12 september 2007

Loksins

komin heim aftur, fór svo sem ekki langt -bara í vinnuna...og þar var brjálað að gera, fólk greinilega ekki til í að fara með strætó eða labba í þessarri ausandi rigningu.

Sumir sátu hér í búri og pössuðu sitt hús, rosalega fegnir þegar ég kom heim. Fóru nebblega bara út í mýflugumynd í morgun, þeim finnst ekki í lagi að fara út að pissa í kolvitlaust veður. Betra að halda í sér segja þeir...Núna var svo pissað með innlifun. Þeir hafa ekki verið einir heima að gagni mjög lengi, fyrst var "mamma" í sumarleyfi og svo dundu yfir þessi ósköp með hann Himma. Nú sitja þeir sitt hvoru megin við mig og mæna á mig ástaraugum.Gott að einhver gerir það á þessu heimili hehehe.

Fyrir nokkrum árum kallaði Himmi í mig, tónninn var þannig að ég flýtti mér til hans. Hann stóð í forstofunni, hann hélt á skó. Agnarsmáum skó Hjördísar systur sinna, held að hún noti nr 35 eða eitthvað álíka lítið. ,,Mamma!" segir Himmi með þjósti.,,þú hefur ekki verið að vanda þig !!" Ég horfði á hann og skóinn og skildi ekki neitt. Datt helst í hug að hann ætlaði að skamma mig fyrir skóframleiðslu. ,,Sjáðu !" segir hann byrstur og bendir á skóinn og því næst á eyrað á sjálfum sér. ,, Hvurslags vinnubrögð eru þetta ?" Svo sprakk hann úr hlátri. Hilmar var með þau minnstu og sætustu eyru sem hægt var að hafa. Honum fannst skótau systur sinnar álíka smátt.

Ég held að ég skrifi ekki meira í bili, er hálf heilalaus eftir vinnuna og svo er Hjalli að koma. Var að bjarga honum neðan úr bæ, sat þar nánast bensínlaus kallanginn.

Ljósin hans Himma

http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi

KLÚS !!

12.9.2007 | 20:41

Skoh

ég er ein heima og var að gera merka uppgötvun...

Nú ég nenni ekkert að loka á eftir mér þegar ég fer á klóið þegar ég er ein heima. Ég gerði merkilega uppgötvun áðan þar sem ég sat á postulíninu. Ég hef stillt sjónvarpinu í stofunni upp þannig að það er hægt að horfa á það beint þaðan af hásætinu ! Hversu snjallt er það ? Ég ætla samt að sleppa því að segja Steinari frá því...vegna þess að ef hann situr þarna..... já förum ekki nánar út í það hérna.

http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi

Ljósin hans Himma

Útfararstjórinn fékk mér bækling um missi ástvinar..þar er m.a. fjallað um það að fólk á oft ekki auðvelt með að sýna samúð og veit jafnvel ekki hvernig best er að bera sig að. Ein regla er þó höfð í hávegum í bókinni og hún er að reyna ekki að þvinga sínum eigin skoðunum upp á þann sem syrgir. Nú höfum við að mestu fengið viðbrögð sem hafa glatt okkur og styrkt, ja fyrir utan eitt asnalegt email og nokkrar spurningar um hvort ég sé ekki að jafna mig. Það geri ég auðvitað aldrei en ég þarf að læra að lifa með þessu. Eins og við öll, þau í Grindavík og systkynin hans Himma okkar.

Nú bið ég um að fólk sleppi því að skipta sér af hvort ég á að vera farin að vinna eða ekki. Ég veit að fólki gengur gott eitt til en mér er alveg treystandi fyrir að finna sjálf minn farveg, það ákvað ég strax að finna mína leið í sorginni og fara hana. Ég áskil mér þó allan rétt til að taka beygjur eða stöðva för þegar mér finnst það henta mér. Það taka aldrei neinir 2 svona áföllum eins.

Ég skal fúslega viðurkenna að ég yrði ekki hissa þó minn drengur kæmi valhoppandi hér inn með bjarta brosið sitt, ég veit vel að hann kemur ekki. Ég er bara eins og er í afneitun og það er bara allt í lagi. Það breytist ...örugglega.

Ein saga af Hjalla sem pabbi hans sagði um daginn.

Hjalli var lítill. Hann hefur alltaf verið nokkuð snöggur að reiðast. Pabbi hans situr inní eldhúsi og Hjalli trítlar eftir ganginum. Skyndilega flækir hann löppunum saman og steinliggur á gólfinu. Hann sprettur jafnhratt upp aftur, hvessir augun á pabba sinn blásaklausar og segir með þjósti ; Þú geþþþir þetta !!! Alveg hinn versti við pabba sinn.

12.9.2007 | 23:35

Gert grín að mér opinberlega

Fór með kallana mína í skóleiðangur um daginn og fékk á þá sitthvort parið. Þeir spurðu báðir, Steinar og Björn , hvort mér litist ekki á neina skó þarna. Ég á nóg af skóm sagði ég. Björn horfði á mig lengi og dæsti, veistu mamma stundum efast ég um að þú sért kvenkyns Svona segir engin kona !!!

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Hjalti fór einu hverju sinni með okkur gamla settinu í verslun. Ég stóð við hillu og skoðaði mismunandi útgáfur af galdrakerlingum á kústum. Langar þig að fá þér eina svona spyr Steinar. Þá hrekkur upp úr strák, Iss við þurfum ekki svona, við eigum svona heima !! Það stóð maður rétt hjá okkur og var að lesa tímarit, ég hélt að hann myndi kafna innan í blaðinu Þennan dag var Hjalti ekki sáttur við móður sína og það braust svona snilldarlega út. Kerlinguna keypti ég, eiginlega mest fyrir hann Hjalla minn.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Góða nótt og munið Himmaljósin fallegu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband