Þriðjudagur, 18. september 2007
einhver dagur, týnd dagsetning
og ég get varla borið hana. Gleðin er dáin innan í mér....
Nú þarf ég að stökkva frá hálfskrifaðri færslu...
Komin til baka, ég er bara svo orðlaus að ég veit ekki hvað ég á eiginlega að skrifa. Eitthvað rekur mig samt til að skrifa hérna, hvað það er veit ég ekki.
Ég fékk nýja mynd af Himma í gær. Pabbi hans kom með hana. Þessa mynd gaf Himmi litlu systur sinni. Hann lét svo stækka hana og ramma hana inn. Þetta er voða falleg mynd af honum og hún fór á borðið hans Himma sem ég setti upp. Á borðinu eru myndir af honum, blóm og kort sem hafa verið send eða einhverjir komið með. Þar er líka Biblían og minningarbók um Hilmar sem ég lét grafa í nafnið hans, fæðingar og dánardag.
Núna í nótt verður vika síðan drengurinn minn gafst upp. Það eru hroðaleg tímamót og ég kvíði fyrir þeim. Ég kvíði fyrir öllu núna.
Krakkarnir mínir eru duglegir að koma og ég er þeim svo þakklát, ég þarf svo mikið á þeim að halda. Ég er svo brotin innaní mér og lítil.
Ég bara skil ekki hvernig ég á að lifa drenginn minn. Það ætti að banna að foreldrar þurfi að lifa börnin sín, bara ætti að vera bannað !!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.