11 september 2007

11.9.2007 | 14:11

Skömminni skárri í dag

þessi dagur í dag, 9/11, hefur skrýtna merkingu í huga mér í dag.

Þegar þessi ósköp dundu yfir þá var ég að vinna næturvaktir, þennan dag þurfti ég að vakna snemma. Ég ætlaði til Hilmars sem þá var í hegðunargreiningu á Stuðlum. Ég kveiki í rælni á sjónvarpinu heima áður en ég fer, sé eitthvað brot að því sem er í gangi. Ég man að ég hugsaði með mér, andskotans amrísku bíómyndir alltaf ! Steinar keyrir mig svo á Stuðla og ég ber þar að dyrum. Það líður langur tími áður en opnað er og ég þurfti að berja oftar en einu sinni að dyrum. Loksins opnar starfsmaður, móður og másandi, hann þekkir okkur strax og segir óðamála...komiði bara inn og hann hverfur inn í setustofuna. Við göngum inn og sjáum að það standa allir fyrir framan sjónvarpið og horfa. Hvað er í gangi segi ég. Það var gerð árás á Bandaríkin segja þau öll.

Svo á Pétur,systursonur minn, afmæli í dag og þangað ætla ég á eftir. Ég var búin að biðja Hjalla og Anítu að koma líka. Þau þurfa að finna að þau tilheyri í fjölskyldunni, þau þurfa að fá okkar stuðning við það sem þeirra bíður. Stuðning allra hafa þau vísan. Þau eru búin að vera saman í 6 ár í september og mér gæti bara ekki þótt meira vænt um Anítu þó ég ætti hana sjálf. Hún er alveg yndisleg.

Svo hef ég alltaf haldið nokkuð mikið upp á eina af kærustum Hilmars. Ég hef geymt t.d. símanúmerið hennar þó að þau hafi verið fyrir nokkru hætt saman áður en hann lést. Hún kom svo oft með honum og er svo heillandi karakter. Það er meira að segja mynd af henni hérna, annars hef ég ekki birt myndir nema af þeim sem ég er alveg viss um að mega birta myndir af. Hún skammar mig þá bara þessi elska. Þá sendi ég Hjalla minn í að fótosjoppa myndina þannig að Himmi sé einn á henni, Hjalli hefur gert það áður.

Ég man ekki hvað ég ætlaði að skrifa meira. Ég fór aðeins í erindi áðan en lagði ekki í að fara í bankann. Ég er hálfléleg enn í erindum. Mér verður á að tárast yfir minnstu smámunum, eitthvað sem minnir mig á Himma eða ég fer að hugsa um hann. Það er ekki smart þegar maður stendur inn í banka eða einhverju svoleiðis....

Ásthildi Cesil og Óskari hennar Ásdísar óska ég til hamingju með daginn líka.

http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi

og hér er slóðin á ljósin hans Himma míns

11.9.2007 | 17:38

Tilraun

Hérna kemur þetta -kannski- þetta var spilað í útför Hilmars. Njótið vel, ég er farin í afmæli !

11.9.2007 | 22:03

Ég er frekar ósátt og ein megakrúttfærsla

við það að morgunblað birtir mynd af bíl manns sem lést í umferðarslysi núna, slysið gerist á sjöunda tímanum en myndin er fyrst birt 19.34

Okkur liggur ekki svona á fréttunum. Myndin er það skýr að þessi bifreið þekkist vel, tegund og litur. Mér finnst þetta tillitsleysi !

Þið eruð ótrúlega dugleg að setja ljós fyrir hann Himma á kertasíðunni hans, mér þykir voðalega vænt um það.

http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi

Svo ætla ég að birta uppáhaldsmynd systur minnar, sem tróð okkur svo út af mat í afmælinu að við erum með á hreinu hvernig jólakalkúna líður !

ðð

Maður sér alveg hlýjuna í augunum hans þarna, elsku kallinn hennar mömmu sinnar

Svo kemur hér svakakrúttfærsla úr kommentunum. Ungi maðurinn sem um ræðir er dóttursonur minn, Patrekur Máni, hann er fimm ára síðan í júlí

Í gær var Patrekur að leika sér með vini og vinkonu hérna í garðinum. Þau voru að búa til sand-og drullukökur. Vinkonan spurði svo Patrek hvað þau ættu að gera við allar kökurnar. Þau voru þá búin að gera ca. 20 kökur en hann vildi endilega gera fleiri. Svarið hans var "Sko Selma, Hilmar bróðir mömmu var að deyja. Ef við gerum rosalega margar kökur þá getum við haldið stóra veislu fyrir hann í garðinum. Þá verður hann sko rosalega glaður á himninum"

Þetta er nú með því krúttlegasta sem ég hef heyrt, fékk mig allavega til að brosa allann hringinn. Og örugglega fengið Himma til þess sama. Svona getur maður nú verið hugulsamur þó maður sé bara fimm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband