Þriðjudagur, 18. september 2007
4 september 2007
4.9.2007 | 00:13
verður ansi erfiður, það er nokkuð ljóst.
Fyrst vil ég biðja ykkur sem tök hafið á að kynna ykkur þetta hérna (www.annaeinars.blog.is) Þessu þarf að breyta og þetta þarf að laga. Ekkert okkar veit hver veikist næst.
Næst ætla ég að biðja ykkur afskaplega eigingjarnrar bónar. Ég hef hingað til beðið ykkur að biðja fyrir Himma. Nú breyti ég útaf venjunni en það er bara í þetta eina sinn. Ég vil biðja ykkur að biðja fyrir mér, að ég fái styrk til að standa með sóma við kistu sonar míns á morgun. Þó að ég nái að minnast þessa dags í dag með gleði þá er í mér mikill kvíði fyrir morgundeginum.
Kertasíðan hans Hilmars míns er ágæt í þetta líka. http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi
Biðjið fyrir okkur öllum á morgun þegar við þurfum að ganga þau erfiðustu spor í okkar lífi.
Góða nótt
4.9.2007 | 18:51
fór fram í dag.
Það var margt í kirkjunni og veðrið lét skringilega, það var bilað veður í morgun en svo reif af sér. Það skein sól inn í kirkjuna og á kistuna hans Hilmars míns. Systir mín sagði að sólin hefði skinið á bakið á mér, bara mér (allaveganna þaðan sem hún sá til og sat)
Afhöfnin var óskaplega falleg og þótti fólki þetta með fallegri jarðarförum sem það hafði verið viðstatt.
Margt hjálpaðist að til að gera mér daginn bærilegri. Á kertasíðu Hilmars sá ég kveðju í morgun sem gladdi ósegjanlega. Hreinn fangelsisprestur hafði skrifað kveðju til hans þar, Hreinn var sá prestur sem fékk það þunga hlutverk að koma hingað og tilkynna okkur um orðinn hlut.
Hitt sem gladdi mig meira en orð frá lýst . Það var krans sem á stóð frá vinum að austan. Þessi barst ásamt fallegri skreytingu frá vinunum hans á Litla Hrauni, líklega bæði föngum og fangavörðum.
Elsku vinir, kærar þakkir fyrir þetta. Megi Guð fylgja ykkur.
Ég náði því miður ekki að sjá nærri alla sem honum fylgdu en presturinn talaði um starfsmann á Stuðlum sem kom. Hann kynntist einungis í nokkrar vikur en sagði við sr Bjarna að hann myndi aldrei gleyma honum.
Þessi áhrif hafði minn drengur á fólk...hann varð ógleymanlegur, gæðin skinu alltaf í gegn.
Presturinn tekur þátt í þessu af lífi og sál og hann syrgir með okkur. Slíkir prestar eru afar dýrmætir.
Þorvaldur Þorvaldsson söng einsöng og gerði það með miklum ágætum, það vissi ég að hann myndi gera og fékk hann til þess.
Ég ætla að skrifa meira um útförina seinna. Hugurinn er eiginlega ekki að starfa með mér núna, hálfgerð eyðimörk.
Þakka ykkur fyrir kveðjurnar og kertin sem logað hafa fyrir drenginn minn, þær hafa endalaust hjálpað .
Elskurnar mínar í sveitinni góðu, bráðum fær frænka að koma og hvíla sig þar. Ástarkveðja vestur
Ég reyndi að senda tölvupóstinn í morgun fyrir þær Þórdísi Tinnu og Gíslínu en því miður var tölvudruslan að hrekkja mig og mig brast þolinmæði til að greina vandann. Ég kem bara sterk inn næst þegar við hérna, vinirnir, viljum laga og breyta í þjóðfélaginu. En bænir mínar og góðar óskir fylgja þessum mögnuðu konum, ég tel mig ríkari eftir að hafa lesið síðurnar þeirra.
Í Guðs friði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.