Þriðjudagur, 18. september 2007
Dagur 5
23.8.2007 | 23:22
og ekki veitir manni af því. Hérna komu margir í dag og meira að segja pabbi lét sjá sig. Aumingja gamli maðurinn segir svo upp úr eins manns hljóði : þetta var eini nafni minn ! Hann virðist vera að átta sig á þessu eins og allir aðrir, þetta er lengi að síast inn. Að maður fái ekki að sjá fallega brosið, prakkaraglampann í augunum og stóru hrammahendurnar hans framar. Fallegi fallegi drengurinn minn.
Ég á svo mikinn haug af góðum minningum um þennan strák. Ég var birta dómana um hann til fróðleiks um hann, ég vil kynna fyrir ykkur minn dreng eins og hann var, með kostum og göllum og trúið mér, kostirnir voru fleiri.
Hann var ótrúlega skapgóður, blíður og hlýr. Hann hringdi stundum í mig bara til að vera góður við mig. Í vor þegar hann hætti í neyslunni þá sagði hann mér frá því öllu og líka hvað honum þætti vænt um mig, ég væri besti vinur hans og alltaf til staðar fyrir hann. Ég myndi í dag hafa viljað tala við hann miklu oftar,knúsað hann miklu oftar og gert allt miklu oftar. En það er tilfinning sem fylgir öllum sem missa ástvin og byggist bara á því að maður saknar svo sárt.
Ég var byrjuð að telja niður dagana þegar hann kæmi aftur...hann átti að koma áður en ég á afmæli næst. Við ætluðum að hafa annan svona skemmtilegan dag eins og tvítugsafmælið hans Hjalla í maí sl. Himmi hjálpaði þá við matarundirbúninginn og frágang.....
En hvernig stendur á því að ég fæ alltaf ný verkefni sem eru óvinnandi ? Þetta er ekkert hægt að lifa af en samt verð ég, hinna vegna. Þetta er svo ömurlegt eitthvað.
Núna býð ég góða nótt og bíð eftir morgundeginum, hann verður jafnglataður og dagurinn í dag.
PS
Ég gleymi ! Þakka ykkur fyrir allan stuðninginn. Þau gleðja mig kommentin ykkur,það segi ég satt. Kannski tekst mér bráðum að skilja það sem ég les þannig að ég geti verið til einhvers gagns á ykkar síðum en þið bíðið bara þolinmóð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.