Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Gleðilegan konudag

Hér sit ég, hálfsofandi og alveg uppgefin. Sat 13 tíma vakt í vinnunni í gær og svona mikið að gera vakt.

Sit í stofunni og steinþegi, talaði nánast stöðugt í alla 13 tímana.

 

Rose Rose BLUE ROSE

Mál málanna

Viðtalið í utan vallar

Er maðurinn drukkinn ?

Ég er búin að horfa á þetta og mér sýnist hann vera drukkinn !

Hvað sýnist ykkur ?


hehehe mér fannst þessi frétt fyndin

Vísir, 22. feb. 2008 11:04

Báðir flugmennirnir sofandi

mynd
Zzzzzzzzz

Óli Tynes skrifar:

Talið er að báðir flugmenn farþegaþotu á Hawaii hafi sofnað undir stýri á leiðinni frá Honolulu til Hilo, í síðustu viku. Vélin var frá flugfélaginu Go! Airlines. Þegar hún nálgaðist Hilo tóku flugumferðarstjórar eftir því að hún byrjaði ekki að lækka flugið.

Vélin var því kölluð upp, en ekkert svar barst. Furðu lostnir fylgdust flugumferðarstjórarnir með því að hún sigldi framhjá flugvellinum í 21 þúsund feta hæð.

Það var lýst yfir neyðarástandi og stanslaust reynt að ná sambandi við flugmennina. En ekkert svar.

Loks þegar vélin hafði flogið á haf út í 25 mínútur var henni snarlega snúið við og lenti heilu og höldnu á Hilo. Þotan mun hafa verið full af farþegum, en ekki eru nefndar tölur um fjölda.

Flugfélagið hefur ekki viljað tjá sig um ástæðuna fyrir þessu. Fyrrverandi flugmenn þess hafa hinsvegar sagt að það reki starfsfólk sitt áfram eins og hægt sé og fari lítið eftir um reglum um hámarks vinnutíma. Málið er nú til rannsóknar hjá flugmálayfirvöldum vestra

-------------------------------------------------------------------------------------------------

Ætli þeir hafi ekki verið asnalegir á svipinn þegar þeir komu frá borði ?


Flughálka

myndaðist áðan og strákarnir í vinnunni sáu steinliggjandi staura um alla borg. Merkileg þessi staurakvikindi að geta ekki fært sig frá !

Það fór sem sagt allt á hvolf í umferðinni og ég vona að ekki hafi orðið teljandi slys á fólki. Á okkur bitnaði þetta eins og vant er, bílar lengur á leiðinni en fólk kýs.

Farið varlega, gangandi og akandi. Það er að vísu búið að salta eitthvað núna en það er sama , húsagötur geta verið hálar.

Góða nótt

Þessi pistill var í boði umferðarráðs...

svo einn gleðimoli í boði hans pabba. Ég hringdi í hann í kvöld, sá auglýst andlát manns úr fortíð okkar úr Krossamýri. Svo spjölluðum við um daginn og veginn og hann sagðist vera búinn að fá sér nuddbaðkar, verst væri að krafturinn væri svo mikill á því að við lægi að hann skutlaðist fyrir borð. Í allt kvöld hef ég semsagt séð hann fyrir mér, fljúgandi upp úr karinu hehehe


að fara bensínlaus í bólið

og vakna svo eins er ekkert skemmtilegt skal ég segja ykkur. Ég held að ég sé með einhvern orkusteliþjóf á öxlinni en ég er að vonast til að geta hrakið hann á brott þegar það hlýnar aðeins úti. Þá ætla ég að reyna að laga aðeins þrekið með að labba svolítið með voffana mína. Bara hænuskref í einu og sjá hvort það lagar ekki eitthvað ástand mála. Mér finnst takmarkað sport í að vera uppvakningur.

Ég pantaði mér púsl að utan um daginn og þau eru lögð af stað til Íslands. Úrvalið hérna hefur ekki verið neitt gott nema þá í búðinni hjá Magna á Skólavörðustígnum. Það verður gaman þegar þau koma en samt áreiðanlega vesen að ákveða á hverju skal byrja hehe.

Við kallinn eigum ekki eftir að hittast mikið þessa helgina, stefnir í mikla vinnutörn hjá báðum en sitthvorumegin á sólarhringnum. Hundarnir verða sáttir við það, þá þarf ekki mikið að passa húsið.

Enn er leitað að ferjuvélinni sem hrapaði í gær, undarlegt að tvær vélar farist með svo stuttu millibili og hæpið að nokkuð finnist af eða úr þeim. Eru yfirleitt veðurskilyrði hér við land að vetrarlagi þannig að óhætt sé að fljúga þessum litlu vélum ? Það er best að árétta það að ég hef ekki hundsvit á flugvélum, nota ekki slík farartæki sjálf. Hugur manns leitar samt óneitanlega til fjölskyldna mannanna tveggja sem hafa nú horfið í hafið við Ísland.

ég ætla að leita mér að smá orku..........


Hann er að tala um 21 júní

Hafið þið mikið af ljósum kveikt á þeim tíma ?

 


mbl.is Rufus Wainwright vill slökkva ljósin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt vitlaust bara

Þingmaður spilaði póker og allt fór á hliðina.

Ráðherra skrifaði beittan pistil á síðuna sína og allt varð vitlaust.

Þingmaðurinn verður að átta sig á því að fyrst verður hann að fá vini sína til að hjálpa sér að breyta lögunum áður en hann tekur þátt í því sem bannað er. Það er ætlast til þess að þingmenn fari að lögum, alltaf.

Ráðherrann sem þekktur er að því að hafa fljúgandi vald á íslensku máli þarf líka að gæta að sinni eigin virðingu. Birting á vefsíðu jafngildir opinberri birtingu. Hann var svo harðorður í þessum pistli að ég hefði ekki mátt birta svona. Það hefði líka gengið þvert á mína sannfæringu. Minn tilgangur er ekki og hefur ekki verið að meiða neinn.

Ég er mun skárri núna. Skriðin uppúr þessari sjálfsvorkunn í bili, auðvitað vorkenni ég sjálfri mér. Það er eðlilegasti hlutur í heimi þegar maður er ósáttur við atburði í sínu lífi. Venjulega þegar ég hef verið ósátt við eitthvað fram að þessum degi þarna í fyrra, þá hef ég reynt að breyta því sem ergir mig, laga það til. Núna get ég engu breytt og ekkert lagað og það er þungur kross að bera. Það er nánast alveg sama hvað ég geri, sonur minn heldur bara áfram að vera dáinn.

Við böðuðum voffana í gær og þeir fengu krullur á rassinn, frekar fyndnir. Þegar ég sagði systur minni frá þessu krulluveseni í gær þá varð hún allshugar fegin að verða ekki svoleiðis sjálf þegar hún væri búin að baða sig. Það væri ljóta vesenið hehehe.

Bankarnir keppast við að koma með yfirlýsingar þessa dagana um að þeir séu ekki að fara á hausinn. Ég held að ástandið sé mun verra en við höldum í þeim geira. Ég las frétt í gær um að bankarnir fengju ekki lán erlendis, þeir væru sortéraðir með einhverjum sveitabönkum í bili. Hérna er sú frétt. Það er eins gott að varkárir menn séu við stjórnvölinn í íslenskum bönkum eins og sakir standa og svo væri ágætt ef þeir myndu í næsta góðæri að stíga varlegar til jarðar. Ekki veit ég hvernig ungar manneskjur eiga að ná að kaupa fasteiginir eins og sakir standa, sagan segir að bankarnir séu búnir að loka alveg á útlán og ekki lánar Íbúðalánasjóður nema ákveðna hámarksupphæð til fasteignakaupa. Sú upphæð dugar vísast ekki ein og sér.

Ég er allaveganna fegin að vera búin að kaupa hérna og kann svo vel við mig. Hér ætla ég bara að vera. Nú er bara planið að laga húsið til. Munið þið eftir flísalögninni minni síðan í fyrra ? Nú fer að passa að byrja á því með hækkandi sól. Skipta um glugga og gler. Færa hitaveitugrind í skúrinn og svona hitt og þetta sem er fyrirhugað. Byrjum samt á gluggunum, þeir leka svo mikið skammirnar á þeim. Svo ætlum við að taka eitt og eitt herbergi og gera fínt.

En ef fer sem horfir að vesen sé að skapast á nýbyggingamarkaði þá ætti maður að geta fundið iðnaðarmann. Ef þið vitið um svona iðnaðarmannasíður þá megið þið benda mér á þær. Það væri þá helst pípulagningameistari (dugir víst ekkert minna) og smiður til að skipta um glugga.

Nú hafið þið verkefni...hehe finna svona fyrir mig hehe


Hrifin af þessu og smá viðbót

Sjá hérna

Ég ætla að skrifa meira á eftir, langaði bara að sýna ykkur þetta. Það skemmir ekki fyrir að um er að ræða mann sem ég hef mikið dálæti á.

Verð að skemmta ykkur aðeins með Acmed vini mínum


Skjótt skipast veður í lofti á þessu heimili

Eins og ég var niðurdregin í gær þá er ég ferlega kát í dag. Ég myndi hafa áhyggjur af sjálfri mér ef ég vissi ekki nákvæmlega í hverju þetta liggur.

Málið er að ég hef ekki heyrt í músunum mínum tveimur í allt of langan tíma og þau hafa ekki hringt í mig til baka þegar ég hef verið að reyna að hringja. Músmundur minn hringdi áðan og það lá við að ég argaði á hann, af einskærri gleði. Hann er búinn að þramma um allt hverfið sitt að leita að vinnu og vonandi ber það árangur hjá honum kallanganum. Hann var í flottum gír og allt í besta lagi.

Það sem maður getur orðið hjartanlega glaður innan í sér þegar allt er eins og það á að vera.

Hérna vappa um 2 blautar grænsápur, sumir voru baðaðir og eru núna með krullur á rassinum og svakalega flottir. Þeir fengu líka ný leikföng. Þeim finnst þetta undarlegasta mál í heimi þegar við böðum þá. Nú er garðurinn búinn að vera nokkuð blautur og þeir verða skítugir greyin. Þeir eru nokkuð góðir að láta baða sig en Keli verður sjáanlega skíthræddur við þetta allt saman. Svo hlaupa þeir eins og asnar um allt hús til að reyna að ná yl í kroppinn. Þeir móðgast  samt ekkert við okkur, það er nokkuð skondið.

Hvað ætlaði ég nú að segja meira...........hm.

Jú ég held að ég sé aðeins að hressast aftur, djö sem ég er orðin leið á þessu fargins heilsuleysi alltaf...

2000 stykkja púslið kláraðist í gær og Steinar fór upp í skáp og sótti næsta. Það kom á óvart. Hann kom með 1000 stykkja mynd af mótorhjóli ! Þetta vakti nokkra furðu hjá mér og ég hugsaði málið nokkuð lengi. Svo rifjaðist upp fyrir mér að líklega kemur þetta púsl frá Himma, hann skildi það eftir einhverntímann handa mér.

Ég er takmörkuð merkjavörukelling en hef frekar ákveðnar skoðanir á því hvaða púsluspil eru í mestu uppáhaldi hjá mér. Það eru þessi frá Ravensburger. Þau eru svo flott, rétt skorin og þykk.

Ég sakna minnar kæru vinkonu, Jennýar. Samt er ég svo stolt af þessari mögnuðu konu, það er sko ekkert hálfkák á ferðinni hjá henni.


maðurinn minn

er að breytast í tölvugúrú. Hann var að bögglast með eitthvað í stóru tölvunni og fann ekkert. Þá hafði hann hlustað á Björn Ófeigsson í morgunútvarpinu og hann langaði að sjá síðuna hans. Við gamla settið hjálpuðumst við að finna þetta og mér fannst síðan svo merkileg að ég setti hana í hlekk hérna til hliðar. Hjartasjúkdómar eru alvarlegt heilbrigðisvandamál og oft þögull óvinur. Öll hljótum við að þekkja einhvern sem þjáðst hefur af þessum veikindum og þarna er ótrúlega margt sem fróðlegt er.

Hlekkjasíðan sem ég er með þarna til hliðar er fyrir þá vefi sem mér finnast athyglisverðir og líka ætla ég að setja þarna inn slóðir hjá þeim fyrirtækjum sem mér finnst ég fá góða þjónustu hjá. Hér snýst allt um jákvæðni. Fyrirtæki sem ég er ekki sátt við verða bara ekki nefnd á nafn hahaha....

Endilega kíkiði á hjartavefinn hjá Birni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband