Annasamur dagur

Ég fór í viðtal við þá Kompás menn, þeir eru þrælnotalegir og ég hef mikla trú á þessum þætti.

Svo fékk ég rétt áðan svo gleðilegar fréttir. Hjalli var hjá löffanum sínum áðan og sá telur ekki miklar líkur á að þau þurfi að sitja inni. Ég veit að þessi lögfræðingur gerir góða hluti, það hefur reynslan sýnt mér. Nú ætlar Hjalli að snúa við blaðinu..hann er alveg viss um það. Það verður síðasta gjöf Hilmars til litla bróður síns.

Í dag förum við í jarðarför, í dag á að jarða hana Erlu ömmu hennar Sollu minnar. Það var merkileg kona og einstök. Hennar mun ég sakna verulega. Hún var bara best af öllum.

Dagurinn í dag verður annasamur....kveikið ljósin fyrir Himmann okkar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl ég sendi þér tölvupóst með myndum

gangi þér virkilega vel! Einnig allri fjölskyldunni og þeim sem voru honum nánir. Hann var með hjarta úr gulli og innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra!

Sylvía Norðfjörð (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 12:42

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Æj þetta voru góðar fréttir af Hjalla gangi ykkur öllum vel í dag 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 21.9.2007 kl. 12:44

3 Smámynd: Guðný Linda Óladóttir

Kíki á hverjum degi og hugsa mikið til þín

Guðný Linda Óladóttir, 21.9.2007 kl. 13:26

4 identicon

Mikið er ég glöð að heyra að Hjalli ætlar að snúa við blaðinu. Ég veit svosem ekki hvað setndur á blaðinu hans, en skynja að það er eitthvað óhollt og varasamt. Bið Guð um að gæta hans vel á nýja veginum, sem er trúlega mjórri en sá gamli, það er alltaf svoleiðis. Kompás er vandaður þáttur og er að taka á málum sem eru ekki fyrir allra sjónum. Guð leiði þig og styðji sorgmædda móðir. Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 13:32

5 Smámynd: kidda

Gott að heyra þetta með Hjalla.

Knús til Sollu og ykkar  vegna Erlu ömmu

kidda, 21.9.2007 kl. 14:23

6 identicon

Sæl, ég þekki ykkur ekki neitt en hef fylgst með þessari síðu í töluverðan tíma.

Megi drottinn styrkja ykkur og blessa í þessari miklu sorg!

Sendi ykkur góða strauma og hef ykkur með í bænum mínum.

óþekkt (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 14:37

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 15:15

8 Smámynd: Blómið

Blómið, 21.9.2007 kl. 16:08

9 identicon

Já ég er sammála þér með Kompás menn, sér í lagi Jóhannes. Ég átti samskipti við hann þegar hann vann hjá Víkurfréttum. Ég var að safna pening fyrir litla stelpu sem brendist í Keflavík.  Hann var bara yndislegur og átti mikinn þátt í hvernig gekk.

Gott að heyra að Hjalli ætlar að snúa við blaðinu.

Votta þér samúð mína vegna ömmunar.  Knús á ykkur öll. Vonandi horfa bjartari tímar við ykkur öllum.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 16:30

10 identicon

Kompás menn eru flottir. Vandaðir og traustir. Dugler ertu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 17:41

11 identicon

Hjördís G (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 18:54

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 18:56

13 identicon

frábært að heyra með Hjalla  

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 20:15

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært að heyra.  Ég er glöð fyrir þína hönd, og sendi honum ljós og styrk.  Ég fór með minn son til ráðgjafa í dag, hann á að fara í 10 tíma prósess, og er fullur af vilja til að taka sig á.  Ég er að verða smábjartsýn aftur.  Þannig að það er allt hægt.  Knús til þín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2007 kl. 20:40

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Samhryggist með ömmu hennar Sollu og samgleðst með fréttirnar af Hjalla. Alltaf smáljós í myrkrinu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.9.2007 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband