30 ágúst 2007

30.8.2007 | 23:30

Kurteisir bloggvinir

Það birtist ekki textinn við myndirnar en enginn gerði athugasemd við það. Ég held að mér hafi tekist að laga það núna.

Annars er ég svo innantóm -það er eins og skafið hafi verið innan úr mér með skeið. Skelin ein er eftir.

Mér kveið fyrir kistulagningunni og ekki af ástæðulausu, það er meira en að segja það að hafa fyrir augunum lík ungs manns,elskulegs sonar. Trúið mér, það er meira en að segja það.

Angakallinn hennar mömmu sinnar...hann var auðvitað ekkert sjálfum sér líkur beinlínis. Hann var samt mun betri en þegar við sáum hann síðast, sunnudaginn 19 ágúst síðastliðinn. Búið að laga hann vel til og gera fínan. Það sló gamla manninn hann pabba nokkuð að það sáust ummerkin um krufninguna á höfði okkar unga manns. Pabbi skildi ekki hvaða erindi þeir höfðu átt í höfuðið á nafna sínum. Ég sat með honum hérna úti á palli og reyndi að útskýra að það yrði að gera það við þessar aðstæður.

Ég held að jarðarförin verði mér auðveldari. Hún bara verður að vera það. Í dag hefði mér verið sama ef einhver hefði skotið mig frekar en að þurfa að ganga frá bílastæðinu inn í kapellu. Vesalings Bjössi varð nánast að draga móður sína inn, ótrúlegt hvað maður þarf á sínum að halda þegar svona stendur á.

Í augnablikinu finnst mér ég vera að telja dagana þar til ég hitti Himma á ný, ég er í raun að telja niður í eigið andlát. Asnalegt, ég veit og þetta veit ég líka að lagast en svona er það núna. Lífsgleðin sem ég hef hingað til haft nóg af er dáin með Himma mínum, þessu elskulega ljósi. Hinir krakkarnir eru samt að hjálpa mér mikið. Hjalli ætlar að vera hérna í nótt, okkur líður báðum betur með það..

Muna svo að setja ljós fyrir strákinn okkar

http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband