Þið sem voruð í umræðunni um daginn...hér er framhald

Hér er afar fróðleg samantekt um samstarf skóla og trúar og lífsskoðunarhópa.

Margt fróðlegt sem kemur þar fram og ekki hægt að sjá að prestar og trúboð séu slík plága í skólum sem ætla mætti.

En framhaldið fyrir ykkur sem tókuð þátt um daginn er hér :

Spurningar ;

1) Ertu skírður ?

2) Ertu fermdur ?

3) Giftur í kirkju ?

4) borið barn til skírnar í kirkju ?

ágætt væri að fá rökstuðning með hverju svari og munið á kurteislegum nótum, við lærum aldrei hvert af öðru öðruvísi :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 1:Já (hafði ekki svo mikið að segja um það þá)

2: Já (eiginlega sama og 1)

3: Já (eymir eftir af barnatrúnni, og svo auðvitað vegna  hefða)

4: Já (mín eigin, annars sama og í 3)  

Skil spurningarnar Ragna! en sé reyndar ekki samhengið  er búinn að kíkja á viðbótar innlegg á "fólk spyr afhverju" og sé að sumir alhæfa hressilega um ofstækisfulla "trúleysingja" rétt eins og TW ofl. draga alla kirkjunnar menn undir sama dóm, svo mér dettur í hug að þessar spurningar séu ætlaðar einmitt nefndum ofstækisfullum trúleysingjum, ef svo er , þá eiga þær svo sannarlega rétt á sér, en verð að segja að "ofstækisfullir trúleysingjar" geta tæpast verið fjölmennur hópur, en hvað veit ég ??.

En bæði þeir og öfgaliðið hinumeginn á spítunni, taka ekki tillit til þess að jafnvel trúaðir (ekki endillega heittrúaðir) séu ekkert endilega á því að þeirra trú fái forgang í styrkjum og öðru álíka frá almannafé og eða einokunar aðgang að stofnunum almennings, og kannski einhverjum "trúleysingjum" finnist það bara allt í lagi svona hefðarinnar vegna.

Þetta byrjaði nú allt hérna hjá þér í framhaldi af frétt um að biskup hafði sagt að verið væri að "vega að rótum trúarinnar" og svo brást þú (og fleiri) við alhæfðu, frekar en öfgakenndu innleggi Tómasar Waagfjörð, allir komnir í skotgrafir og ekki vönduð umræðan, sem er leitt því það er engin leið framhjá því að skoða, ræða og leysa þessi mál hvort sem fólki líkar betur eða verr, en akkúrat núna hélt ég það væri alvarlegri mál á borðinu, en það hvort einhver "sett á oddinn" mannréttindi séu brotin með því að deila út Nýja Testamentinu í skólunum, nei þetta má alveg bíða smástund held ég.

MBKV

KH 

Kristján Hilmarsson, 26.10.2010 kl. 15:06

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Með "allir í skotgrafir" datt ég sjálfur í gryfju alhæfinganna  átti ekki við þig Ragna né þónokkra aðra sem reyna að nálgast þetta á skynsamlegri nótunum.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 26.10.2010 kl. 15:09

3 Smámynd: Ragnheiður

Spurningarnar eru fyrir mig til að reyna að skilja hvaðan hinir koma, lífið er til að læra og skilja. Þeir sem skrifa hér við hina umræðuna eru ekki VONT fólk - það hefur aðrar skoðanir en ég og mig langaði bara að botna betur í þeim.

Takk fyrir þitt innlegg

Ragnheiður , 26.10.2010 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband