Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Það er tilhlökkun á heimilinu

nema náttlega ferfætlingarnir enda hef ég ekkert sagt þeim að þeir eigi að passa húsið í kvöld. Við ætlum að fara út að borða með strákana, þeir eru báðir búnir að eiga afmæli og þetta var niðurstaðan sem gjöf. Við ætlum ekki á Ruby, fórum þangað síðast. Förum annað núna.

En ég held að ég sé huglaus, ég þori ekki á www.island.is til að lesa Icesave skilmálana....langar samt voða að vita þá nákvæmlega af blaðinu en ekki matreidda ofan í mig af bloggara eða stjórnmálamanni. Ég vildi samt óska að drasl þeirra sem stóðu að þessu hruni öllu hefði verið fryst...í útvarpi í gær var talað við konu, þáttur heitir vikulokin, og hún sagði að það væri alls ekkert víst að við fengum eigur landsbankans erlendis....það yrðu sko hlaup kröfuhafa að þeim eigum. Það rann kalt vatn minni skinns og hörunds. Ég hef reynt að eiga bjartsýnina og hef horft til þessara eigna upp í þetta gríðarmikla Icesave lán. Ó boj..........

Núna hef ég verið hætt að reykja síðan 14 febrúar og þetta gengur ágætlega, sjaldnast sem að ég finn fyrir fráhvarfeinkennum. Ég þurfti líka heillengi í gær að reikna til að finna út hversu lengi ég hef verið hætt..hehe

En ég hef eignast nýtt problem. Ég er illa haldin af ofnæmi -líklega gróðurofnæmi. Ég get hvergi verið þar sem gróður er. Ég er að taka ofnæmislyf en þau virka ekki vel, svona lyfseðilslaust úr apóteki. Ætlaði að hitta læknirinn minn en hann er greinilega einn þeirra sérfræðinga sem kerfið rak inn á spítalann aftur og nú hef ég ekki grun um hvernig ég á að nálgast hann....ef einhver hefur ráð þá yrði ég þakklát.

Nú er þetta einmitt að plaga mig með tilheyrandi augnpirring sem veldur því að ég sé illa letur..

farin bæ


Er að bíða

eftir Jóni.

Sit við tölvuna enda er verulega leiðinlegt efni í sjónvarpinu, popppunktur.

Það reið yfir jarðskjálfti rétt í þessu, ég heyrði í honum fyrst þannig að ég gat sagt Steinari og nú fann hann skjálftann.

Var annars að setja inn myndir í lopapeysualbúm

held áfram að bíða og fer svo að labba með Kelmundinn


konur!

til hamingju með daginn.

 


Ó

Það hlaut að vera

Þessu er ekkert stungið í vasann sko !


mbl.is Misskilningur í Úlfarsárdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðernisrembingur er að hrjá mig

en það er vegna landsleiksins sem nú stendur yfir, gengur glimrandi hjá þeim sko !

En þessi frétt frá mínu sveitarfélagi er hörmuleg, maður getur ímyndað sér hvað liggur að baki....

Í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira um fjölskyldumorð en núna, heimilisfeður sturlaðir myrða alla fjölskylduna og sjálfan sig síðast.

Við verðum að fara að átta okkur á að hús og bílar eru forgengilegt dót, slíkt má endurnýja. Við verðum líka að hætta að hneykslast á náunganum þó að hann fari í þrot. Það geta ALLIR farið í þrot við þessar aðstæður sem eru uppi núna. Það er engin skömm og við eigum ekki að líta á það sem skömm. Hugum hvert að öðru og sleppum dómhörkunni.

Dómharka og langrækni hafa verið í huganum þessa vikuna eftir vægast sagt undarleg skoðanaskipti á bloggsíðu. Málið virðist vera þannig vaxið að vegna andúðar þá hefur sómakona horn í síðu hóps kvenna og allt virðist þetta upphaflega spretta af öfund vegna flettinga á bloggsíðu. Fyrir löngu síðan. En fílsminnið svíkur greinilega ekki og sífellt er jagast í því sama án þess að málinu ljúki nokkru sinni. Endalaust reynt að hafa lokaorðið sem auðvitað er ekki hægt nema þá drepa hinn aðilann, öðruvísi þagnar hann ekki .

En ef að þetta er versti vandi hinnar frómu sómakonu þá er lífið dásemdin ein og sól í sinni allt árið.

Verum til friðs...við höfum bara þessa einu tilraun til lífs !


mbl.is Eyðilagði íbúðarhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórþjófafaraldur

Haraldur !

Sko á Íslandi er í lagi að vera stórþjófur en stelirðu hangiketslæri úr Bónus þá ertu í verstu málum...

Það vera skrýtið hérna á Íslandi


mbl.is 100 tonnum af húseiningum stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiða er öflug

og miðað við svipinn á henni þarna þá efast ég um að lögreglumaðurinn sé með nógu há laun! Það þyrftu að vera til margar fleiri Heiður.....

Annars er ég að spá í geðheilsu formanns Framsóknarflokksins...hann öskrar og argar úr ræðustól Alþingis, sturlaður úr reiði.

Hvenær hefur reiði leyst nokkurn skapaðan hlut ?

Farin að fá mér fisk, með kettinum

Honum finnst ég flottust núna, hann fékk smá hráan fisk áðan....nú liggur hann á saumavélinni hennar mömmu heitinnar og horfir á mig ástaraugum....svoooooo góður strákur segir hann


mbl.is Nokkrir handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég bý í sveit

og á sauðfé á beit

og sællegar kýr úti á túni

Nei..skrambinn..þetta er Steinar

En ég bý samt í sveit....

Ég vaknaði skelfing seint í dag, alveg orðin þreytt enda mikið búin að vinna undanfarið. Eina sem dugar þegar ég vakna með bakið fast er að labba með Kelann minn og það gerðum við.

Við hittum ungan mann og annan hund, þeir léku sér saman....voða sport að hlaupa og hlaupa.

Þá heyrðum við í hana.

Við fórum með unga manninum að skoða hanann...þeir eru reyndar fimm.

Ég hef aldrei fyrr séð hund missa gjörsamlega trýnið á jörðina en það gerði Kelinn. Hann var algerlega steinhissa á þessum hana...

 


tilbrigði við hefðina

litapeysurnar 001

litapeysurnar 002


Dularfullur dagur í dag

og tveimur áföngum náð.

Ég fór alein til Himma míns í dag - í fyrsta sinn. Held að ég hafi svo mætt pabba hans á trukk rétt utan við kirkjugarðinn en það er önnur saga.

Hinn áfanginn er mjög merkilegur. Í dag eru nefnilega tíu ár síðan við Steinar ákváðum að rugla saman reitunum.

Frábær ákvörðun

Elska kallinn minn í ræmur !!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband