9 september 2007

9.9.2007 | 09:11

3 vikur liðnar

frá því að sonur minn lést.

Ég er hvergi nálægt því að skilja það enn. Það virðist engu breyta að hafa séð lík hans né hafa verið í jarðarförinni. Ég er enn dofin og slegin yfir þessu.

Þegar ég fer út meðal fólks þá finnst mér ég alltaf sjá honum bregða fyrir...það liggur stundum við að ég sé eltandi unga menn eins og sauður til að vera viss um þar sé ekki Himmi minn.

Ég hef fengið undarlega spurningu nokkrum sinnum, fólk spyr ; ertu ekki að jafna þig á þessu? Hmm nei en ég er að læra að lifa með þessu....Það tekur áreiðanlega tíma.

Á hverjum degi segi ég sjálfri mér að ég megi fá kast á morgun svo fresta ég því um einn dag....ég get enn ekki hugsað um að ég sjái hann aldrei aftur, það er allt of sár hugsun.

Svo vakna ég eins og bjáni svona snemma á sunnudagsmorgni....til hvers ? Veit það ekki...

http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi

Vog: Gjöf þín frá himnunum er lækningakraftur. Þess vegna tekur þú eftir öllu sem fer úrskeiðis í heiminum. Kannski þarfnast slæmar aðstæður bara ástar þinnar?

Ég bætti við stjörnuspánni minni, hún er nú hálfskrýtin.....

9.9.2007 | 22:15

að mestu leyti góður dagur

Fólkið hans Hilmars úr Grindavík kom í dag. Ég herti mig upp í að baka pönnsur á gasinu, ég hafði verið hálfkjarklaus að baka pönnsur. Það var eitthvað sem við Himmi gerðum alltaf þegar hann kom til mömmu eftir svona útivistir. Ég sagði það líka við hann núna þegar hann fór inn ; Himmi,við fáum okkur mikið af pönnsum þegar þú kemur aftur. Þetta eru bara 3 mánuðir og líða eins og skot bara !

Hann kemur aldrei í pönnsur til mömmu aftur þessi elska.

Það var gott að hitta þau, ég lét Hjalla koma líka og hann fékk ómetanlegan stuðning frá pabba sínum varðandi þetta dómavesen sem hann er að fara í. Það HAFÐI áhrif á Hjalta, hann talaði um það eftir á. Hann hefur séð pabba sinn í allt öðru ljósi síðan Hilmar okkar dó. Það verð ég ævinlega þakklát fyrir og ég veit að Grindavíkurfjölskyldan mun hjálpa til við að koma Hjalta á rétta braut aftur. Þau eru yndisleg.

Sollan mín á ósköp bágt, elsku amma hennar (síðasta amma krakkanna) lést 1 september. Það var merkileg kona, ég þarf að setja saman fallega grein um hana. Hún var amma allra krakkanna minna þó að DNA rannsóknir hefðu kannski leitt annað í ljós. Hún lagði á það ríka áherslu þegar ég skildi við son hennar að ég hefði ekki skilið við hana og samband okkar hélst áfram gott.

9.9.2007 | 22:15

að mestu leyti góður dagur

Fólkið hans Hilmars úr Grindavík kom í dag. Ég herti mig upp í að baka pönnsur á gasinu, ég hafði verið hálfkjarklaus að baka pönnsur. Það var eitthvað sem við Himmi gerðum alltaf þegar hann kom til mömmu eftir svona útivistir. Ég sagði það líka við hann núna þegar hann fór inn ; Himmi,við fáum okkur mikið af pönnsum þegar þú kemur aftur. Þetta eru bara 3 mánuðir og líða eins og skot bara !

Hann kemur aldrei í pönnsur til mömmu aftur þessi elska.

Það var gott að hitta þau, ég lét Hjalla koma líka og hann fékk ómetanlegan stuðning frá pabba sínum varðandi þetta dómavesen sem hann er að fara í. Það HAFÐI áhrif á Hjalta, hann talaði um það eftir á. Hann hefur séð pabba sinn í allt öðru ljósi síðan Hilmar okkar dó. Það verð ég ævinlega þakklát fyrir og ég veit að Grindavíkurfjölskyldan mun hjálpa til við að koma Hjalta á rétta braut aftur. Þau eru yndisleg.

Sollan mín á ósköp bágt, elsku amma hennar (síðasta amma krakkanna) lést 1 september. Það var merkileg kona, ég þarf að setja saman fallega grein um hana. Hún var amma allra krakkanna minna þó að DNA rannsóknir hefðu kannski leitt annað í ljós. Hún lagði á það ríka áherslu þegar ég skildi við son hennar að ég hefði ekki skilið við hana og samband okkar hélst áfram gott.

Það eina sem skyggði á daginn er í kommentum hérna við næstu færslu að neðan. Ég mun biðja Guð að reyna að hjálpa með það mál eftir megni, svona má þetta ekki vera.

http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband