars. Ég er rosalega lokuð að eðlisfari og fer helst ekki á nein mannamót, það mætti líklega kalla þetta félagsfælni. Þessu hef ég orðið að svipta af mér og það hefur verið mun meira en að segja það. Ég er nánast viss um að þeir sem þekkja mig halda að ég sé orðin snargeðbiluð....manneskjan sem fer ekkert að heiman og gerir ekki neitt....kemur fram í fjölmiðlum eins og það sé bara ekkert mál !!! Nei ég er ekki meira galin en vant er, ég er hins vegar rosalega sorgmædd en í sorginni langar mig svo að láta gott af mér leiða. Í veikburða von um að hægt sé að knýja fram umbætur, að það þurfi ekki önnur mamma að standa í þessum voða sporum að taka við barni sínu látnu úr afplánun. Maður er svo vitlaus að maður heldur að barni manns sé óhætt meðan það er í betrunarvist, þá sé það ekki að brjóta af sér né í slæmum aðstæðum úti í lífinu....þvílík mistök hjá mér að hugsa slíkt !!

Vonandi nást fram einhverjar umbætur - þá losna ég kannski við hluta af þeirri tilfinningu að ég hafi misst elskulegan son minn til einskis....líf hans var dýrmætt -það var okkur ómetanlegt, okkur sem áttum hann að. Við elskuðum hann takmarkalaust.

Munið fallegu ljósin hans og kveðjur hérna í kommentin. Ein vinkona hans gladdi mig mikið í dag. Hún sendi mér í tölvupósti myndir af honum. Ein myndin braut Hjallann alveg niður, hann hágrét. Hilmar er svo sakleysislegur á henni. Ég set hana hérna....

hilmar! (2)

Sæti kallinn hennar mömmu sinnar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst alveg kraftaverk að þú hafir getað hugsa þér að fara í jarðarför og það í sömu kirkjunni, svo skömmu eftir útför Hilmars. Það er tilgangur með öllu og líka andláti Hilmars. Þú ert núna að svara því kalli og ert að gera stórkostlega hluti. Bloggar um þína líðan og tilfinningar og kemur svo fram í Kompásþætti sem er mjög sterkt. Það var virkilega tekið mark á þessum þætti í fyrravetur og verður vonandi eins nú. Þér er greinilega veittur mikill styrkur til að gera þessa hluti. Þeir eru erfiðir en þú tekur á þeim og það er frábært. Guðsblessun til þín kjarkmikla kona. Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 21:23

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 21:37

3 Smámynd: Blómið

Oft er betra að segja sem minnst og leyfa þeim sem sakna að hafa orðið.  Þetta er ein af þeim stundum.  Hjartaknús til þín og allra sem eiga um sárt að binda vegna ótímabærs fráfalls HilmarsEndalaus knús og kossar til ykkar.  Kertið frá mér kemur öll kvöld, enda eruð þið ávallt í huga mínum.

Blómið, 21.9.2007 kl. 21:49

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég kveiki á kerti ljósið mitt og góða nótt

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 21:54

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Falleg mynd af stráknum þínum.

Knús til þín Ragga mín

Huld S. Ringsted, 21.9.2007 kl. 22:00

6 identicon

Guð veiti þér styrk,

Sigrún(ókunnug) (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 22:15

7 identicon

Það skiptir ekki máli hvað þú tekur með þér þegar að þú ferð.. Heldur það sem að þú skilur eftir þig !!

Ókunnug (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 22:24

8 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 22:29

9 identicon

Mínar innilegustu samúðarkveðjur sendi ég þér og þinni fjölskyldu... Ég á son á litla hrauni sem er búinn að vera þar í 2 ár og á eftir 2 og hálft enn, hann er á svipuðum aldri og Himmi þinn, og mikið finn ég til í hjartanu þegar ég hugsa til þín, þetta hef ég óttast mest af öllu að fá svona fréttir af mínum syni , og ég bið guð almáttugan á hverjum degi að skila mér barninu mínu til mín HEILU, þegar hann er búinn með sína afplánun ég bið ekki um meira. Þú ert gera mjög góða hluti með skrifum þínum, um fanga og þeirra mál, OKKAR MÁL, þú þorir :))) þú ert hetja í mínum augum. Kærar þakkir

Mamma fanga á litla hrauni (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 22:32

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frábær mynd af honum, svo sætur, strákurinn þinn. Er viss um að þú getur heilmiklu breytt með því að koma svona fram og segja þína hlið á málum, það er dýrmætt fyrir fleiri en þú ímyndar þér. Þú ert algjör hetja, elsku Ragga mín!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.9.2007 kl. 22:59

11 identicon

æðislega fallegur á þessari mynd

takk fyrir lagið, við hlustuðum mikið a það saman.

Sandra (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 22:59

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislega sál hann Himmi þinn, það er ég viss um. Hvernig geturðu verið annað ensorgmædd, þetta er svo hræðilegt. Sendi ykkur kærleik og hlýju.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 23:14

13 identicon

Það er alveg á tæru að þú ert hetja góð mynd af Himma

Sefur vonandi vel í nótt

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 23:42

14 identicon

Bara að kvitta. Góða nótt og Guð geymi ykkur öll.

Elsa (ókunn) (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 00:35

15 identicon

Hann Hilmar okkar er svo sætur á þessari mynd. Gæði hans glóa svo í gegn á myndinni. Jón sér það líka

En ætla að bjóða góða nótt elsku mamma, takk fyrir daginn. Sofðu svo vel

solla (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 00:48

16 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 22.9.2007 kl. 03:11

17 identicon

Já svo sannarlega sætur. Guð geymi hann.

Góða nótt og í öllum mínum bænum verður þú og þitt fólk.

Elsa (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 04:26

18 identicon

Þú ert mikið stærri hetja en þú gerir þér grein fyrir. Og það sem þú hefur gefið af þér síðustu vikur er svo ómetanlegt. Og svo mikið. Í þessum mikla missi þínum ertu að gefa svo mikið. Svona hetja á ekki að vera í felum. En þeir bestu vinna góðu verkin sín hljóðlega og ekki með neinum látum.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 13:39

19 identicon

Klús klús til þín elskan.

Inga Rós

Inga Rós (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband