Dagur 3

21.8.2007 | 13:40

Óhugnanlega róleg

Ég kem sjálfri mér nokkuð á óvart með því. Ekki þar fyrir,ég hef ekki misst barn fyrr en maður gerir ráð fyrir öskrum og örvæntingu.

Ég er rosalega róleg. Ég hef einbeitt mér mikið að því að passa krakkana mína og hugsa um allar góðu minningarnar um drenginn minn. Og trúið mér þær eru svo margar. Hérna hefur fólk verið að koma og knúsa mig.

Mér gengur herfilega að sofa en það hlýtur að lagast. Ég var að hugsa með mér í nótt hvort ég ætti að fá eitthvað til að sofa af hjá lækni en ég er ekki svo viss um að það henti mér.

Við skildum ekkert í því í gær að það var allt í blóðslettum í húsinu, í skottahæð. Eftir nákvæma rannsókn á hundaskottum þá kom í ljós sár á rófunni hans Kela. Hann var svo glaður þegar systir mín og sonur hennar komu í gær að hann hefur barið skottið sitt til blóðs. Hann meira að segja kvartaði ekki eða neitt.

Þakka ykkur innilega fyrir allar kveðjurnar. Þær eru svo dýrmætar.

Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband