Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Hann er á heimleið

og ég voga mér bara að segja það. Hér á hann heima og á að vera hér eins lengi og hann kærir sig um með sinni fjölskyldu.

Hér er alveg pláss fyrir aðra en okkur hér innfædda með ættartölu.

 


mbl.is Ramses kemur í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slys geta hent hvern sem er

Loksins tókst mér að komast framhjá myndbandinu til að skrifa....

Oft virðast ungmenni halda að slys séu eitthvað sem kemur fyrir einhvern annan en slys geta hent hvern sem er. Þessi hegðun þarna við skólann er óásættanleg.

Ég segi það enn og aftur, samfélagsþjónusta á Grensásdeild myndi mögulega opna augu þessara ungmenna fyrir grárri alvöru slysanna.

Ég vona að þeir leggi þessa hegðun af og eigi langt og gott líf framundan með þeim sem elska þá mest í heimi. 


Hallærislegur gærdagur

enda sumir bara í andlegum undirbúningi fyrir átökin í dag.

Steinar nennti engan veginn í vinnuna, nó teink jú, svoan getur maður látið þegar maður vinnur hjá sjálfum sér og á ekki von á vinnuveitandanum með pönnuna í hausinn á manni ef maður vill ekki mæta. Verra ef maður vinnur sér inn pönnumeðferðina heima í staðinn!

Hann sat hér.....og leiddist !

Annaðhvort sá ég í norðurendann á honum út úr ísskápnum eða undir iljarnar á honum upp í rúm.

Ég glotti

Hann var alveg ómögulegur kallinn...

svo kviknaði ljós....honum datt í hug að klára þvottahúsið....og fór í vinnugallann.....og þar með gerðist ekkert meira.

Það komu fréttir í sjónvarpinu og hann horfði á þær.

Og þar sem hann var hvort eð er dauðleiður þá dró ég hann í tvo kirkjugarða. Hann gat ekkert orðið niðurlútari.

Ég benti honum á að hann ætti bara svona leiðinlega konu

Hann þrætti eins og sprúttsali.

Þá lá mér við að ná í pönnuna....

Mistökin verða ekki endurtekin, hann er farinn í vinnuna og ég sit hér, án þess að leiðast.

Annars góð en þið ?

(til að taka það fram þá er minn kall flottastur í heimi, það er bara gaman að gera grín að okkur hérna gamla settinu hehe

 


Jæja ég er vöknuð en þið ?

Bara tékka á ykkur sko !

Snorri Steinn

Það er vont/gott þegar harðjaxlar eins og ég sitja með tárin í augunum yfir verðlaunaafhendingunni, þetta er náttúrlega snilld að vinna silfur á ólympíuleikunum. GARGANDI SNILLD !!!!


Ég er komin á fætur

enda má maður ekki snúa sólarhringnum við fyrir stóra LEIKINN á morgun...úje úje ....

En annars er fátt í fréttum, svoleiðis. Hjalli náði að laga borðtölvuna og ég þarf að fara að klára þvottahúskrílið mitt en til þess vantar mig hellings nennu...aldrei þessu vant er það ekki tímaskortur sem þjakar. Mér finnst verra ef ég  verð eins og bjáni, búin í sumarfríi og þvottahúsið ekki klárt...

Það er bara asnalegt...

Ég fór að skoða marathon.is og tókst að heita á hana Hrönn sem hleypur eins og fjandinn sé á hælunum á henni einhvern tíu kílómetra hring í miðborginni...hún hefur áreiðanlega hugsað sér mig á hælunum og ég er viss um að við sjáum nýtt hraðamet!

GO HRÖNN

Eitthvað þarf að gera meira við glugga hérna, einhver opnanleg fög eru með móðu á milli....það bíður bara næsta sumars en þetta lekur allaveganna ekki og ég er sátt með það.

Nú ætla ég að fá mér kaffi og skála í því fyrir Hrönn..

Leiter!


Matthías -Hjallabumba og 2 nýyrði

Hér verður hleypt af stokkunum málfarsþætti, að eintómu gamni mínu.

Nýryrðin koma hér neðst en fyrst ætla ég að skrifa nokkur orð um dagbækur Matthíasar. Ég hef hugsað sérlega hlýlega til www.visir.is en þar sá ég fyrst slóð á síðuna hans. Hann skrifar leiftandi og lipran texta, hans sýn á málefnum og mönnum þess tíma. Ljóðin hans er frábær og ég hef mikinn áhuga á þessum texta. Ég mæli með þessum lestri en slóðin til hans er www.matthias.is

En að nýyrðum dagsins

Youtube = þúrör

Óþeyttur rjómi = blautur rjómi.

Og annars er málið með Hjallabumbuna að hún er alveg full af mat. Hann hefur alltaf verið mesta krúttið þegar hann borðar, það kemur á hann kúlubumba sem hverfur svo smátt og smátt þegar líður aðeins frá.

Skringibjörg kveður og segir áfram Ísland !!


í dag hafa tvenn stórtíðindi glatt mig

annað er að sjálfsögðu handboltalandslið Íslands og þeir eiga hvert bein í sinni þjóð.

Hitt eru þessar frábæru fréttir að taka eigi mál Paul Ramses fyrir á ný og þegar hefur verið haft samband til Ítalíu og gerðar ráðstafanir til að koma honum aftur hingað til lands. Það eru frábærar fréttir og ég vil trúa því að samtakamáttur þjóðarinnar hafi komið þessu til leiðar.

Nú er Hjalli kominn og hann er að setja saman sjúklinginn fyrir hana mömmu sína, hann ætlar að borða hjá mér líka. Hann hefur komið hvern dag lengi og mér finnst það æðislegt.

Hérna kemur lag fyrir íslenska landsliðið


Í dag ætti að loka öllu

sko vinnustöðum og svoleiðis Tounge

Óheppin þið að ég er ekki merkileg persóna og get haft þau áhrif.

Það er nebblega háspennuhandboltaleikur á eftir.

En til að byggja um spennu þá er ég að horfa á frakkland-króatía. Held mikið upp á króatana, en sá franski Karabatic er  minn maður þarna. Það er heimsklassahandboltamaður...

¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨

Ég hef haft þá stefnu hér á síðunni minni að birta aldrei neikvæðar umsagnir um verslanir og þjónustu. Hér virðist lesa fjöldi fólk og flestir einhverjir sem ég þekki ekki einu sinni. Þið getið ímyndað ykkur það tjón sem mögulega væri hægt að baka einhverjum með slíku.

Hins vegar skrifa ég um góða þjónustu sem ég fæ.

Það mega aðrir vera í hinu...

En ástæðan fyrir þessu tölvubúðarápi er að Hjalli er að laga borðtölvuna gömlu. Hann er orðinn klár tölvugúrú og mamman ákvað að treysta honum fyrir þessu. Hann langar að koma sér á námskeið til að læra að gera við tölvur og fá skírteini upp á það. Honum gengur ferlega vel eins og sakir standa og ég er sátt. Rosalega sátt.

002

Hann lítur að vísu út eins og læknir, eins og komið sé að árlegri endaþarmsskoðun hjá einhverjum..hehe

°°°°°°°°°°°°°°°

En nú er ég að hugsa um að einbeita mér að þessum háspennuleik í sjónvarpinu. En ef þið ætlið að skrópa í vinnunni þá getið þið bara sagt yfirboðaranum að ég hafi sagt að það ætti að vera frí !!!

Hehe hér kemur smáviðbót og það er Jennýu að kenna. Hún skrifar svo skemmtilega um pöpulinn í verkó á glugganum við æfingarnar. Ég las og hló að þessu en svo rann upp fyrir mér ljós. Þegar ég var 5-6 ára þá bjuggum við í kjallara inn í Laugarnesi. Baðglugginn sneri út í tröppurnar. Þegar ég var sett í bað þá brást ekki að neyðarópin glumdu um allt hverfið, sko ég æpti af lífs og sálar kröftum alveg viss um að þetta yrði að minnsta kosti mitt síðasta í þessu jarðlífi. Einhvern tímann var mamma orðin leiðari á þessu en venjulega og rak mig til að kíkja útum gluggann. Sat þá ekki allur krakkaskríll hverfisins eins og í hverju öðru þrjúbíói, í tröppunum,  og biðu eftir glæpnum, morðinu á mér ......ég held að ég hafi æpt mun lægra þaðan í frá.


Flott þjónusta og fyndin mynd

Mér hefur heyrst í fréttum að Ólafur F. sé ekki að vekja neina lukku í herbúðum frjálslyndra, ekki hef ég trú á að hann verði þar þá lengi.

Hérna er mynd sem ég tók af mbl áðan. Mér finnst hún svakalega fyndin. Svipurinn á Ólafi er óborgarlegur og það er eins og Hanna Birna sé að skamma hann.

Ólafur og Hanna Birna

En annars má ég til með að hrósa tölvuverslun sem við Hjalti fórum inn í áðan, fórum reyndar tvisvar. Við vorum að kaupa meira vinnsluminni og keyptum ekki það rétta fyrst. Við fórum strax aftur en þeir áttu ekki þetta rétta. Við fengum endurgreitt vandræðalaust, enga inneignarnótu eða svoleiðis bull. Þetta var verslunin @ í Kópavogi. www.att.is

Svo fórum við í aðra nálæga verslun og gátum keypt það sem vantaði og fengum hellings fróðleik í leiðinni. F'in þjónusta þar líka. Það var www.tolvuvirkni.is

Mæli með þessum aðilum


Í sögu daganna

fær þessi ágætiseinkunn, pressan er farin af.

Hann byrjaði nú á skringilegum nótum.

Steinar : (hristihristihrist) Viltu horfa á seinni hálfleik ?

Ég : Nei, ég nenni því ekki........(geisp)

Steinar ; en en en ísland er yfir !!

Ég: mér er alveg sama...(hrjót)

Svo leið að mér fannst smástund. Þá kom aftur hristihristihrist

Steinar : Þeir unnu! Ísland er komið í undanúrslit !!

Ég; Hvað segirðu !

Steinar : ég er farinn í vinnuna....

Ég lá smástund, glaðvöknuð. Fór fram og horfði á sjónvarpið en þorði ekki að horfa á leikinn á plúsnum af ótta við að úrslitin breyttust. Endaði aftur upp í rúmi og held að mig hafi bara dreymt ágætlega.

Rétt passlega nývöknuð og þá komu Alda og Lalli, með ágætar fréttir. Hún fékk fína skoðun og fær að vita um næstu skref næsta mánudag.

Ég sótti Hjalta, hann ætlaði að reyna að gera við tölvuna. Skruppum fyrst til Himma og settum rósirnar frá Siggu systur hjá Himma. Það hafa greinilega nokkrir munað eftir okkar strák. Hann átti nokkra vendi og engla. Bara yndislegt.

 

Svo fórum við Hjalli hingað heim og vorum læst úti. Það tók Steinar rúman hálftíma að komast heim til að opna fyrir okkur. Við nutum útiverunnar á meðan (right!)

Steinar ákvað að vera smáduglegur og málaði gluggana með grunnmálningu, hann málaði líka báða hundana. Annar er með sportrönd en hinn er með hvíta kinn,undirhöku. Hann hefði málað áfram ef ekki hefði allt í einu birst fótboltaleikur í sjónvarpinu. Málningardósin og pensillinn fuku inn í skúr og hundarnir héldu áfram að vera mest svartir.

Mér gengur ekkert að setja inn myndir á moggabloggið, ég hef verið að setja þær bara inn á hina síðuna. Það hefur þann galla að ekki er hægt að "stela" þeim þaðan. Kannski er það stillingaratriði, ég veit það ekki alveg.

Kveðja

útilokaða konan

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband